Burnout Revenge staðfestur 6. apríl 2005 00:01 Hefur þú einhverntíma setið fastur í umferðarteppu og fundið reiðina byggjast upp í takt við fjölda þeirra bíla sem eru í kringum þig? Electronic Arts mun gefa þér tækifæri í september til að fá útrás fyrir þessa reiði í Burnout Revenge. Burnout Revenge gerir leikmönnum kleift að tapa sér í umferðaröngþveiti og þeyta burt öllum sunnudagsbílstjórunum í einhverjum rosalegustu árekstrarsenum sem sést hafa síðan í fyrri leiknum, Burnout 3: Takedown, sem slóg í gegn á leikjatölvurnar í fyrra. Leikurinn er gerður af Criterion Games og verður gefinn út fyrir PlayStation2 og Xbox. Burnout 3: Takedown sló í gegn um allan heim og fékk haug af verðlaunum sem besti bílaleikurinn 2004. Í leiknum verða betrum bætt Crash Mode og Road Rage, ásamt fjölda nýrra og spennandi spilunarmöguleika. Í Revenge Mode nýtir Burnout Revenge hina gríðarlegu hraðatilfinningu og ótrúlega árekstra til hins ýtrasta, þegar leikmenn, í kappi við klukkuna, þurfa að ryðjast með látum í gegnum umferðaröngþveiti. Burnout Revenge verður frumsýndur á E3 sýningunni í Los Angelese í maí næstkomandi. Geim-Fréttir Leikjavélar Leikjavísir Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Fleiri fréttir Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
Hefur þú einhverntíma setið fastur í umferðarteppu og fundið reiðina byggjast upp í takt við fjölda þeirra bíla sem eru í kringum þig? Electronic Arts mun gefa þér tækifæri í september til að fá útrás fyrir þessa reiði í Burnout Revenge. Burnout Revenge gerir leikmönnum kleift að tapa sér í umferðaröngþveiti og þeyta burt öllum sunnudagsbílstjórunum í einhverjum rosalegustu árekstrarsenum sem sést hafa síðan í fyrri leiknum, Burnout 3: Takedown, sem slóg í gegn á leikjatölvurnar í fyrra. Leikurinn er gerður af Criterion Games og verður gefinn út fyrir PlayStation2 og Xbox. Burnout 3: Takedown sló í gegn um allan heim og fékk haug af verðlaunum sem besti bílaleikurinn 2004. Í leiknum verða betrum bætt Crash Mode og Road Rage, ásamt fjölda nýrra og spennandi spilunarmöguleika. Í Revenge Mode nýtir Burnout Revenge hina gríðarlegu hraðatilfinningu og ótrúlega árekstra til hins ýtrasta, þegar leikmenn, í kappi við klukkuna, þurfa að ryðjast með látum í gegnum umferðaröngþveiti. Burnout Revenge verður frumsýndur á E3 sýningunni í Los Angelese í maí næstkomandi.
Geim-Fréttir Leikjavélar Leikjavísir Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Fleiri fréttir Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira