Handsaumar stúdentshúfur 11. maí 2005 00:01 "Fjölskyldan sameinast um að leysa verkefni á álagstímum eins og þessum. Eiginkonur, frænkur, börn og systur hjálpast að. Þetta er eintóm handavinna og hún skellur á á nokkrum vikum, því þó við förum í flesta skólana að skrá niður pantanir og taka mál af höfðum stúdentsefna þá koma alltaf pantanir á síðustu stundu," segir Pétur Eyfeld yngri. Reyndar kveðst hann byrja að undirbúa vorið strax í ágúst með því að panta húfuefnið og reikna út fjöldann. "Svo þarf ekki nema eitt verkfall í skólunum til að rugla allt og það hefur líka áhrif á útskriftina næsta ár á eftir," segir hann brosandi. Alltaf eru svo einhverjir á móti því að setja upp húfur. "Á hippatímabilinu vildi fólk ekki einu sinni fara í sparifötin þegar það útskrifaðist, hvað þá setja upp húfu," rifjar Pétur upp. "En nú er komin meiri hefð fyrir þeim." Pétur er sonur þess Péturs J. Eyfeld sem stofnaði fyrirtækið árið 1954. Hann telur stúdentshúfurnar hafa verið framleiddar hér á landi í yfir hundrað ár og með þessu sama lagi síðan 1914. Alls staðar á Norðurlöndunum eru þær svipaðar í útliti, að hans sögn, en okkar afbrigðilegar að því leyti að hvíti kollurinn er laus. Ekki kveðst Pétur geta gefið upp nákvæma tölu á nýjum húfum þetta árið en segir þær ekki ná þúsundi. "Mikill hluti okkar vinnu felst í lagfæringum því margir fá lánaðar húfur hjá einhverjum í fjölskyldunni," segir hann. "Þá getur þurft að setja nýjan koll, stjörnu eða fánalitahring. Jafnvel stækka húfurnar. Hann segir einnig marga setja upp húfur í öðrum litum en þeim hvíta þegar þeir útskrifist því hinar ýmsu brautir skólanna hafi hver sinn lit. Iðnneminn er svo alveg sér á báti með öðruvísi húfur. Þær eru líka saumaðar hjá P. Eyfeld Nám Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Fjölskyldan sameinast um að leysa verkefni á álagstímum eins og þessum. Eiginkonur, frænkur, börn og systur hjálpast að. Þetta er eintóm handavinna og hún skellur á á nokkrum vikum, því þó við förum í flesta skólana að skrá niður pantanir og taka mál af höfðum stúdentsefna þá koma alltaf pantanir á síðustu stundu," segir Pétur Eyfeld yngri. Reyndar kveðst hann byrja að undirbúa vorið strax í ágúst með því að panta húfuefnið og reikna út fjöldann. "Svo þarf ekki nema eitt verkfall í skólunum til að rugla allt og það hefur líka áhrif á útskriftina næsta ár á eftir," segir hann brosandi. Alltaf eru svo einhverjir á móti því að setja upp húfur. "Á hippatímabilinu vildi fólk ekki einu sinni fara í sparifötin þegar það útskrifaðist, hvað þá setja upp húfu," rifjar Pétur upp. "En nú er komin meiri hefð fyrir þeim." Pétur er sonur þess Péturs J. Eyfeld sem stofnaði fyrirtækið árið 1954. Hann telur stúdentshúfurnar hafa verið framleiddar hér á landi í yfir hundrað ár og með þessu sama lagi síðan 1914. Alls staðar á Norðurlöndunum eru þær svipaðar í útliti, að hans sögn, en okkar afbrigðilegar að því leyti að hvíti kollurinn er laus. Ekki kveðst Pétur geta gefið upp nákvæma tölu á nýjum húfum þetta árið en segir þær ekki ná þúsundi. "Mikill hluti okkar vinnu felst í lagfæringum því margir fá lánaðar húfur hjá einhverjum í fjölskyldunni," segir hann. "Þá getur þurft að setja nýjan koll, stjörnu eða fánalitahring. Jafnvel stækka húfurnar. Hann segir einnig marga setja upp húfur í öðrum litum en þeim hvíta þegar þeir útskrifist því hinar ýmsu brautir skólanna hafi hver sinn lit. Iðnneminn er svo alveg sér á báti með öðruvísi húfur. Þær eru líka saumaðar hjá P. Eyfeld
Nám Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira