Menning

Hjólið þykir of hljóðlátt

Fyrsta vetnisdrifna mótorhjólið verið smíðað og var það frumsýnt í London á dögunum. Eina vandamálið við hjólið sem mengar ekkert, er að það er of hljóðlátt og líklegt er að komið verði fyrir tæki sem gefur frá sér hefðbundin mótorjólahljóð. En þeir sem berjast gegn hávaða fagna því að á markaðinn komi mótorhjól sem gefur ekki frá sér hin hefðbundnu hávaðasömu vélarhljóð, en framleiðendurnir segja að hljóð frá hjólinu sé til þess að aðrir vegfarendur verði varir við það. En auðvelt er að slökkva að tækinu sem býr til "mótorhljóðið". Hjólið mun ná 80 km hraða á klukkustund og getur gengið stanslaust í fjóra tíma áður en endurhlaða þarf rafhlöðuna. Hjólið mun kosta um 500 þúsund krónur og vatnskenndi útblásturinn er svo hreinn að hægt er að drekka hann.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×