Mary Poppins taska og sjöl 23. mars 2005 00:01 "Ég verð eiginlega að nefna þrjá hluti sem eru alveg ómissandi hjá mér. Í fyrsta lagi er það hliðartaska sem ég keypti á markaði í norðausturhluta London. Þetta er taska sem hermenn notuðu sem vatnsbrúsa. Þetta er alvöru hermannataska. Ég kaupi mér fullt af töskum en ég nota eiginlega bara þessa. Þetta er algjör tuðra en ég get geymt allt í henni -- allt frá fiskabúri og upp í snyrtivörur. Algjör Mary Poppins taska," segir Gunna Dís og hlær. "Í öðru lagi er það brúnn leðurjakki sem kærastinn minn keypti handa mér í Spútnik og er í miklu uppáhaldi þessa dagana. Síðan fer ég aldrei út úr húsi nema vera með sjal um hálsinn. Ég á fullt af sjölum í geggjuðum litum og er oft með gul eða bleik sjöl til að poppa útlitið svolítið upp. Ég á eitt flíssjal sem tengdamamma gaf mér sem ég held mikið upp á og svo hefur mamma líka gert handa mér sjöl. Þetta eru þykk sjöl sem ég er alltaf með því ég er frekar kulsækin," segir Gunna Dís sem viðurkennir fúslega áhuga sinn á fatakaupum. "Ég er algjört fatafrík en ég klæðist bara þægilegum fötum -- víðum og kósí fötum sem ég get þess vegna lagt mig í. En svo er ég líka frekar brjáluð í skó- og fylgihlutakaupum." Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
"Ég verð eiginlega að nefna þrjá hluti sem eru alveg ómissandi hjá mér. Í fyrsta lagi er það hliðartaska sem ég keypti á markaði í norðausturhluta London. Þetta er taska sem hermenn notuðu sem vatnsbrúsa. Þetta er alvöru hermannataska. Ég kaupi mér fullt af töskum en ég nota eiginlega bara þessa. Þetta er algjör tuðra en ég get geymt allt í henni -- allt frá fiskabúri og upp í snyrtivörur. Algjör Mary Poppins taska," segir Gunna Dís og hlær. "Í öðru lagi er það brúnn leðurjakki sem kærastinn minn keypti handa mér í Spútnik og er í miklu uppáhaldi þessa dagana. Síðan fer ég aldrei út úr húsi nema vera með sjal um hálsinn. Ég á fullt af sjölum í geggjuðum litum og er oft með gul eða bleik sjöl til að poppa útlitið svolítið upp. Ég á eitt flíssjal sem tengdamamma gaf mér sem ég held mikið upp á og svo hefur mamma líka gert handa mér sjöl. Þetta eru þykk sjöl sem ég er alltaf með því ég er frekar kulsækin," segir Gunna Dís sem viðurkennir fúslega áhuga sinn á fatakaupum. "Ég er algjört fatafrík en ég klæðist bara þægilegum fötum -- víðum og kósí fötum sem ég get þess vegna lagt mig í. En svo er ég líka frekar brjáluð í skó- og fylgihlutakaupum."
Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira