Nýtt Íslandshefti Merian 8. júní 2005 00:01 Þýska ferðatímaritið Merian helgar nýjasta hefti sitt, sem kom út nú um mánaðamótin, umfjöllun um Ísland. Þetta er þriðja heftið um Ísland sem Merian gerir á þeirri rúmu hálfu öld sem þetta vandaða mánaðarrit hefur komið út; fyrsta Íslandsheftið kom út árið 1972 og annað árið 1989. Höfundar efnis í þessu nýjasta Íslandshefti Merian eru bæði þýskir og íslenskir, þar á meðal þýski blaðamaðurinn og Íslandsvinurinn Henryk M. Broder, ljósmyndarinn Sigurgeir Sigurjónsson og rithöfundurinn Hallgrímur Helgason. Í ritinu er einnig grein um íslenskt efnahagslíf eftir Auðun Arnórsson, blaðamann á Fréttablaðinu. "Hið stórfenglega landslag, síðasta ósnortna víðerni Evrópu, er og verður aðall Íslands - bæði fyrir flesta ferðamenn og fyrir þetta Merian-hefti," skrifar aðalritstjórinn Andreas Hallaschka í inngangsorðum. "Þar við bætist hin lifandi höfuðborg eyríkisins, sem var sofandalegur bær þegar síðasta Íslandshefti kom út árið 1989. Núna virkar Reykjavík sem segull fyrst og fremst á unga borgarferðamenn frá Norður-Ameríku og Evrópu, sem finna hér líflegt tónlistar- og tískulíf. Andstæður, sem gera Ísland enn áhugaverðara, einnig fyrir lesendur [þessa heftis]," skrifar ritstjórinn. Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Þýska ferðatímaritið Merian helgar nýjasta hefti sitt, sem kom út nú um mánaðamótin, umfjöllun um Ísland. Þetta er þriðja heftið um Ísland sem Merian gerir á þeirri rúmu hálfu öld sem þetta vandaða mánaðarrit hefur komið út; fyrsta Íslandsheftið kom út árið 1972 og annað árið 1989. Höfundar efnis í þessu nýjasta Íslandshefti Merian eru bæði þýskir og íslenskir, þar á meðal þýski blaðamaðurinn og Íslandsvinurinn Henryk M. Broder, ljósmyndarinn Sigurgeir Sigurjónsson og rithöfundurinn Hallgrímur Helgason. Í ritinu er einnig grein um íslenskt efnahagslíf eftir Auðun Arnórsson, blaðamann á Fréttablaðinu. "Hið stórfenglega landslag, síðasta ósnortna víðerni Evrópu, er og verður aðall Íslands - bæði fyrir flesta ferðamenn og fyrir þetta Merian-hefti," skrifar aðalritstjórinn Andreas Hallaschka í inngangsorðum. "Þar við bætist hin lifandi höfuðborg eyríkisins, sem var sofandalegur bær þegar síðasta Íslandshefti kom út árið 1989. Núna virkar Reykjavík sem segull fyrst og fremst á unga borgarferðamenn frá Norður-Ameríku og Evrópu, sem finna hér líflegt tónlistar- og tískulíf. Andstæður, sem gera Ísland enn áhugaverðara, einnig fyrir lesendur [þessa heftis]," skrifar ritstjórinn.
Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira