John Terry í Pro Evolution Soccer 7. júní 2005 00:01 John Terry, leikmaður Chelsea og enska landsliðsins verður einn af þeim leikmönnum sem munu styðja og kynna nýjasta leikinn í Pro Evolution Soccer seríunni frá Konami. Terry sem er 24 ára, hefur átt mjög gott tímabil og leitt lið Chelsea til sigurs í deildinni og í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Hann er einnig fastur maður í enska landsliðinu. John Terry hefur nú skrifað undir samning þar sem hann mun vinna náið með Konami að markaðssetningu nýjasta leiksins í Pro Evolution seríunni. Í október síðastliðnum var gefinn út leikurinn Pro Evolution Soccer 4, en þessi sería leikja er þekkt fyrir hátt raunveruleikastig, eðlilegar hreyfingar leikmanna og gott stjórnkerfi sem hannað hefur verið af framleiðanda leiksins Shingo ‘Seabass’ Takatsuka og samstarfsmönnum hans sem stöðugt leita nýjunga í spilun fótboltaleikja. Það er raunveruleikastigið sem hefur dregið Terry og aðra atvinnumenn í knattspyrnu að Pro Evolution Soccer. En sem harður aðdáandi leikjanna hefur Terry haldið mörg mót heima hjá sér fyrir liðsfélaga sína hjá Chelsea og tekið leikinn með sér á ferðalög með landsliðinu. “Ég er mikill aðdáandi Pro Evolution Soccer leikjanna og ég er mjög ánægður með að fá tækifæri til að vinna með þessu hæfileikafólki sem stendur á bakvið þennan frábæra leik,” segir John Terry. “Þetta er sá fótboltaleikur sem margir atvinnumenn í knattspyrnu spila þar sem hann er svo raunverulegur. Ég hlakka til að taka þátt í þessu – og sérstaklega að fá að spila leikinn í leiðinni!” “Við erum mjög ánægð með að fá leikmann af þessari stærðargráðu til að vinna með okkur að Pro Evolution Soccer,” segir Jon Murphy, Markaðsstjóri Konami í Evrópu. “Terry er mikill aðdáandi leiksins og hlakkar okkur mikið til að virkja áhuga hans til að þróa seríuna áfram.” Pro Evolution Soccer 4, nýjasti leikurinn í seríunni er nú til sölu á PlayStation 2, Xbox og PC-DVD. Geim-Fréttir Leikjavélar Leikjavísir Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Fleiri fréttir Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
John Terry, leikmaður Chelsea og enska landsliðsins verður einn af þeim leikmönnum sem munu styðja og kynna nýjasta leikinn í Pro Evolution Soccer seríunni frá Konami. Terry sem er 24 ára, hefur átt mjög gott tímabil og leitt lið Chelsea til sigurs í deildinni og í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Hann er einnig fastur maður í enska landsliðinu. John Terry hefur nú skrifað undir samning þar sem hann mun vinna náið með Konami að markaðssetningu nýjasta leiksins í Pro Evolution seríunni. Í október síðastliðnum var gefinn út leikurinn Pro Evolution Soccer 4, en þessi sería leikja er þekkt fyrir hátt raunveruleikastig, eðlilegar hreyfingar leikmanna og gott stjórnkerfi sem hannað hefur verið af framleiðanda leiksins Shingo ‘Seabass’ Takatsuka og samstarfsmönnum hans sem stöðugt leita nýjunga í spilun fótboltaleikja. Það er raunveruleikastigið sem hefur dregið Terry og aðra atvinnumenn í knattspyrnu að Pro Evolution Soccer. En sem harður aðdáandi leikjanna hefur Terry haldið mörg mót heima hjá sér fyrir liðsfélaga sína hjá Chelsea og tekið leikinn með sér á ferðalög með landsliðinu. “Ég er mikill aðdáandi Pro Evolution Soccer leikjanna og ég er mjög ánægður með að fá tækifæri til að vinna með þessu hæfileikafólki sem stendur á bakvið þennan frábæra leik,” segir John Terry. “Þetta er sá fótboltaleikur sem margir atvinnumenn í knattspyrnu spila þar sem hann er svo raunverulegur. Ég hlakka til að taka þátt í þessu – og sérstaklega að fá að spila leikinn í leiðinni!” “Við erum mjög ánægð með að fá leikmann af þessari stærðargráðu til að vinna með okkur að Pro Evolution Soccer,” segir Jon Murphy, Markaðsstjóri Konami í Evrópu. “Terry er mikill aðdáandi leiksins og hlakkar okkur mikið til að virkja áhuga hans til að þróa seríuna áfram.” Pro Evolution Soccer 4, nýjasti leikurinn í seríunni er nú til sölu á PlayStation 2, Xbox og PC-DVD.
Geim-Fréttir Leikjavélar Leikjavísir Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Fleiri fréttir Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira