Hver einasta flík er einstök 15. júní 2005 00:01 "Nafnið RYK varð til þegar ég var 14 ára. Þegar ég fór að hanna og selja fyrir alvöru í fyrra kom eiginlega ekkert annað nafn til greina," segir Kristín sem hefur varla undan að sauma og ver mörgum klukkutímum á dag við saumavélina. Kristín saumar öll fötin sjálf og eftirspurnin er mikil. "Ég legg mikið upp úr því að hver og ein flík sé einstök og geri aldrei tvær nákvæmlega eins flíkur. Stundum er ég beðin um það en þá reyni ég að breyta einhverju svo þær séu ekki alveg eins." Kristín hefur lokið fyrsta ári af fjórum í kjólaklæðskeranámi við Iðnskólann í Reykjavík og segir námið nýtast vel fyrir fatahönnun. "Það er mjög mikilvægt að læra allan saumaskapinn því þá veit maður hvernig á að sauma fötin og fer ekki að teikna eitthvað sem er ómögulegt að sauma," segir Kristín. Kristín er í alls konar saumaskap og hefur meðal annars saumað nokkra kjóla fyrir fegurðarsamkeppnir. Mest saumar hún þó af bolum og pilsum sem finna má í alls konar útgáfum. "Ég nota aðallega teygjanlegt efni og vinn líka mikið úr blúndu, tjulli og alls konar skrauti. Þar sem markaðurinn á Íslandi er lítill er ekki mikið úrval af efnum hér og það er dálítið erfitt að finna flott efni. Þess vegna byrjaði ég að lita efni sjálf og sauma ansi mikið úr því. Svo er alltaf gott að kaupa efni erlendis, ég er t.d. á leið til London á næstunni og ætla að finna einhver falleg efni þar," segir Kristín. RYK fötin eru til sölu í versluninni Sirku í Skipagötu á Akureyri og þar er einnig hægt að hafa samband við Kristínu og leggja inn pöntun fyrir sérsaumaða og einstaka flík.Kristín í bláu Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir Þau allra nettustu á Met Gala Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
"Nafnið RYK varð til þegar ég var 14 ára. Þegar ég fór að hanna og selja fyrir alvöru í fyrra kom eiginlega ekkert annað nafn til greina," segir Kristín sem hefur varla undan að sauma og ver mörgum klukkutímum á dag við saumavélina. Kristín saumar öll fötin sjálf og eftirspurnin er mikil. "Ég legg mikið upp úr því að hver og ein flík sé einstök og geri aldrei tvær nákvæmlega eins flíkur. Stundum er ég beðin um það en þá reyni ég að breyta einhverju svo þær séu ekki alveg eins." Kristín hefur lokið fyrsta ári af fjórum í kjólaklæðskeranámi við Iðnskólann í Reykjavík og segir námið nýtast vel fyrir fatahönnun. "Það er mjög mikilvægt að læra allan saumaskapinn því þá veit maður hvernig á að sauma fötin og fer ekki að teikna eitthvað sem er ómögulegt að sauma," segir Kristín. Kristín er í alls konar saumaskap og hefur meðal annars saumað nokkra kjóla fyrir fegurðarsamkeppnir. Mest saumar hún þó af bolum og pilsum sem finna má í alls konar útgáfum. "Ég nota aðallega teygjanlegt efni og vinn líka mikið úr blúndu, tjulli og alls konar skrauti. Þar sem markaðurinn á Íslandi er lítill er ekki mikið úrval af efnum hér og það er dálítið erfitt að finna flott efni. Þess vegna byrjaði ég að lita efni sjálf og sauma ansi mikið úr því. Svo er alltaf gott að kaupa efni erlendis, ég er t.d. á leið til London á næstunni og ætla að finna einhver falleg efni þar," segir Kristín. RYK fötin eru til sölu í versluninni Sirku í Skipagötu á Akureyri og þar er einnig hægt að hafa samband við Kristínu og leggja inn pöntun fyrir sérsaumaða og einstaka flík.Kristín í bláu
Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir Þau allra nettustu á Met Gala Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira