Mary Poppins taska og sjöl 23. mars 2005 00:01 "Ég verð eiginlega að nefna þrjá hluti sem eru alveg ómissandi hjá mér. Í fyrsta lagi er það hliðartaska sem ég keypti á markaði í norðausturhluta London. Þetta er taska sem hermenn notuðu sem vatnsbrúsa. Þetta er alvöru hermannataska. Ég kaupi mér fullt af töskum en ég nota eiginlega bara þessa. Þetta er algjör tuðra en ég get geymt allt í henni -- allt frá fiskabúri og upp í snyrtivörur. Algjör Mary Poppins taska," segir Gunna Dís og hlær. "Í öðru lagi er það brúnn leðurjakki sem kærastinn minn keypti handa mér í Spútnik og er í miklu uppáhaldi þessa dagana. Síðan fer ég aldrei út úr húsi nema vera með sjal um hálsinn. Ég á fullt af sjölum í geggjuðum litum og er oft með gul eða bleik sjöl til að poppa útlitið svolítið upp. Ég á eitt flíssjal sem tengdamamma gaf mér sem ég held mikið upp á og svo hefur mamma líka gert handa mér sjöl. Þetta eru þykk sjöl sem ég er alltaf með því ég er frekar kulsækin," segir Gunna Dís sem viðurkennir fúslega áhuga sinn á fatakaupum. "Ég er algjört fatafrík en ég klæðist bara þægilegum fötum -- víðum og kósí fötum sem ég get þess vegna lagt mig í. En svo er ég líka frekar brjáluð í skó- og fylgihlutakaupum." Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Fleiri fréttir Þau allra nettustu á Met Gala Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
"Ég verð eiginlega að nefna þrjá hluti sem eru alveg ómissandi hjá mér. Í fyrsta lagi er það hliðartaska sem ég keypti á markaði í norðausturhluta London. Þetta er taska sem hermenn notuðu sem vatnsbrúsa. Þetta er alvöru hermannataska. Ég kaupi mér fullt af töskum en ég nota eiginlega bara þessa. Þetta er algjör tuðra en ég get geymt allt í henni -- allt frá fiskabúri og upp í snyrtivörur. Algjör Mary Poppins taska," segir Gunna Dís og hlær. "Í öðru lagi er það brúnn leðurjakki sem kærastinn minn keypti handa mér í Spútnik og er í miklu uppáhaldi þessa dagana. Síðan fer ég aldrei út úr húsi nema vera með sjal um hálsinn. Ég á fullt af sjölum í geggjuðum litum og er oft með gul eða bleik sjöl til að poppa útlitið svolítið upp. Ég á eitt flíssjal sem tengdamamma gaf mér sem ég held mikið upp á og svo hefur mamma líka gert handa mér sjöl. Þetta eru þykk sjöl sem ég er alltaf með því ég er frekar kulsækin," segir Gunna Dís sem viðurkennir fúslega áhuga sinn á fatakaupum. "Ég er algjört fatafrík en ég klæðist bara þægilegum fötum -- víðum og kósí fötum sem ég get þess vegna lagt mig í. En svo er ég líka frekar brjáluð í skó- og fylgihlutakaupum."
Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Fleiri fréttir Þau allra nettustu á Met Gala Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira