Förðun og frami að námi loknu 20. apríl 2005 00:01 "Ég er nýbúin að ljúka við að farða fyrir þættina Allt í drasli og svo starfa ég við Ávaxtakörfuna," segir Linda Jóhannsdóttir á meðan hún dregur fram penslasettið, en við nám í förðun skiptir öllu máli að eiga gott safn af penslum en grunnsett fylgir með náminu. "Ég hef fengið heilmörg skemmtileg tækifæri eftir að ég útskrifaðist meðal annars við auglýsingar, danssýningar og fleira," segir Linda og hún tekur fram að námið hafi gert hana fullfæra um að starfa við fagið. "Ég var mjög ánægð með námið og það var mun meira en ég reiknaði með," segir Linda og tekur til við að farða módel sem hefur komið sér fyrir í förðunarstólnum hjá henni. Eva Natalja Róbertsdóttir, sem einnig stendur við stólinn og farðar módelið, er enn í framhaldsnáminu en tekur undir orð Lindu. "Það sem ég kann einna best við skólann er hvað hann er persónulegur og að það sé hugsað um hvern og einn nemenda og okkur er leiðbeint sem einstaklingum en ekki hóp," segir Eva Natalja en Emm school of makeup er eini skólinn á Íslandi sem býður upp á framhaldsnám í förðun á eftir grunnnámi og er þar leitast við að draga fram áhuga og hæfileika hvers og eins. Linda kinkar kolli og bætir við að það sé ekki bara verið að kenna þeim að farða heldur er þeim kennt inn á iðnaðinn og hvernig eigi að fylgjast með nýjustu tískustraumum. Stúlkurnar láta sig báðar dreyma um framhaldsnám en Lindu langar að verða stílisti á meðan Evu Natalju langar til að læra kvikmyndaförðun. "Námið í skólanum er heilmikið og mikið er um heimavinnu auk þess sem við vinnum lokaverkefni, en báðar höfum við lært mjög mikið og byggt góðan grunn fyrir frekari nám," segja þær stöllur og leggja lokahönd á að farða módelið af mikilli fagmennsku. Nám Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Sjá meira
"Ég er nýbúin að ljúka við að farða fyrir þættina Allt í drasli og svo starfa ég við Ávaxtakörfuna," segir Linda Jóhannsdóttir á meðan hún dregur fram penslasettið, en við nám í förðun skiptir öllu máli að eiga gott safn af penslum en grunnsett fylgir með náminu. "Ég hef fengið heilmörg skemmtileg tækifæri eftir að ég útskrifaðist meðal annars við auglýsingar, danssýningar og fleira," segir Linda og hún tekur fram að námið hafi gert hana fullfæra um að starfa við fagið. "Ég var mjög ánægð með námið og það var mun meira en ég reiknaði með," segir Linda og tekur til við að farða módel sem hefur komið sér fyrir í förðunarstólnum hjá henni. Eva Natalja Róbertsdóttir, sem einnig stendur við stólinn og farðar módelið, er enn í framhaldsnáminu en tekur undir orð Lindu. "Það sem ég kann einna best við skólann er hvað hann er persónulegur og að það sé hugsað um hvern og einn nemenda og okkur er leiðbeint sem einstaklingum en ekki hóp," segir Eva Natalja en Emm school of makeup er eini skólinn á Íslandi sem býður upp á framhaldsnám í förðun á eftir grunnnámi og er þar leitast við að draga fram áhuga og hæfileika hvers og eins. Linda kinkar kolli og bætir við að það sé ekki bara verið að kenna þeim að farða heldur er þeim kennt inn á iðnaðinn og hvernig eigi að fylgjast með nýjustu tískustraumum. Stúlkurnar láta sig báðar dreyma um framhaldsnám en Lindu langar að verða stílisti á meðan Evu Natalju langar til að læra kvikmyndaförðun. "Námið í skólanum er heilmikið og mikið er um heimavinnu auk þess sem við vinnum lokaverkefni, en báðar höfum við lært mjög mikið og byggt góðan grunn fyrir frekari nám," segja þær stöllur og leggja lokahönd á að farða módelið af mikilli fagmennsku.
Nám Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Sjá meira