Blendingsbílar í stað bensínháka 17. apríl 2005 00:01 Tryllitæki sem bensínið rennur í gegnum hafa löngum verið vinsæl í Bandaríkjunum, en ekki lengur. Himinhátt bensínverð segir til sín þó að Bandaríkjamenn borgi margfalt lægra verð en Íslendingar. Bensínlítrinn kostar um hundrað krónur víðast hvar hér á landi en í Bandaríkjunum borga neytendur um 37 krónur og finnst það rán um hábjartan dag. Það kemur því ekki á óvart að bílasala hafi snarminnkað og að helstu bílaframleiðendur Bandaríkjanna geti ekki komið bensínhákunum sínum út. Það gildir þó ekki um alla bíla. Japanskir framleiðendur, sem framleiða blendingsbíla, gera það gott. Blendingsbílar eru með bæði rafmótor og bensínvél, eyða minna bensíni og eru sagðir mun umhverfisvænni. Brad Berman, ritstjóri Hybrid, segir að almenningur í Bandaríkjunum kikni í hnjánum þegar hann þurfi að borga meira við dæluna. Hann fari að hugsa um hvernig draga megi úr kostnaði og þá sé rökrétt að hugleiða blendingsbíl. Á síðasta ári voru seldir 88 þúsund blendingsbílar í Bandaríkjunum og framleiðendur gera ráð fyrir að helmingi fleiri verði seldir í ár. Japanskir framleiðendur græða en þeir bandarísku eru í vandræðum. Sérfræðingar þeirra töldu víst að almenningur vildi tröllajeppa og skriðdreka á hjólum. Salan hjá þeim hefur því hrapað á undanförnum mánuðum. Salan hjá General Motors hefur minnkað um tíu prósent undanfarna tvo mánuði og hjá Ford hefur salan dregist saman í hverjum mánuði í heil tvö ár. Bermann segir að bæði fyrirtæki verði að elta hin fyrirtækin uppi því þeir hafi misst af lestinni. Bílar Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Tryllitæki sem bensínið rennur í gegnum hafa löngum verið vinsæl í Bandaríkjunum, en ekki lengur. Himinhátt bensínverð segir til sín þó að Bandaríkjamenn borgi margfalt lægra verð en Íslendingar. Bensínlítrinn kostar um hundrað krónur víðast hvar hér á landi en í Bandaríkjunum borga neytendur um 37 krónur og finnst það rán um hábjartan dag. Það kemur því ekki á óvart að bílasala hafi snarminnkað og að helstu bílaframleiðendur Bandaríkjanna geti ekki komið bensínhákunum sínum út. Það gildir þó ekki um alla bíla. Japanskir framleiðendur, sem framleiða blendingsbíla, gera það gott. Blendingsbílar eru með bæði rafmótor og bensínvél, eyða minna bensíni og eru sagðir mun umhverfisvænni. Brad Berman, ritstjóri Hybrid, segir að almenningur í Bandaríkjunum kikni í hnjánum þegar hann þurfi að borga meira við dæluna. Hann fari að hugsa um hvernig draga megi úr kostnaði og þá sé rökrétt að hugleiða blendingsbíl. Á síðasta ári voru seldir 88 þúsund blendingsbílar í Bandaríkjunum og framleiðendur gera ráð fyrir að helmingi fleiri verði seldir í ár. Japanskir framleiðendur græða en þeir bandarísku eru í vandræðum. Sérfræðingar þeirra töldu víst að almenningur vildi tröllajeppa og skriðdreka á hjólum. Salan hjá þeim hefur því hrapað á undanförnum mánuðum. Salan hjá General Motors hefur minnkað um tíu prósent undanfarna tvo mánuði og hjá Ford hefur salan dregist saman í hverjum mánuði í heil tvö ár. Bermann segir að bæði fyrirtæki verði að elta hin fyrirtækin uppi því þeir hafi misst af lestinni.
Bílar Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira