Mercenaries 13. október 2005 19:01 Það er ljóst að áhrif GTA leikjanna eru ótvíræð í leikjaheiminum. Það sannast enn og aftur í leiknum Mercenaries sem ber mikinn GTA keim. Leikurinn fjallar um málaliða sem þurfa takast á við öfgastjórn í Norður Kóreu sem hafa hertekið landið með áform um frekari landvinninga með kjarnorkuvopnum. Öfgastjórnin kallast “Deck of 52” því skúrkarnir sem þú eltist við eru 52 talsins. Ef þú nærð þeim á lífi þá þrengist hringurinn en ef þú nærð þeim látnum þá tekur lengri tíma að fara í gegnum stokkinn og einnig fær málaliðinn minna borgað fyrir vikið.Umgjörð Að auki þess að elta uppi “Deck of 52” fær málaliðinn heilan helling af skemmtilegum aukaverkefnum frá hinum ýmsu vinnuveitendum. Málaliðinn getur kosið að vinna fyrir Sameinaðar þjóðir, Suður-Kóreu, Mafíuna eða Kína. Þessir vinnuveitendur eru málaliðanum vinveittir svo lengi sem verkin eru unnin og málaliðinn gerir ekkert til að ergja viðkomandi því þá minnkar vináttan og getur breyst í óvinveitt ástand. Þrátt fyrir óvinveitt ástand getur málaliðinn greitt háa upphæð og komist í mjúkin aftur til að fá fleiri verkefni. Peningar eru aðalatriði fyrir málaliðann og með peningum er hægt að gera þrælskemmtilega hluti eins og kaupa farartæki, loftárásir og alls kyns vopn og birgðir sem er mjög fínt í erfiðum aðstæðum inni á bardagavellinum. Þegar líða tekur á leikinn bætist í vopnabúrið sem málaliðinn getur verslað úr.Spilun Landsvæðið í leiknum er ansi stórt og er skipt niður eftir hersetu. Málaliðinn getur dulbúið sig inni á óvinasvæðum og flakkað um óáreittur svo lengi sem hann hegðar sér eðlilega og forðist yfirmenn sem geta borið kennsl á hann. Málaliðinn getur hnuplað öllum faratækjum og hirt öll þau vopn sem hann kemst yfir en hann getur bara borið tvö vopn á sér hverju sinni. Hann getur kallað á hermenn til að manna byssurnar á farartækjum sem hann hefur hertekið ef hann óskar þess og þeir vinveittir eða mannað byssurnar sjálfur. Málaliðinn getur hnuplað þyrlum og flogið um og er það alveg frábær skemmtun. Einnig er meiriháttar að geta kallað á loftárásir með annaðhvort stórskotaliði eða frá herþotum.Grafík og hljóð Grafík og hljóðvinnsla leiksins er fín og framsetningin með því betra sem gerist, allar upplýsingar og kort af landsvæðum flæða í gegnum “PDA” tæki málaliðans sem gerir honum auðvelt fyrir að fylgjast með gangi mála í stríðinu. Tónlistin er fjölbreidd eftir hersetusvæðunum og stigmagnast þegar hasar er í aðsigi og virkar sem ágætis viðvörun. Það er mikið líf í þessum leik og alveg endalausir möguleikar í gangi til að skemmta sér við. Mercenaries býður uppá þrælskemmtilega afþreyingu fyrir alla hasarunnendur.Niðurstaða Frábær hasarleikur í anda GTA með ótal möguleikum og frjálsum aðferðum til að klára verkefni. Nútíma söguþráður sem á erindi í dag gefur honum skemmtilegt raunveruleikagildi í amstri dagsins.Vélbúnaður: Playstation 2Framleiðandi: PandemicÚtgefandi: LucasartsVefsíða: www.lucasarts.com/games/mercenaries/ Franz Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Það er ljóst að áhrif GTA leikjanna eru ótvíræð í leikjaheiminum. Það sannast enn og aftur í leiknum Mercenaries sem ber mikinn GTA keim. Leikurinn fjallar um málaliða sem þurfa takast á við öfgastjórn í Norður Kóreu sem hafa hertekið landið með áform um frekari landvinninga með kjarnorkuvopnum. Öfgastjórnin kallast “Deck of 52” því skúrkarnir sem þú eltist við eru 52 talsins. Ef þú nærð þeim á lífi þá þrengist hringurinn en ef þú nærð þeim látnum þá tekur lengri tíma að fara í gegnum stokkinn og einnig fær málaliðinn minna borgað fyrir vikið.Umgjörð Að auki þess að elta uppi “Deck of 52” fær málaliðinn heilan helling af skemmtilegum aukaverkefnum frá hinum ýmsu vinnuveitendum. Málaliðinn getur kosið að vinna fyrir Sameinaðar þjóðir, Suður-Kóreu, Mafíuna eða Kína. Þessir vinnuveitendur eru málaliðanum vinveittir svo lengi sem verkin eru unnin og málaliðinn gerir ekkert til að ergja viðkomandi því þá minnkar vináttan og getur breyst í óvinveitt ástand. Þrátt fyrir óvinveitt ástand getur málaliðinn greitt háa upphæð og komist í mjúkin aftur til að fá fleiri verkefni. Peningar eru aðalatriði fyrir málaliðann og með peningum er hægt að gera þrælskemmtilega hluti eins og kaupa farartæki, loftárásir og alls kyns vopn og birgðir sem er mjög fínt í erfiðum aðstæðum inni á bardagavellinum. Þegar líða tekur á leikinn bætist í vopnabúrið sem málaliðinn getur verslað úr.Spilun Landsvæðið í leiknum er ansi stórt og er skipt niður eftir hersetu. Málaliðinn getur dulbúið sig inni á óvinasvæðum og flakkað um óáreittur svo lengi sem hann hegðar sér eðlilega og forðist yfirmenn sem geta borið kennsl á hann. Málaliðinn getur hnuplað öllum faratækjum og hirt öll þau vopn sem hann kemst yfir en hann getur bara borið tvö vopn á sér hverju sinni. Hann getur kallað á hermenn til að manna byssurnar á farartækjum sem hann hefur hertekið ef hann óskar þess og þeir vinveittir eða mannað byssurnar sjálfur. Málaliðinn getur hnuplað þyrlum og flogið um og er það alveg frábær skemmtun. Einnig er meiriháttar að geta kallað á loftárásir með annaðhvort stórskotaliði eða frá herþotum.Grafík og hljóð Grafík og hljóðvinnsla leiksins er fín og framsetningin með því betra sem gerist, allar upplýsingar og kort af landsvæðum flæða í gegnum “PDA” tæki málaliðans sem gerir honum auðvelt fyrir að fylgjast með gangi mála í stríðinu. Tónlistin er fjölbreidd eftir hersetusvæðunum og stigmagnast þegar hasar er í aðsigi og virkar sem ágætis viðvörun. Það er mikið líf í þessum leik og alveg endalausir möguleikar í gangi til að skemmta sér við. Mercenaries býður uppá þrælskemmtilega afþreyingu fyrir alla hasarunnendur.Niðurstaða Frábær hasarleikur í anda GTA með ótal möguleikum og frjálsum aðferðum til að klára verkefni. Nútíma söguþráður sem á erindi í dag gefur honum skemmtilegt raunveruleikagildi í amstri dagsins.Vélbúnaður: Playstation 2Framleiðandi: PandemicÚtgefandi: LucasartsVefsíða: www.lucasarts.com/games/mercenaries/
Franz Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira