Fékk uppáhaldsflíkina í skiptum 13. október 2005 19:12 "Sú flík sem er í algjöru uppáhaldi hjá mér er svarti leðurjakkinn minn. Vinkona mín átti hann og ég var búin að hafa augastað á honum lengi. Ég fékk hann stundum lánaðan og langaði voðalega mikið í hann. Síðan sá hún rifnar gallabuxur heima hjá mér og stakk upp á því að við myndum skipta á jakkanum og buxunum, sem ég hafði fengið í gjöf, en mér þótti ekkert sérstaklega vænt um buxurnar. Ég sagði auðvitað hátt og snjallt "já" og sé aldeilis ekki eftir því," segir Freyja sem er gjörsamlega ástfangin upp fyrir haus af jakkanum."Ég get notað hann við allt og hann fer aldrei úr tísku. Ég nota hann bæði fínt og hversdags en ég forðast samt að nota hann þegar er mjög kalt úti," segir Freyja hlæjandi en það sést varla á jakkanum þó að hann sé mikið notaður. "Hann er allavega eins eða tveggja ára og hann eyðist ekkert." Aðspurð um hvort ekta leður sé í jakkanum er Freyja ekki alveg viss. "Mér finnst ekki líklegt að hann sé úr ekta leðri. Þá held ég að vinkona mín hefði aldrei viljað skipta á honum og rifnu gallabuxunum. En hann er mjög góður jakki miðað við að vera gervi." Freyju finnst afar skemmtilegt að leita að fötum í svokölluðum "second-hand" verslunum. "Ég er algjört "second-hand"-frík. Ég elska Kolaportið og finnst rosalega gaman að fara þangað um helgar. Þar er hægt að finna fínustu föt fyrir engan pening. Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
"Sú flík sem er í algjöru uppáhaldi hjá mér er svarti leðurjakkinn minn. Vinkona mín átti hann og ég var búin að hafa augastað á honum lengi. Ég fékk hann stundum lánaðan og langaði voðalega mikið í hann. Síðan sá hún rifnar gallabuxur heima hjá mér og stakk upp á því að við myndum skipta á jakkanum og buxunum, sem ég hafði fengið í gjöf, en mér þótti ekkert sérstaklega vænt um buxurnar. Ég sagði auðvitað hátt og snjallt "já" og sé aldeilis ekki eftir því," segir Freyja sem er gjörsamlega ástfangin upp fyrir haus af jakkanum."Ég get notað hann við allt og hann fer aldrei úr tísku. Ég nota hann bæði fínt og hversdags en ég forðast samt að nota hann þegar er mjög kalt úti," segir Freyja hlæjandi en það sést varla á jakkanum þó að hann sé mikið notaður. "Hann er allavega eins eða tveggja ára og hann eyðist ekkert." Aðspurð um hvort ekta leður sé í jakkanum er Freyja ekki alveg viss. "Mér finnst ekki líklegt að hann sé úr ekta leðri. Þá held ég að vinkona mín hefði aldrei viljað skipta á honum og rifnu gallabuxunum. En hann er mjög góður jakki miðað við að vera gervi." Freyju finnst afar skemmtilegt að leita að fötum í svokölluðum "second-hand" verslunum. "Ég er algjört "second-hand"-frík. Ég elska Kolaportið og finnst rosalega gaman að fara þangað um helgar. Þar er hægt að finna fínustu föt fyrir engan pening.
Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira