Nornaveiðarar á hælum Laxness? 26. maí 2005 00:01 Eru nornaveiðarar á hælum Halldórs Laxness, sjö árum eftir andlát hans? er spurt í Berlingske Tidende í dag, eða er réttara að segja að nornaveiðarar séu á hælum ævisöguritara hans, Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar? Deilurnar um ævisögur Halldórs Laxness, einkum fyrsta bindið í röð Hannesar Hólmsteins, eru á leið fyrir dómstóla hér á landi og í dag fer danska blaðið Berlingske Tidende í langri grein yfir málið. Greinarhöfundur blaðsins kemst að þeirri niðurstöðu að þó að Hannes sé sakaður um ritstuld snúist málið í raun um pólitík og jafnvel pólitíska rétthugsun. Var sósíalistinn og kommúnistinn Laxness ekki merkileg persóna, eins og Hannes heldur að mati greinarhöfundar fram, eða hefur Hannes einungis fest allar ljótar sögur um Nóbelsskáldið á blað og þar með haldið áfram herferð hægrimanna gegn skáldinu? Farið er yfir deilur fjölskyldu Laxness og Hannesar og sagt að þar takist á vinstrisinnuð menningarelíta og hægrimenn, ekki síst sjálfstæðismenn. Vinstrielítan vilji krossfesta Hannes en hægrimenn beri af honum blak. Haft er eftir Hannesi að herferðin á hendur honum sé ekki sérlega frumleg og ber hana saman við gagnrýnina sem danski umhverfisverndargagnýnandinn Björn Lomborg hefur sætt. Báðir fá að mati Hannesar bágt fyrir að sniðganga pólitíska rétthugsun um tiltekin málefni. Hann segir róttæka vinstrimenn saka þá sem eru á annarri skoðun um hreina glæpi og að þeir reyni að hrekja slíkt fólk út úr háskólanum. Og hann segir það með öllu óásættanlegt að vinstrisinnaður harðlínuhópur, sem fjölskylda Laxness tilheyri, reyni að banna öðrum að skrifa um skáldið. Bókmenntir Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Eru nornaveiðarar á hælum Halldórs Laxness, sjö árum eftir andlát hans? er spurt í Berlingske Tidende í dag, eða er réttara að segja að nornaveiðarar séu á hælum ævisöguritara hans, Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar? Deilurnar um ævisögur Halldórs Laxness, einkum fyrsta bindið í röð Hannesar Hólmsteins, eru á leið fyrir dómstóla hér á landi og í dag fer danska blaðið Berlingske Tidende í langri grein yfir málið. Greinarhöfundur blaðsins kemst að þeirri niðurstöðu að þó að Hannes sé sakaður um ritstuld snúist málið í raun um pólitík og jafnvel pólitíska rétthugsun. Var sósíalistinn og kommúnistinn Laxness ekki merkileg persóna, eins og Hannes heldur að mati greinarhöfundar fram, eða hefur Hannes einungis fest allar ljótar sögur um Nóbelsskáldið á blað og þar með haldið áfram herferð hægrimanna gegn skáldinu? Farið er yfir deilur fjölskyldu Laxness og Hannesar og sagt að þar takist á vinstrisinnuð menningarelíta og hægrimenn, ekki síst sjálfstæðismenn. Vinstrielítan vilji krossfesta Hannes en hægrimenn beri af honum blak. Haft er eftir Hannesi að herferðin á hendur honum sé ekki sérlega frumleg og ber hana saman við gagnrýnina sem danski umhverfisverndargagnýnandinn Björn Lomborg hefur sætt. Báðir fá að mati Hannesar bágt fyrir að sniðganga pólitíska rétthugsun um tiltekin málefni. Hann segir róttæka vinstrimenn saka þá sem eru á annarri skoðun um hreina glæpi og að þeir reyni að hrekja slíkt fólk út úr háskólanum. Og hann segir það með öllu óásættanlegt að vinstrisinnaður harðlínuhópur, sem fjölskylda Laxness tilheyri, reyni að banna öðrum að skrifa um skáldið.
Bókmenntir Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira