Góðir hálsar sungu í samveru 27. apríl 2005 00:01 Stefanía Aradóttir í Árgerði er einn af 56 nemendum Húsabakkaskóla í Svarfaðardal, að leikskólabörnum meðtöldum. Í gær gerðu nemendur sér dagamun, voru í samveru á sal, héldu upp á afmæli allra aprílbarna og gistu svo í skólanum. "Það er alltaf svona hátíð einu sinni í mánuði í bekknum, þá förum við út í lítinn sal í félagsheimilinu Rimum og stundum syngjum við, það er kallað "söngur á sal" en nú var "samvera á sal". Þá söng kórinn Góðir hálsar og ég er í honum og svo lásu krakkar úr 7. og 8. bekk upp. Við vorum að halda upp á bókadaginn. Svo var kaffiveisla til að fagna öllum afmælunum í apríl, meðal annars mínu því ég átti afmæli þann 18. Svo fengum við að gista. Það er alltaf gistidagur einu sinni í mánuði en aðra daga förum við heim klukkan hálf tvö." -En er nóg af rúmum eða liggið þið í flatsæng á gólfunum? "Það er gist í rúmum því einu sinni voru krakkarnir hér í heimavist. Þá dvöldu þau hér í hálfan mánuð og voru svo heima í hálfan mánuð og stunduðu heimanám. Þess vegna er vist uppi á efstu hæð og í öðru húsi við hliðina." -Eru vorprófin byrjuð í Húsabakkaskóla? "Ég veit ekki hvenær þau byrja en ég var í náttúrufræðiprófi á mánudaginn og er að fara á föstudaginn í kristinfræðipróf." -Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? "Það eru smíðar, hannyrðir og íþróttir. Við erum nýbyrjuð að læra að sauma á saumavél í hannyrðatímunum. Það er mjög gaman," segir Stefanía, sem er í fjórða bekk skólans. Nám Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Stefanía Aradóttir í Árgerði er einn af 56 nemendum Húsabakkaskóla í Svarfaðardal, að leikskólabörnum meðtöldum. Í gær gerðu nemendur sér dagamun, voru í samveru á sal, héldu upp á afmæli allra aprílbarna og gistu svo í skólanum. "Það er alltaf svona hátíð einu sinni í mánuði í bekknum, þá förum við út í lítinn sal í félagsheimilinu Rimum og stundum syngjum við, það er kallað "söngur á sal" en nú var "samvera á sal". Þá söng kórinn Góðir hálsar og ég er í honum og svo lásu krakkar úr 7. og 8. bekk upp. Við vorum að halda upp á bókadaginn. Svo var kaffiveisla til að fagna öllum afmælunum í apríl, meðal annars mínu því ég átti afmæli þann 18. Svo fengum við að gista. Það er alltaf gistidagur einu sinni í mánuði en aðra daga förum við heim klukkan hálf tvö." -En er nóg af rúmum eða liggið þið í flatsæng á gólfunum? "Það er gist í rúmum því einu sinni voru krakkarnir hér í heimavist. Þá dvöldu þau hér í hálfan mánuð og voru svo heima í hálfan mánuð og stunduðu heimanám. Þess vegna er vist uppi á efstu hæð og í öðru húsi við hliðina." -Eru vorprófin byrjuð í Húsabakkaskóla? "Ég veit ekki hvenær þau byrja en ég var í náttúrufræðiprófi á mánudaginn og er að fara á föstudaginn í kristinfræðipróf." -Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? "Það eru smíðar, hannyrðir og íþróttir. Við erum nýbyrjuð að læra að sauma á saumavél í hannyrðatímunum. Það er mjög gaman," segir Stefanía, sem er í fjórða bekk skólans.
Nám Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira