Dómsvald og fjölmiðlar 1. maí 2005 00:01 Síðastliðinn fimmtudag dæmdi Hæstiréttur karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að berja eiginkonu sína. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að árásin hafi verið alvarleg og að árásarmaðurinn eigi sér engar málsbætur. Ekki var einhugur um þessi málalok í réttinum því Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari skilaði séráliti. Jón Steinar tekur þar undir forsendur dómsins en þrátt fyrir það vill hann milda dóminn yfir árásarmanninum og telur hæfilega refsingu vera 30 daga skilorðsbundið fangelsi. Burtséð frá því hvað hægt er að segja um 30 daga eða þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir að berja eiginkonu sína er athyglisvert að skoða rökstuðning Jóns Steinars fyrir því af hverju hann telur árásarmanninn eiga skilinn mildari dóm en kollegar hans felldu í Hæstarétti. "Fallast má á með ákærða að opinber umfjöllun um brot hans, þar sem meðal annars var birt mynd af honum undir nafni, hafi verið einhliða og ósanngjörn og til þess fallin að valda honum þjáningum og skaða," segir Jón Steinar í séráliti sínu. Það er sem sagt fjölmiðlaumfjöllun um málið sem á að koma manninum til refsilækkunar. Þarna er Jón Steinar kominn út á hálan ís, svo ekki sé meira sagt. En segjum sem svo að þetta sé viðmið sem íslenskir dómstólar eigi að taka upp í dómum sínum. Hvaða forsendur eiga þeir þá að gefa sér þegar mælistika er lögð á opinbera umfjöllun? Er það fjöldi ljósmynda sem birtast af sakborningi? Hversu margir dálksentimetrar eru skrifaðir og hversu margar mínútur eru lagðar undir mál hans í ljósvakamiðlunum? Og bíðum við, það hlýtur líka að verða að taka tillit til útbreiðslu fjölmiðlanna, lestrar þeirra og áhorfs. Vill Jón Steinar að dómstólar styðjist við kannanir Gallups á þeim þáttum svo hægt sé að meta til hversu margra fréttaflutningurinn náði og þar með hversu stóran afslátt eigi að gefa sakborningi af refsingunni? Nei, fjölmiðlar eru ekki dómstólar og umfjöllun þeirra getur ekki verið refsing. Fjölmiðlar segja fréttir og þeim fylgja gjarnan ljósmyndir og nöfn. Það er hins vegar sígilt viðfangs- og umræðuefni hvenær skuli sleppa því að nafngreina og birta myndir af sakamönnum. Um það mál verður aldrei fest niður ein skoðun. Í veröld Jóns Steinars gæti klókur verjandi búið svo um hnútana að ljósmynd af skjólstæðingi hans birtist í tiltölulega lítið útbreiddu dagblaði og það yrði sakamanninum til refsilækkunar. Besta dæmið um hversu sérálit Jóns Steinars er undarlegt er að sama dag og Hæstiréttur úrskurðaði í máli mannsins sem barði konuna sína og hann vill milda yfir refsingu, féllu dómar í réttinum í þremur öðrum málum sem fengu mun meiri fjölmiðlaumfjöllun. Í engu tilfelli var minnst á refsilækkun af þeim sökum. Ekki í máli handrukkarans sem fékk þriggja ára dóm, né í Landssímamálinu, eða í máli þeirra algjörlega óþekktu manna sem léku aðalhlutverk í líkfundarmálinu en eru nú orðnir þjóðþekktir. Man einhver eftir þessari einu mynd sem birtist í DV af manninum sem barði konuna sína? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Jón Kaldal Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun
Síðastliðinn fimmtudag dæmdi Hæstiréttur karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að berja eiginkonu sína. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að árásin hafi verið alvarleg og að árásarmaðurinn eigi sér engar málsbætur. Ekki var einhugur um þessi málalok í réttinum því Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari skilaði séráliti. Jón Steinar tekur þar undir forsendur dómsins en þrátt fyrir það vill hann milda dóminn yfir árásarmanninum og telur hæfilega refsingu vera 30 daga skilorðsbundið fangelsi. Burtséð frá því hvað hægt er að segja um 30 daga eða þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir að berja eiginkonu sína er athyglisvert að skoða rökstuðning Jóns Steinars fyrir því af hverju hann telur árásarmanninn eiga skilinn mildari dóm en kollegar hans felldu í Hæstarétti. "Fallast má á með ákærða að opinber umfjöllun um brot hans, þar sem meðal annars var birt mynd af honum undir nafni, hafi verið einhliða og ósanngjörn og til þess fallin að valda honum þjáningum og skaða," segir Jón Steinar í séráliti sínu. Það er sem sagt fjölmiðlaumfjöllun um málið sem á að koma manninum til refsilækkunar. Þarna er Jón Steinar kominn út á hálan ís, svo ekki sé meira sagt. En segjum sem svo að þetta sé viðmið sem íslenskir dómstólar eigi að taka upp í dómum sínum. Hvaða forsendur eiga þeir þá að gefa sér þegar mælistika er lögð á opinbera umfjöllun? Er það fjöldi ljósmynda sem birtast af sakborningi? Hversu margir dálksentimetrar eru skrifaðir og hversu margar mínútur eru lagðar undir mál hans í ljósvakamiðlunum? Og bíðum við, það hlýtur líka að verða að taka tillit til útbreiðslu fjölmiðlanna, lestrar þeirra og áhorfs. Vill Jón Steinar að dómstólar styðjist við kannanir Gallups á þeim þáttum svo hægt sé að meta til hversu margra fréttaflutningurinn náði og þar með hversu stóran afslátt eigi að gefa sakborningi af refsingunni? Nei, fjölmiðlar eru ekki dómstólar og umfjöllun þeirra getur ekki verið refsing. Fjölmiðlar segja fréttir og þeim fylgja gjarnan ljósmyndir og nöfn. Það er hins vegar sígilt viðfangs- og umræðuefni hvenær skuli sleppa því að nafngreina og birta myndir af sakamönnum. Um það mál verður aldrei fest niður ein skoðun. Í veröld Jóns Steinars gæti klókur verjandi búið svo um hnútana að ljósmynd af skjólstæðingi hans birtist í tiltölulega lítið útbreiddu dagblaði og það yrði sakamanninum til refsilækkunar. Besta dæmið um hversu sérálit Jóns Steinars er undarlegt er að sama dag og Hæstiréttur úrskurðaði í máli mannsins sem barði konuna sína og hann vill milda yfir refsingu, féllu dómar í réttinum í þremur öðrum málum sem fengu mun meiri fjölmiðlaumfjöllun. Í engu tilfelli var minnst á refsilækkun af þeim sökum. Ekki í máli handrukkarans sem fékk þriggja ára dóm, né í Landssímamálinu, eða í máli þeirra algjörlega óþekktu manna sem léku aðalhlutverk í líkfundarmálinu en eru nú orðnir þjóðþekktir. Man einhver eftir þessari einu mynd sem birtist í DV af manninum sem barði konuna sína?
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun