Ratchet snýr aftur, með aukahluti. 15. apríl 2005 00:01 Insomniac Games, sem hafa skapað sér stórt nafn í tölvuleikjaiðnaðinum með Ratchet & Clank leikjunum, hafa tilkynnt útkomu 4. leiksins í þessari seríu, sem áætlað er að komi á markað í haust. Mun sá leikur bera titilinn: Ratchet: Deadlocked. Í þessum leik lendir tvíeykið góðkunna aldeilis í klandri, þegar þeim er rænt af fjölmiðlakonunginum Gleeman Vox, sem neyðir þá til að taka þátt í raunveruleikaþættinum sínum, Dreadzone. Eins og nafnið gefur til kynna er þetta ekki mjög léttlyndur þáttur, enda er hann byggður upp á sama hátt og Hringleikarnir í Róm til forna. Ratchet er látinn standa í hraðfleygum bardögum við mannvíga róbóta, sem hafa engan annan tilgang en að eyða honum af yfirborði jarðarinnar. Því miður, þá mun Ratchet ekki njóta aðstoðar Clanks í þetta skiptið, vegna þess að þegar þeim er rænt eru þeir teknir í sundur og geymdir á sitthvorum staðnum. Hann mun samt geta haft samband við Clank í gegnum talstöð, og þannig getur Clank leiðbeint honum þótt hann muni aldrei geta stigið inn í hasarinn til að hjálpa vini sínum. Strákarnir hjá Insomniac hafa lýst því yfir að þessi nýja viðbót muni breyta nokkuð til, og mun þessi útgáfa vera í dekkri viðfangsefnum heldur en hinir fyrri. Þeir neita því samt að þeir séu að hverfa frá þeim frábæra og létta húmor sem hefur einkennt Ratchet & Clank leikina hingað til, heldur segjast þeir aðeins vera að “stækka markhópinn”. Það sem þeir hafa birt úr leiknum er ennþá bara gróf vinna, og er á engan hátt nálægt því sem leikurinn mun bjóða upp á þegar hann er fullkláraður, en það sýnir hinsvegar vel hvernig hin nýja stefna mun líta út. Umhverfin eru dekkri, og leikurinn er á flestan hátt dekkri og grófari. Þetta eru svo sannarlega góðar fréttir fyrir alla aðdáendur góðra Platform leikja, og biðin mun ekki verða löng, því búist er við að leikurinn komi út næsta haust. Árni Pétur Geim-Fréttir Leikjavélar Leikjavísir Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Fleiri fréttir Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Insomniac Games, sem hafa skapað sér stórt nafn í tölvuleikjaiðnaðinum með Ratchet & Clank leikjunum, hafa tilkynnt útkomu 4. leiksins í þessari seríu, sem áætlað er að komi á markað í haust. Mun sá leikur bera titilinn: Ratchet: Deadlocked. Í þessum leik lendir tvíeykið góðkunna aldeilis í klandri, þegar þeim er rænt af fjölmiðlakonunginum Gleeman Vox, sem neyðir þá til að taka þátt í raunveruleikaþættinum sínum, Dreadzone. Eins og nafnið gefur til kynna er þetta ekki mjög léttlyndur þáttur, enda er hann byggður upp á sama hátt og Hringleikarnir í Róm til forna. Ratchet er látinn standa í hraðfleygum bardögum við mannvíga róbóta, sem hafa engan annan tilgang en að eyða honum af yfirborði jarðarinnar. Því miður, þá mun Ratchet ekki njóta aðstoðar Clanks í þetta skiptið, vegna þess að þegar þeim er rænt eru þeir teknir í sundur og geymdir á sitthvorum staðnum. Hann mun samt geta haft samband við Clank í gegnum talstöð, og þannig getur Clank leiðbeint honum þótt hann muni aldrei geta stigið inn í hasarinn til að hjálpa vini sínum. Strákarnir hjá Insomniac hafa lýst því yfir að þessi nýja viðbót muni breyta nokkuð til, og mun þessi útgáfa vera í dekkri viðfangsefnum heldur en hinir fyrri. Þeir neita því samt að þeir séu að hverfa frá þeim frábæra og létta húmor sem hefur einkennt Ratchet & Clank leikina hingað til, heldur segjast þeir aðeins vera að “stækka markhópinn”. Það sem þeir hafa birt úr leiknum er ennþá bara gróf vinna, og er á engan hátt nálægt því sem leikurinn mun bjóða upp á þegar hann er fullkláraður, en það sýnir hinsvegar vel hvernig hin nýja stefna mun líta út. Umhverfin eru dekkri, og leikurinn er á flestan hátt dekkri og grófari. Þetta eru svo sannarlega góðar fréttir fyrir alla aðdáendur góðra Platform leikja, og biðin mun ekki verða löng, því búist er við að leikurinn komi út næsta haust.
Árni Pétur Geim-Fréttir Leikjavélar Leikjavísir Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Fleiri fréttir Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira