Mælt og borað, heflað og límt 6. apríl 2005 00:01 Unaðsleg trélykt mætir vitum þegar komið er inn í húsgagnasmíðadeildina. Þar er mælt og borað, heflað og límt, allt undir stjórn Skjaldar Vatnar verkefnisstjóra. Kvenkynið hefur yfirhöndina í deildinni því af fimm nemendum er aðeins einn strákur. Öll eru samferða í náminu, eiga eina önn eftir þegar þessi er búin. "Þetta eru 100 einingar í skóla og 72 vikur hjá meistara," útskýrir Skjöldur. Sesselja Jónsdóttir er að smíða grind að stórum tungusófa með skemli. Hún stefnir á frekara nám erlendis og þá í hönnun. "Þetta er bara stökkpallur;" segir hún. "Ég vildi kunna að meðhöndla efni og kynnast vinnuferlinu í kringum smíðina áður en lengra væri haldið." Skjöldur segir engum vandkvæðum bundið fyrir þá nemendur sem vilja halda áfram í húsgagnasmíðinni að komast að hjá meisturum þegar þessum áföngum lýkur og hann segir sviðið vítt sem við taki. "Það er svo margt sem húsgagnasmiðir gera," segir hann og telur upp. "Þeir sjá um að innrétta þjónustufyrirtæki og hafa sama rétt og húsasmiðir til að smíða stiga, glugga, hurðir og skápa. Svo fara þeir í sérsmíði og viðgerðir. Það þarf marga húsgagnasmiði til að gera við allt það sem bilar og brotnar í gámum á leiðinni til landsins. Sumir færa sig út í hljóðfærasmíði. Það er til dæmis ekki langur vegur frá stólnum sem hann Marteinn er að smíða út í smíði á gítar. "Það passar," segir Marteinn. "Ég hef smíðað gítar og hann virkar!"Skjöldur Vatnar verkefnisstjóri útlistar námið fyrir blaðamanni og kveðst vera rosalega heppinn að fá að vera innan um unga fólkið.Mynd/VilhelmKarítas Sigurbjörg Björnsdóttir og Sandra Dögg Jónsdóttir. Karítas er að smíða borðstofustól.Mynd/Vilhelm Nám Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Unaðsleg trélykt mætir vitum þegar komið er inn í húsgagnasmíðadeildina. Þar er mælt og borað, heflað og límt, allt undir stjórn Skjaldar Vatnar verkefnisstjóra. Kvenkynið hefur yfirhöndina í deildinni því af fimm nemendum er aðeins einn strákur. Öll eru samferða í náminu, eiga eina önn eftir þegar þessi er búin. "Þetta eru 100 einingar í skóla og 72 vikur hjá meistara," útskýrir Skjöldur. Sesselja Jónsdóttir er að smíða grind að stórum tungusófa með skemli. Hún stefnir á frekara nám erlendis og þá í hönnun. "Þetta er bara stökkpallur;" segir hún. "Ég vildi kunna að meðhöndla efni og kynnast vinnuferlinu í kringum smíðina áður en lengra væri haldið." Skjöldur segir engum vandkvæðum bundið fyrir þá nemendur sem vilja halda áfram í húsgagnasmíðinni að komast að hjá meisturum þegar þessum áföngum lýkur og hann segir sviðið vítt sem við taki. "Það er svo margt sem húsgagnasmiðir gera," segir hann og telur upp. "Þeir sjá um að innrétta þjónustufyrirtæki og hafa sama rétt og húsasmiðir til að smíða stiga, glugga, hurðir og skápa. Svo fara þeir í sérsmíði og viðgerðir. Það þarf marga húsgagnasmiði til að gera við allt það sem bilar og brotnar í gámum á leiðinni til landsins. Sumir færa sig út í hljóðfærasmíði. Það er til dæmis ekki langur vegur frá stólnum sem hann Marteinn er að smíða út í smíði á gítar. "Það passar," segir Marteinn. "Ég hef smíðað gítar og hann virkar!"Skjöldur Vatnar verkefnisstjóri útlistar námið fyrir blaðamanni og kveðst vera rosalega heppinn að fá að vera innan um unga fólkið.Mynd/VilhelmKarítas Sigurbjörg Björnsdóttir og Sandra Dögg Jónsdóttir. Karítas er að smíða borðstofustól.Mynd/Vilhelm
Nám Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“