Gaman að flytja hesta 25. apríl 2005 00:01 Kristbjörg Eyvindsdóttir í Auðsholtshjáleigu í Ölfusi er hestakona af lífi og sál og hefur áratuga þjónustu í útflutningi hesta. Kristbjörg og eiginmaður hennar, Gunnar Arnarson voru meðal frumkvöðla að því að senda hross út með flugvélum, ýmist í gámum með annarri frakt eða einstökum vélum. "Til Norðurlandanna fara yfirleitt um 80 hross í hverri sendingu og þá er ekkert annað flutt í þeirri vél," segir Kristbjörg og nefnir Billund í Danmörku og Norköping í Svíþjóð sem helstu flughafnir. Hún segir flogið með hesta í reglulegu fraktflugi til Lúxemburgar, möguleiki sé að opnast á slíkum flutningum til Liege í Belgíu en til New York þurfi að safna í sendingar, að lágmarki átta hrossum. En hvernig skyldi hestunum líða þegar langferðin nálgast? "Þeir eru bara rólegir," segir Kristbjörg. "Þetta eru hópdýr og íslenski hesturinn er taugasterkur." Hún segir hrossin ýmist tamin eða ótamin þegar þau fari úr landi og telur að sum mættu vera ögn veraldarvanari. "Það væri óneitanlega til bóta, bæði fyrir hrossin sjálf og þá sem meðhöndla þau, ef þau væru mannvön og taumvön," segir hestakonan og nefnir að hrossin þurfi að undirgangast dýralæknaskoðanir báðum megin hafs. Ýmiss konar vafstur er í kringum útflutninginn. Það þarf að safna upplýsingum, pappírum og gögnum, sækja hrossin vítt og breitt um landið og koma þeim fyrir hér á höfuðborgarsvæðinu til frekari skoðunar. Gefinn er út hestapassi sem dýralæknar fylla út og fullt af öðrum pappírum þarf að fylgja hrossinu úr landi. Ekki segir Kristbjörg hrossin fá að éta á leiðinni enda sé þeim gefið vel áður en þau leggi upp. Hún telur þau yfirleitt þola flutninginn vel enda séu þau oft komin undir hnakk úti eftir stuttan tíma. "Þetta eru stólpagripir sem eru sjálfum sér og landinu til sóma," segir hún og klappar klárunum blíðlega. Atvinna Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Kristbjörg Eyvindsdóttir í Auðsholtshjáleigu í Ölfusi er hestakona af lífi og sál og hefur áratuga þjónustu í útflutningi hesta. Kristbjörg og eiginmaður hennar, Gunnar Arnarson voru meðal frumkvöðla að því að senda hross út með flugvélum, ýmist í gámum með annarri frakt eða einstökum vélum. "Til Norðurlandanna fara yfirleitt um 80 hross í hverri sendingu og þá er ekkert annað flutt í þeirri vél," segir Kristbjörg og nefnir Billund í Danmörku og Norköping í Svíþjóð sem helstu flughafnir. Hún segir flogið með hesta í reglulegu fraktflugi til Lúxemburgar, möguleiki sé að opnast á slíkum flutningum til Liege í Belgíu en til New York þurfi að safna í sendingar, að lágmarki átta hrossum. En hvernig skyldi hestunum líða þegar langferðin nálgast? "Þeir eru bara rólegir," segir Kristbjörg. "Þetta eru hópdýr og íslenski hesturinn er taugasterkur." Hún segir hrossin ýmist tamin eða ótamin þegar þau fari úr landi og telur að sum mættu vera ögn veraldarvanari. "Það væri óneitanlega til bóta, bæði fyrir hrossin sjálf og þá sem meðhöndla þau, ef þau væru mannvön og taumvön," segir hestakonan og nefnir að hrossin þurfi að undirgangast dýralæknaskoðanir báðum megin hafs. Ýmiss konar vafstur er í kringum útflutninginn. Það þarf að safna upplýsingum, pappírum og gögnum, sækja hrossin vítt og breitt um landið og koma þeim fyrir hér á höfuðborgarsvæðinu til frekari skoðunar. Gefinn er út hestapassi sem dýralæknar fylla út og fullt af öðrum pappírum þarf að fylgja hrossinu úr landi. Ekki segir Kristbjörg hrossin fá að éta á leiðinni enda sé þeim gefið vel áður en þau leggi upp. Hún telur þau yfirleitt þola flutninginn vel enda séu þau oft komin undir hnakk úti eftir stuttan tíma. "Þetta eru stólpagripir sem eru sjálfum sér og landinu til sóma," segir hún og klappar klárunum blíðlega.
Atvinna Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira