Uppáhaldspeysan alltaf jafn flott 20. apríl 2005 00:01 Anna Bryndís Blöndal, fyrirliði Stjörnunnar í handbolta, er ekki mikil tískufrík og á í mestu vandræðum með að finna uppáhaldsflíkina sína. "Ég fann uppáhaldsflíkina mína eftir mikla umhugsun en það er peysa sem ég keypti fyrir tveim árum á Kanaríeyjum. Þetta er svört bómullarpeysa með svörtum og hvítum prjónuðum kraga sem nær alveg niður á axlir. Ég sá hana í verslun og féll fyrir henni strax. Mér finnst hún frábær. Alltaf þegar ég fer í hana þá finnst mér hún jafn flott en ég nota hana reyndar ekkert voðalega mikið," segir Anna. "Sumir myndu kannski nota þessa peysu hversdagslega en ég er frekar venjuleg týpa þannig að ég nota hana frekar við fínni tilefni," segir Anna en peysan var auðvitað hræódýr á Kanarí. "Já, hún kostaði skít á kanil." Anna viðurkennir fúslega að hún er ekkert tískufrík. "Ég spái alltof lítið í föt og þess háttar. Ég ætla mér samt að verða pæja einhvern daginn. Ég fer bara alltaf í gallabuxur og einhverja boli og flíspeysur eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég klæði mig kannski upp þegar ég fer í Smáralind og reyni að mála mig ef maður skyldi nú rekast á einhvern," segir Anna og hlær dátt. Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Anna Bryndís Blöndal, fyrirliði Stjörnunnar í handbolta, er ekki mikil tískufrík og á í mestu vandræðum með að finna uppáhaldsflíkina sína. "Ég fann uppáhaldsflíkina mína eftir mikla umhugsun en það er peysa sem ég keypti fyrir tveim árum á Kanaríeyjum. Þetta er svört bómullarpeysa með svörtum og hvítum prjónuðum kraga sem nær alveg niður á axlir. Ég sá hana í verslun og féll fyrir henni strax. Mér finnst hún frábær. Alltaf þegar ég fer í hana þá finnst mér hún jafn flott en ég nota hana reyndar ekkert voðalega mikið," segir Anna. "Sumir myndu kannski nota þessa peysu hversdagslega en ég er frekar venjuleg týpa þannig að ég nota hana frekar við fínni tilefni," segir Anna en peysan var auðvitað hræódýr á Kanarí. "Já, hún kostaði skít á kanil." Anna viðurkennir fúslega að hún er ekkert tískufrík. "Ég spái alltof lítið í föt og þess háttar. Ég ætla mér samt að verða pæja einhvern daginn. Ég fer bara alltaf í gallabuxur og einhverja boli og flíspeysur eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég klæði mig kannski upp þegar ég fer í Smáralind og reyni að mála mig ef maður skyldi nú rekast á einhvern," segir Anna og hlær dátt.
Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira