Uppáhaldspeysan alltaf jafn flott 20. apríl 2005 00:01 Anna Bryndís Blöndal, fyrirliði Stjörnunnar í handbolta, er ekki mikil tískufrík og á í mestu vandræðum með að finna uppáhaldsflíkina sína. "Ég fann uppáhaldsflíkina mína eftir mikla umhugsun en það er peysa sem ég keypti fyrir tveim árum á Kanaríeyjum. Þetta er svört bómullarpeysa með svörtum og hvítum prjónuðum kraga sem nær alveg niður á axlir. Ég sá hana í verslun og féll fyrir henni strax. Mér finnst hún frábær. Alltaf þegar ég fer í hana þá finnst mér hún jafn flott en ég nota hana reyndar ekkert voðalega mikið," segir Anna. "Sumir myndu kannski nota þessa peysu hversdagslega en ég er frekar venjuleg týpa þannig að ég nota hana frekar við fínni tilefni," segir Anna en peysan var auðvitað hræódýr á Kanarí. "Já, hún kostaði skít á kanil." Anna viðurkennir fúslega að hún er ekkert tískufrík. "Ég spái alltof lítið í föt og þess háttar. Ég ætla mér samt að verða pæja einhvern daginn. Ég fer bara alltaf í gallabuxur og einhverja boli og flíspeysur eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég klæði mig kannski upp þegar ég fer í Smáralind og reyni að mála mig ef maður skyldi nú rekast á einhvern," segir Anna og hlær dátt. Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir Þau allra nettustu á Met Gala Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
Anna Bryndís Blöndal, fyrirliði Stjörnunnar í handbolta, er ekki mikil tískufrík og á í mestu vandræðum með að finna uppáhaldsflíkina sína. "Ég fann uppáhaldsflíkina mína eftir mikla umhugsun en það er peysa sem ég keypti fyrir tveim árum á Kanaríeyjum. Þetta er svört bómullarpeysa með svörtum og hvítum prjónuðum kraga sem nær alveg niður á axlir. Ég sá hana í verslun og féll fyrir henni strax. Mér finnst hún frábær. Alltaf þegar ég fer í hana þá finnst mér hún jafn flott en ég nota hana reyndar ekkert voðalega mikið," segir Anna. "Sumir myndu kannski nota þessa peysu hversdagslega en ég er frekar venjuleg týpa þannig að ég nota hana frekar við fínni tilefni," segir Anna en peysan var auðvitað hræódýr á Kanarí. "Já, hún kostaði skít á kanil." Anna viðurkennir fúslega að hún er ekkert tískufrík. "Ég spái alltof lítið í föt og þess háttar. Ég ætla mér samt að verða pæja einhvern daginn. Ég fer bara alltaf í gallabuxur og einhverja boli og flíspeysur eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég klæði mig kannski upp þegar ég fer í Smáralind og reyni að mála mig ef maður skyldi nú rekast á einhvern," segir Anna og hlær dátt.
Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir Þau allra nettustu á Met Gala Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira