Syntu að barnum 31. mars 2005 00:01 Það er víst ekki í tísku lengur að skella sér í sundlaugina, taka sundsprett og hífa sig aftur upp úr lauginni til að fá sér drykk eða mat á barnum. Nú er málið að synda að barnum og flatmaga í sundlauginni á meðan svalandi drykkurinn er sötraður í sólinni. Ferðasíða msn.com hefur tekið saman tíu flottustu og bestu sundlaugarbarina sem tryggja að þú þurfir aldrei að yfirgefa laugina -- að minnsta kosti ekki í löndum þar sem hitinn ræður ríkjum á næturnar. 1. Moon Palace Golf Resort í Cancún í Mexíkó. Fjórar stjörnur Yndislegir sundlaugarbarir sem umkringdir eru pálmatrjám og sól. 2. Barcelo Bavaro Palace Resort í Punta Cana í Dóminíska lýðveldinu. Þrjár stjörnur Afskaplega vel falinn staður þar sem hægt er að fá undarlegustu drykki. Þegar barþjónninn gefur þér ananas með röri í þá veistu að þú ert víðsfjarri öllu og öllum. 3. Hard Rock hótel í Las Vegas í Bandaríkjunum. Fjórar stjörnur Á þessum þrem sundlaugarbörum er auðvitað hægt að leggja fé undir og spila fjárhættuspil á meðan "blauti" drykkurinn er sopinn. Það er líka voða auðvelt að drekkja sorgum sínum þegar peningurinn er búinn. 4. The Ritz-Carlton í Sharm El Sheikh í Egyptalandi. Fimm stjörnur 25 ekrur af sundlaugum, fossum og fallegum hellum. 5. Wyndham Rose Hall Resort í Rose Hall á Jamaíka. Fjórar stjörnur Hér er hægt að renna sér niður æsandi rennibrautir og koma niður, heill á húfi, og sötra nokkur glös af jamaísku rommi. 6. Avalon Reef Club á Isla Mujeres í Mexíkó. Fjórar stjörnur Þessi klúbbur er umkringdur Karabíska hafinu. Á þessum sundlaugarbar ræður þú hvort þú syndir að barnum til að fá þér hressingu eða kallar á þjónana sem koma syndandi til þín. 7. Omni Cancún hótel og smáhús í Cancún í Mexíkó. Fjórar stjörnur Tvær hæðir eru af sundlaugum, á annarri er sundlaugarbar, og á hinni er venjuleg sundlaug. Á þessum sundlaugarbar er meira að segja flísalagtborð í lauginni svo þú þurfir ekki að ómaka þig við að halda á glasinu þínu. 8. Negril strendur í Negril á Jamaíka. Fjórar stjörnur Tveir sundlaugarbarir og risastór strönd -- gerist það betra? 9. Marriott Casamagna í Puerto Vallarta í Mexíkó. Fjórar stjörnur Risastór sundlaug með sundlaugarbar sem selur litríka og hressandi drykki. 10. Pueblo Bonito í Mazatlán í Mexíkó. Fjórar stjörnur Þessi staður líkist helst stóru spænsku þorpi. Tveir sundlaugarbarir aðeins nokkrum skrefum frá ströndinni. Ferðalög Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Það er víst ekki í tísku lengur að skella sér í sundlaugina, taka sundsprett og hífa sig aftur upp úr lauginni til að fá sér drykk eða mat á barnum. Nú er málið að synda að barnum og flatmaga í sundlauginni á meðan svalandi drykkurinn er sötraður í sólinni. Ferðasíða msn.com hefur tekið saman tíu flottustu og bestu sundlaugarbarina sem tryggja að þú þurfir aldrei að yfirgefa laugina -- að minnsta kosti ekki í löndum þar sem hitinn ræður ríkjum á næturnar. 1. Moon Palace Golf Resort í Cancún í Mexíkó. Fjórar stjörnur Yndislegir sundlaugarbarir sem umkringdir eru pálmatrjám og sól. 2. Barcelo Bavaro Palace Resort í Punta Cana í Dóminíska lýðveldinu. Þrjár stjörnur Afskaplega vel falinn staður þar sem hægt er að fá undarlegustu drykki. Þegar barþjónninn gefur þér ananas með röri í þá veistu að þú ert víðsfjarri öllu og öllum. 3. Hard Rock hótel í Las Vegas í Bandaríkjunum. Fjórar stjörnur Á þessum þrem sundlaugarbörum er auðvitað hægt að leggja fé undir og spila fjárhættuspil á meðan "blauti" drykkurinn er sopinn. Það er líka voða auðvelt að drekkja sorgum sínum þegar peningurinn er búinn. 4. The Ritz-Carlton í Sharm El Sheikh í Egyptalandi. Fimm stjörnur 25 ekrur af sundlaugum, fossum og fallegum hellum. 5. Wyndham Rose Hall Resort í Rose Hall á Jamaíka. Fjórar stjörnur Hér er hægt að renna sér niður æsandi rennibrautir og koma niður, heill á húfi, og sötra nokkur glös af jamaísku rommi. 6. Avalon Reef Club á Isla Mujeres í Mexíkó. Fjórar stjörnur Þessi klúbbur er umkringdur Karabíska hafinu. Á þessum sundlaugarbar ræður þú hvort þú syndir að barnum til að fá þér hressingu eða kallar á þjónana sem koma syndandi til þín. 7. Omni Cancún hótel og smáhús í Cancún í Mexíkó. Fjórar stjörnur Tvær hæðir eru af sundlaugum, á annarri er sundlaugarbar, og á hinni er venjuleg sundlaug. Á þessum sundlaugarbar er meira að segja flísalagtborð í lauginni svo þú þurfir ekki að ómaka þig við að halda á glasinu þínu. 8. Negril strendur í Negril á Jamaíka. Fjórar stjörnur Tveir sundlaugarbarir og risastór strönd -- gerist það betra? 9. Marriott Casamagna í Puerto Vallarta í Mexíkó. Fjórar stjörnur Risastór sundlaug með sundlaugarbar sem selur litríka og hressandi drykki. 10. Pueblo Bonito í Mazatlán í Mexíkó. Fjórar stjörnur Þessi staður líkist helst stóru spænsku þorpi. Tveir sundlaugarbarir aðeins nokkrum skrefum frá ströndinni.
Ferðalög Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira