Krónan veikir landsbyggðina 2. júní 2005 00:01 Útflutningsiðnaður og ferðaþjónustan eru fórnarlömb hás gengis krónunnar . Ein meginástæða hins háa gengis eru að mati hagspekinga stórframkvæmdirnar á Austurlandi og húsbyggingasprengjan á höfuðborgarsvæðinu, auk annarra utanaðkomandi þátta sem erfitt er að hafa hemil á . Það hefur lengi verið vitað að þessar miklu framkvæmdir eystra myndu hafa áhrif á okkar litla hagkerfi, og svo þegar við bætist þenslan á höfuðborgarsvæðinu er von að eitthvað láti undan. Litlir staðir á landsbyggðinni, þar sem sjávarútvegur er uppistaðan í atvinnulífinu eru í mikilli hættu vegna sterkrar stöðu íslensku krónunnar. Þetta hefur greinilega komið í ljós nú á síðustu dögum, þegar fregnir berast af hópuppsögnum á einum fjórum stöðum. Þarna er að vísu sums staðar um viðvarandi staðbundinn vanda að ræða , eins og á Bíldudal, þar sem 50 starfsmönnum sjávarútvegsfyrirtækis var sagt upp. Sjávarútvegur hefur um langt árabil átt undir högg að sækja á Bíldudal, og á það bæði við um rækjuvinnslu og bolfiskvinnslu, þannig að þetta er ekki nýtt á þeim stað. Engu að síður er þetta grafalvarlegt mál fyrir samfélagið á staðnum. Möguleikar þeirra sem sagt var upp á Stöðvarfirði og Reyðarfirði eru hins vegar meiri, því ef einhvers staðar er skortur á vinnuafli þá er það í þessum landshluta. Hjá Skinnaiðnaði á Akureyri dundu líka yfir uppsagnir um mánaðamótin. Innan þess geira hefur um árabil verið háð erfið barátta, og nú virðist sem þessi iðnaður muni leggjast af. Seðlabankinn gerir grein fyrir stöðunni í efnahagslífinu í dag, má jafnvel búast við tilkynningu um hækkun stýrivaxta. Þeir hafa nú á einu ári verið hækkaðir átta sinnum, og verða líklega um10 af hundraði við áramót. Í kjölfar vaxtahækkunar Seðlabanka má alltaf búast við hækkun einhverra vaxtaflokka hjá bönkunum. Ekki bætir það stöðu útflutningsatvinnuveganna, að þurfa bæði að búa við hátt gengi krónunnar og háa vexti. Slíkt gengur reyndar ekki upp til lengdar og því verða stjórnvöld og Seðlabankinn að vera samstiga í því að ná tökum á efnahagslífinu. Sem betur fer stjórnar grátkórinn svokallaði nú ekki lengur gengi íslensku krónunnar, en með þessu framhaldi er ljóst að í haust kemur til endurskoðunar á ákvæðum kjarasamninga og verðbólgan fer upp fyrir þau mörk sem sett hafa verið. Áður en það gerist hefur fleiri sjárarútvegsfyrirtækjum og öðrum útflutningsfyrirtækjum væntanlega blætt út miðað við óbreyttar aðstæður. Ef sú verður raunin eru stóriðjuframkvæmdirnar og húsnæðisþenslan á höfuðborgarsvæðinu dýru verði keypt og landsbyggðin ennþá veikari en áður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun
Útflutningsiðnaður og ferðaþjónustan eru fórnarlömb hás gengis krónunnar . Ein meginástæða hins háa gengis eru að mati hagspekinga stórframkvæmdirnar á Austurlandi og húsbyggingasprengjan á höfuðborgarsvæðinu, auk annarra utanaðkomandi þátta sem erfitt er að hafa hemil á . Það hefur lengi verið vitað að þessar miklu framkvæmdir eystra myndu hafa áhrif á okkar litla hagkerfi, og svo þegar við bætist þenslan á höfuðborgarsvæðinu er von að eitthvað láti undan. Litlir staðir á landsbyggðinni, þar sem sjávarútvegur er uppistaðan í atvinnulífinu eru í mikilli hættu vegna sterkrar stöðu íslensku krónunnar. Þetta hefur greinilega komið í ljós nú á síðustu dögum, þegar fregnir berast af hópuppsögnum á einum fjórum stöðum. Þarna er að vísu sums staðar um viðvarandi staðbundinn vanda að ræða , eins og á Bíldudal, þar sem 50 starfsmönnum sjávarútvegsfyrirtækis var sagt upp. Sjávarútvegur hefur um langt árabil átt undir högg að sækja á Bíldudal, og á það bæði við um rækjuvinnslu og bolfiskvinnslu, þannig að þetta er ekki nýtt á þeim stað. Engu að síður er þetta grafalvarlegt mál fyrir samfélagið á staðnum. Möguleikar þeirra sem sagt var upp á Stöðvarfirði og Reyðarfirði eru hins vegar meiri, því ef einhvers staðar er skortur á vinnuafli þá er það í þessum landshluta. Hjá Skinnaiðnaði á Akureyri dundu líka yfir uppsagnir um mánaðamótin. Innan þess geira hefur um árabil verið háð erfið barátta, og nú virðist sem þessi iðnaður muni leggjast af. Seðlabankinn gerir grein fyrir stöðunni í efnahagslífinu í dag, má jafnvel búast við tilkynningu um hækkun stýrivaxta. Þeir hafa nú á einu ári verið hækkaðir átta sinnum, og verða líklega um10 af hundraði við áramót. Í kjölfar vaxtahækkunar Seðlabanka má alltaf búast við hækkun einhverra vaxtaflokka hjá bönkunum. Ekki bætir það stöðu útflutningsatvinnuveganna, að þurfa bæði að búa við hátt gengi krónunnar og háa vexti. Slíkt gengur reyndar ekki upp til lengdar og því verða stjórnvöld og Seðlabankinn að vera samstiga í því að ná tökum á efnahagslífinu. Sem betur fer stjórnar grátkórinn svokallaði nú ekki lengur gengi íslensku krónunnar, en með þessu framhaldi er ljóst að í haust kemur til endurskoðunar á ákvæðum kjarasamninga og verðbólgan fer upp fyrir þau mörk sem sett hafa verið. Áður en það gerist hefur fleiri sjárarútvegsfyrirtækjum og öðrum útflutningsfyrirtækjum væntanlega blætt út miðað við óbreyttar aðstæður. Ef sú verður raunin eru stóriðjuframkvæmdirnar og húsnæðisþenslan á höfuðborgarsvæðinu dýru verði keypt og landsbyggðin ennþá veikari en áður.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun