Rome: Total War 13. október 2005 19:01 Rómaveldið var ansi magnað eins og flestir vita og eru þeir sennilega ófáir sem hafa dreymt um að vera Sesar og hafa öll þau völd sem því fylgdi. Í Total War:Rome færðu tækifæri til þess að byggja upp veldi og er markmið leiksins að leggja undir sig allar nýlendur sem mögulegt er að leggja undir sig. Þú spilar sem annaðhvort Julii, Scipii eða Brutii veldin og hafa þeir allir mismunandi áherslur. Sem Julii þarftu að ganga frá Gaulverjum (Ástríkur og félagar), Scipii hafa tækifæri til að ganga í lið með Sikiley og ráðast svo á Carthaginian veldið og Brutii þurfa að ganga frá Grikkjum og Makedóníu mönnum. Allir hafa þó það markmið að verða stærstir og bestir. Leikurinn er langur en skemtilegur, þeir sem hafa spilað Heroes verða á kunnulegum slóðum þar sem þú færir þína menn einhverja vegalengd og byggir upp bæinn þinn, þjálfar hermenn, ákveður kaup og kjör þeirra sem búa í bænum þínum svo sem skatta og osfvr og svo gerir tölvan það sama á móti. Bardagasenurnar eru ítarlegar og þú verður að vera þraulskipulagður ef þú ætlar þér að vinna bardagann, þú þarft að stilla öllum mönnum sérstaklega upp og spila rétt úr því sem þú hefur því annars koma riddarar óvinana og ganga frá bogamönnum þínum á stundinni á meðan riddararnir þínir slaka á einhverstaðar bakvið og vita ekkert hvað er um að vera. Þú getur stoppað leikinn á meðan þú ert að stilla upp þínum mönnum og ákveðið hvernig þú ætlar þér að berjast þannig að þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að það sé verið að stúta þér á meðan þú ert að ákveða hvernig þú ætlar að stilla mönnunum upp. Þú hefur hina og þessa ráðgjafa sem leiðbeina þér í gegnum leikinn en þú ræður hvort að þú farir eftir því sem þeir segja eða ekki. Reglulega koma svo skipanir frá æðstu stöðum þar sem þú átt að leggja undir þig einhverja borg eða finna einhvern mann eða eitthvað álíka og færðu ákveðinn tíma til þess, ef þú nærð því ekki felluru í ónáð og átt í hættu á að tapa leiknum, getur verið pirrandi því stundum ákveða þeir að hætta við þegar þú ert langt kominn með verkefnið og senda þig eitthvert annað í staðinn. Grafíkin er mjög flott þegar á við, bardagarnir eru mjög flottir og þú getur farið með myndavélina alveg upp að mönnunum sem eru að berjast og líka fengið góða heildarsýn yfir allt svæðið með því að fara með myndavélina langt í burtu. Þegar þú ert að færa herinn þinn til og frá þá birtist bara einn stór kall sem labbar í rólegheitum þangað sem þú villt senda hann en sem betur fer er hægt að sleppa því að horfa á hann labba því annars tæki það hálfann daginn. Tónlistin er þægileg og skapar skemtilegt andrúmsloft, ég myndi sennilega ekki kaupa mér CD með henni en það er bara ég. Niðurstaða: Fínn leikur fyrir þá sem hafa gaman af herkænskuleikjum en fyrir þá sem vilja hraða og spennu þá er sennilega sniðugara að fara bara í Wipeout. Framleiðandi: Creative Assembly Útgefandi: Activision Vélbúnaður: PC Heimasíða: www.totalwar.com Leikjavísir Stefán Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Rómaveldið var ansi magnað eins og flestir vita og eru þeir sennilega ófáir sem hafa dreymt um að vera Sesar og hafa öll þau völd sem því fylgdi. Í Total War:Rome færðu tækifæri til þess að byggja upp veldi og er markmið leiksins að leggja undir sig allar nýlendur sem mögulegt er að leggja undir sig. Þú spilar sem annaðhvort Julii, Scipii eða Brutii veldin og hafa þeir allir mismunandi áherslur. Sem Julii þarftu að ganga frá Gaulverjum (Ástríkur og félagar), Scipii hafa tækifæri til að ganga í lið með Sikiley og ráðast svo á Carthaginian veldið og Brutii þurfa að ganga frá Grikkjum og Makedóníu mönnum. Allir hafa þó það markmið að verða stærstir og bestir. Leikurinn er langur en skemtilegur, þeir sem hafa spilað Heroes verða á kunnulegum slóðum þar sem þú færir þína menn einhverja vegalengd og byggir upp bæinn þinn, þjálfar hermenn, ákveður kaup og kjör þeirra sem búa í bænum þínum svo sem skatta og osfvr og svo gerir tölvan það sama á móti. Bardagasenurnar eru ítarlegar og þú verður að vera þraulskipulagður ef þú ætlar þér að vinna bardagann, þú þarft að stilla öllum mönnum sérstaklega upp og spila rétt úr því sem þú hefur því annars koma riddarar óvinana og ganga frá bogamönnum þínum á stundinni á meðan riddararnir þínir slaka á einhverstaðar bakvið og vita ekkert hvað er um að vera. Þú getur stoppað leikinn á meðan þú ert að stilla upp þínum mönnum og ákveðið hvernig þú ætlar þér að berjast þannig að þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að það sé verið að stúta þér á meðan þú ert að ákveða hvernig þú ætlar að stilla mönnunum upp. Þú hefur hina og þessa ráðgjafa sem leiðbeina þér í gegnum leikinn en þú ræður hvort að þú farir eftir því sem þeir segja eða ekki. Reglulega koma svo skipanir frá æðstu stöðum þar sem þú átt að leggja undir þig einhverja borg eða finna einhvern mann eða eitthvað álíka og færðu ákveðinn tíma til þess, ef þú nærð því ekki felluru í ónáð og átt í hættu á að tapa leiknum, getur verið pirrandi því stundum ákveða þeir að hætta við þegar þú ert langt kominn með verkefnið og senda þig eitthvert annað í staðinn. Grafíkin er mjög flott þegar á við, bardagarnir eru mjög flottir og þú getur farið með myndavélina alveg upp að mönnunum sem eru að berjast og líka fengið góða heildarsýn yfir allt svæðið með því að fara með myndavélina langt í burtu. Þegar þú ert að færa herinn þinn til og frá þá birtist bara einn stór kall sem labbar í rólegheitum þangað sem þú villt senda hann en sem betur fer er hægt að sleppa því að horfa á hann labba því annars tæki það hálfann daginn. Tónlistin er þægileg og skapar skemtilegt andrúmsloft, ég myndi sennilega ekki kaupa mér CD með henni en það er bara ég. Niðurstaða: Fínn leikur fyrir þá sem hafa gaman af herkænskuleikjum en fyrir þá sem vilja hraða og spennu þá er sennilega sniðugara að fara bara í Wipeout. Framleiðandi: Creative Assembly Útgefandi: Activision Vélbúnaður: PC Heimasíða: www.totalwar.com
Leikjavísir Stefán Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira