Schröder tapar í Þýskalandi 24. maí 2005 00:01 Úrslitin í héraðsþingskosningunum í Nordhrein-Westfalen í Þýskalandi á sunnudag komu Gerhard Schröder, kanslara Þýskalands, greinilega ekki á óvart, enda höfðu skoðanakannanir fyrir kosningar bent til þess að Jafnaðarmenn myndu tapa þessu vígi sínu. Þetta er í sjöunda skiptið sem jafnaðarmenn tapa í héraðsþingskosningum frá því 1999. Schröder hafði því snör handtök og boðaði að kosningum til sambandsþingsins í Berlín yrði flýtt, þær færu fram síðar á þessu ári í stað haustsins 2006. Þetta hljómar eins og örvæntingarfullt útspil kanslarans, en gæti líka verið klókindi af hans hálfu gagnvart Kristilegum demókrötum, stærsta stjórnarandstöðuflokknum. Þar innanborðs hafa verið nokkrar væringar varðandi skipan leiðtoga flokksins, og ekki allir verið sáttir við Angelu Merkel. Talað hafði verið um að skipt yrði um leiðtoga síðar á þessu ári eða því næsta, alltént fyrir kosningarnar haustið 2006, en nú virðist ljóst að svo verður ekki . Schröder ætlar greinilega að nýta tímann vel fram að kosningum og reyna að rétta hlut sinn. Hann telur heillavænlegra að flýta kosningunum en bíða með dóm þjóðarinnar í nærri eitt og hálft ár. Reyndar er það svo að ekki er á þessari stundu ljóst hvernig hann fer að að því að flýta kosningunum, því að stjórnarskráin í Þýskalandi gerir ekki ráð fyrir því að hægt sé að leysa sambandsþingið upp og efna til kosninga nema samþykkt sé vantraust á stjórnina. Aðeins þá getur forsetinn leyst upp þingið og boðað til kosninga. Vegna þessara ákvæða stjórnarskrárinnar hefur það komið fyrir að þingmenn stjórnarflokkanna hafa greitt atkvæði með vantrausti, til að hægt sé að rjúfa þing og efna til kosninga. Jafnaðarmenn hafa verið í meirihluta á héraðsþinginu í Nordhrein- Westfalen, þéttbýlasta hluta Þýskalands, í tæplega 40 ár og þetta hefur verið eitt helsta vígi jafnaðarmanna. Þótt þetta hafi ekki verið kosningar til sambandsþingsins í Berlín, heldur héraðsþingsins í Dusseldorf, þá skipta þessar kosningar sköpum. Í þessu sambandslandi búa 18 milljónir manna, og það hefur verið eitt öflugasta efnahagsssvæðið innan alls Evrópusambandsins. Landsframleiðslan þar er meiri en í mörgum ríkjum ESB, enda hafa stóriðnaðarfyrirtæki löngum sett svip sinn á Nordhrein-Westfalen. Á síðari árum hefur heldur sigið á verri hliðina hjá mörgum þessara fyrirtækja. Ein helsta ástæða þess hvers vegna hallað hefur undan fæti hjá jafnaðarmönnum í Þýskalandi er hið mikla atvinnuleysi þar í landi. Það mælist nú um 12 af hundraði sem þýðir að um fimm milljónir manna eru atvinnulausar, þar af um ein milljón í hinu þéttbýla landi Nordhrein-Westfalen. Úrslit héraðsþingskosninganna í Þýskalandi á sunnudag eru kannski forsmekkurinn að því sem búast má við í þjóðaratkvæðagreiðslunni um breytingar á stjórnarskrá Evrópusambandsins í Frakklandi um næstu helgi. Í báðum þessum fjölmennu og víðfeðmu Evrópulöndum væru þá kjósendur að sýna hug sinn til valdhafanna, og verðugt rannsóknarefni hvort almenn þreyta gagnvart þeim sé að brjótast upp á yfirborðið í mörgum vestrænum ríkjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Úrslitin í héraðsþingskosningunum í Nordhrein-Westfalen í Þýskalandi á sunnudag komu Gerhard Schröder, kanslara Þýskalands, greinilega ekki á óvart, enda höfðu skoðanakannanir fyrir kosningar bent til þess að Jafnaðarmenn myndu tapa þessu vígi sínu. Þetta er í sjöunda skiptið sem jafnaðarmenn tapa í héraðsþingskosningum frá því 1999. Schröder hafði því snör handtök og boðaði að kosningum til sambandsþingsins í Berlín yrði flýtt, þær færu fram síðar á þessu ári í stað haustsins 2006. Þetta hljómar eins og örvæntingarfullt útspil kanslarans, en gæti líka verið klókindi af hans hálfu gagnvart Kristilegum demókrötum, stærsta stjórnarandstöðuflokknum. Þar innanborðs hafa verið nokkrar væringar varðandi skipan leiðtoga flokksins, og ekki allir verið sáttir við Angelu Merkel. Talað hafði verið um að skipt yrði um leiðtoga síðar á þessu ári eða því næsta, alltént fyrir kosningarnar haustið 2006, en nú virðist ljóst að svo verður ekki . Schröder ætlar greinilega að nýta tímann vel fram að kosningum og reyna að rétta hlut sinn. Hann telur heillavænlegra að flýta kosningunum en bíða með dóm þjóðarinnar í nærri eitt og hálft ár. Reyndar er það svo að ekki er á þessari stundu ljóst hvernig hann fer að að því að flýta kosningunum, því að stjórnarskráin í Þýskalandi gerir ekki ráð fyrir því að hægt sé að leysa sambandsþingið upp og efna til kosninga nema samþykkt sé vantraust á stjórnina. Aðeins þá getur forsetinn leyst upp þingið og boðað til kosninga. Vegna þessara ákvæða stjórnarskrárinnar hefur það komið fyrir að þingmenn stjórnarflokkanna hafa greitt atkvæði með vantrausti, til að hægt sé að rjúfa þing og efna til kosninga. Jafnaðarmenn hafa verið í meirihluta á héraðsþinginu í Nordhrein- Westfalen, þéttbýlasta hluta Þýskalands, í tæplega 40 ár og þetta hefur verið eitt helsta vígi jafnaðarmanna. Þótt þetta hafi ekki verið kosningar til sambandsþingsins í Berlín, heldur héraðsþingsins í Dusseldorf, þá skipta þessar kosningar sköpum. Í þessu sambandslandi búa 18 milljónir manna, og það hefur verið eitt öflugasta efnahagsssvæðið innan alls Evrópusambandsins. Landsframleiðslan þar er meiri en í mörgum ríkjum ESB, enda hafa stóriðnaðarfyrirtæki löngum sett svip sinn á Nordhrein-Westfalen. Á síðari árum hefur heldur sigið á verri hliðina hjá mörgum þessara fyrirtækja. Ein helsta ástæða þess hvers vegna hallað hefur undan fæti hjá jafnaðarmönnum í Þýskalandi er hið mikla atvinnuleysi þar í landi. Það mælist nú um 12 af hundraði sem þýðir að um fimm milljónir manna eru atvinnulausar, þar af um ein milljón í hinu þéttbýla landi Nordhrein-Westfalen. Úrslit héraðsþingskosninganna í Þýskalandi á sunnudag eru kannski forsmekkurinn að því sem búast má við í þjóðaratkvæðagreiðslunni um breytingar á stjórnarskrá Evrópusambandsins í Frakklandi um næstu helgi. Í báðum þessum fjölmennu og víðfeðmu Evrópulöndum væru þá kjósendur að sýna hug sinn til valdhafanna, og verðugt rannsóknarefni hvort almenn þreyta gagnvart þeim sé að brjótast upp á yfirborðið í mörgum vestrænum ríkjum.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun