Allt við landið heillar 31. mars 2005 00:01 Draumastaðurinn hennar Guðlaugar Elísabetar Ólafsdóttur leikkonu er ekki svo fjarri og mun nær nú en þegar hún fór þangað fyrst. "Staðurinn sem mig langar til að fara til og dvelja á er Rússland. Ég er með einhverja Rússlandsáráttu. Landið og borgirnar og arkitektúrinn, sagan og listirnar finnst mér óskaplega heillandi en eins tengi ég svo vel við fólkið þar. Mér finnst undursamlegast að hitta fyrir fólk svona langt í burtu sem ég næ svona innilegu sambandi við. Mig langar að kunna rússnesku og bara prófa að vera þarna, lengi helst því ég fann mig ofboðslega mikið heima innan um þetta fólk og tengdi algerlega við land og þjóð," segir Guðlaug sem hefur tvisvar sinnum komið til Rússlands, á mjög ólíkum tímum. "Ég fór þarna fyrst árið sem ég var tvítug með hópi ungs fólks frá Evrópu og á Norðurlöndunum í ferð sem kallaðist "Next Stop Soviet" og var farin gegn kjarnorkutilraunum og í þágu samskipta, friðar og elskulegheita. Við komum þarna í lokin á glasnostinu en fyrir hinar gagngeru breytingar sem urðu á tíunda áratugnum. Þetta var alger óvissuferð inn í lokað og framandi land en ég bara heillaðist algerlega. Svo var ég svo heppin tíu árum seinna að vera að leika í sýningu með rússneskum leikstjóra og okkur var boðið til Mosvku og þá upplifði ég mjög sterkt hvað breytingarnar voru ótrúlegar." Guðlaug er samt ekki á leið til Rússlands í bráð því hún er á kafi í sýningunni Riðið inn í sólarlagið sem verður frumsýnd í Borgarleikhúsinu í næstu viku. "Þetta er mjög spennandi verk, finnst mér, um ungt fólk og samskipti þess, firringuna, ábyrgðarleysið og ábyrgðina, óttann við skuldbindingar og óttann við tilfinningar. Það skemmtilega er að öll þessi samskipti eiga sér í stað í svefnherbergjum persónanna og eins og allir vita sem eru komnir til vits og ára gerist ýmislegt innan veggja svefnherbergisins." Guðlaug verður þessvegna dálítið bundin við svefnherbergið á næstunni en Rússland er ekki að fara neitt. Ferðalög Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Draumastaðurinn hennar Guðlaugar Elísabetar Ólafsdóttur leikkonu er ekki svo fjarri og mun nær nú en þegar hún fór þangað fyrst. "Staðurinn sem mig langar til að fara til og dvelja á er Rússland. Ég er með einhverja Rússlandsáráttu. Landið og borgirnar og arkitektúrinn, sagan og listirnar finnst mér óskaplega heillandi en eins tengi ég svo vel við fólkið þar. Mér finnst undursamlegast að hitta fyrir fólk svona langt í burtu sem ég næ svona innilegu sambandi við. Mig langar að kunna rússnesku og bara prófa að vera þarna, lengi helst því ég fann mig ofboðslega mikið heima innan um þetta fólk og tengdi algerlega við land og þjóð," segir Guðlaug sem hefur tvisvar sinnum komið til Rússlands, á mjög ólíkum tímum. "Ég fór þarna fyrst árið sem ég var tvítug með hópi ungs fólks frá Evrópu og á Norðurlöndunum í ferð sem kallaðist "Next Stop Soviet" og var farin gegn kjarnorkutilraunum og í þágu samskipta, friðar og elskulegheita. Við komum þarna í lokin á glasnostinu en fyrir hinar gagngeru breytingar sem urðu á tíunda áratugnum. Þetta var alger óvissuferð inn í lokað og framandi land en ég bara heillaðist algerlega. Svo var ég svo heppin tíu árum seinna að vera að leika í sýningu með rússneskum leikstjóra og okkur var boðið til Mosvku og þá upplifði ég mjög sterkt hvað breytingarnar voru ótrúlegar." Guðlaug er samt ekki á leið til Rússlands í bráð því hún er á kafi í sýningunni Riðið inn í sólarlagið sem verður frumsýnd í Borgarleikhúsinu í næstu viku. "Þetta er mjög spennandi verk, finnst mér, um ungt fólk og samskipti þess, firringuna, ábyrgðarleysið og ábyrgðina, óttann við skuldbindingar og óttann við tilfinningar. Það skemmtilega er að öll þessi samskipti eiga sér í stað í svefnherbergjum persónanna og eins og allir vita sem eru komnir til vits og ára gerist ýmislegt innan veggja svefnherbergisins." Guðlaug verður þessvegna dálítið bundin við svefnherbergið á næstunni en Rússland er ekki að fara neitt.
Ferðalög Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira