Cold Winter kominn út 3. júní 2005 00:01 Vivendi Universal Games (VU Games) hafa gefið út hinn grófa og harða fyrstu-persónu skotleik Cold Winter . Leikurinn er gerður aðeins fyrir PlayStation 2, en þessi spennandi fyrstu-persónu skotleikur er spennutryllir sem gerist í nútímanum og inniheldur öflugan söguþráð þar sem fjallað er um heim njósnara. “Cold Winter er glæsilegur skotleikur sem færir nákvæmni, svörun og hraða PC skotleikja yfir á PlayStation 2,” segir Philip W. O’Neil, Forstjóri VU Games í Bandaríkjunum. “Hin öfluga tækni sem leikurinn notar, raunverulegur söguþráður hans og flott grafík, setja leikmenn beint inní hasarinn þar sem þeir fá tilfinningu fyrir að þeir séu á staðnum.” Í Cold Winter, fara leikmenn í hlutverk Andrew Sterling, sem er breskur MI6 leyniþjónustumaður sem gerir allt sem til þarf og er tilbúinn að drepa menn ef því skiptir. Leikmenn munu upplifa ótrúlega lifandi heim þar sem umhverfi og persónur eru vandaðar og líta út líkt og í raunveruleikanum. Leikmenn geta leitað á líkum óvina sinna og notað hluti í umhverfinu til að skýla sér fyrir árásum. Leikmenn þurfa að berjast við mjög gáfaða óvini, og geta því valið um að nota meira en 30 mismunandi vopn, en hægt er að miða á ákveðna líkamsparta óvinarins. Söguþráður leiksins sem gerist árið 2002 er gerður af rithöfundinum Warren Ellis, og er honum fleytt áfram með vönduðum myndskeiðum. Cold Winter mun styðja fjölspilun (multiplayer) þar sem allt að 8 leikmenn geta spilað leikinn á netinu í gegnum GameSpy, einnig geta fjórir spilað leikinn á sömu tölvuna í split screen. Leikmenn geta valið úr 6 mismunandi fjölspilunar möguleikum, yfir 30 persónur og 12 internet borð. Fyrir frekari upplýsingar er bent á www.coldwinter.com. Geim-Fréttir Leikjavélar Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Lífið Fleiri fréttir Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
Vivendi Universal Games (VU Games) hafa gefið út hinn grófa og harða fyrstu-persónu skotleik Cold Winter . Leikurinn er gerður aðeins fyrir PlayStation 2, en þessi spennandi fyrstu-persónu skotleikur er spennutryllir sem gerist í nútímanum og inniheldur öflugan söguþráð þar sem fjallað er um heim njósnara. “Cold Winter er glæsilegur skotleikur sem færir nákvæmni, svörun og hraða PC skotleikja yfir á PlayStation 2,” segir Philip W. O’Neil, Forstjóri VU Games í Bandaríkjunum. “Hin öfluga tækni sem leikurinn notar, raunverulegur söguþráður hans og flott grafík, setja leikmenn beint inní hasarinn þar sem þeir fá tilfinningu fyrir að þeir séu á staðnum.” Í Cold Winter, fara leikmenn í hlutverk Andrew Sterling, sem er breskur MI6 leyniþjónustumaður sem gerir allt sem til þarf og er tilbúinn að drepa menn ef því skiptir. Leikmenn munu upplifa ótrúlega lifandi heim þar sem umhverfi og persónur eru vandaðar og líta út líkt og í raunveruleikanum. Leikmenn geta leitað á líkum óvina sinna og notað hluti í umhverfinu til að skýla sér fyrir árásum. Leikmenn þurfa að berjast við mjög gáfaða óvini, og geta því valið um að nota meira en 30 mismunandi vopn, en hægt er að miða á ákveðna líkamsparta óvinarins. Söguþráður leiksins sem gerist árið 2002 er gerður af rithöfundinum Warren Ellis, og er honum fleytt áfram með vönduðum myndskeiðum. Cold Winter mun styðja fjölspilun (multiplayer) þar sem allt að 8 leikmenn geta spilað leikinn á netinu í gegnum GameSpy, einnig geta fjórir spilað leikinn á sömu tölvuna í split screen. Leikmenn geta valið úr 6 mismunandi fjölspilunar möguleikum, yfir 30 persónur og 12 internet borð. Fyrir frekari upplýsingar er bent á www.coldwinter.com.
Geim-Fréttir Leikjavélar Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Lífið Fleiri fréttir Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira