Krúsi skrifar um Tekken 5 22. júní 2005 00:01 Jæja þá er hann loksins kominn Tekken 5. Eftir hrikalega bardaga svefnlausar nætur og mikið Adrenalín var maður sannfærður um að ekki væri hægt að toppa þetta...Það voru tímarnir. Adrenalínið byrjar þegar maður heldur á leiknum og er að setja hann í tölvuna. Að spila þennan leik er hreint út sagt magnað, hraðinn og grafíkin er geðveik. Greinilegt er að þeir nýta Playstation 2 tæknina í botn og hvað gerist þegar PS3 kemur.. uss! Spilun Það er hægt að velja yfir 30 bardagamenn og þrjár nýjar persónur líta dagsins ljós, Raven (bullandi Blade) greinilegt er að þeir halda áfram að notast við þekktar persónur úr hinum ýmsu áttum, FengWei og Asuka Kazama en ég hef grun um að það leynist einhver í viðbót! Einnig gamlar hetjur sem snúa aftur í nýju útliti, ásamt nýjum brögðum. Hægt er að safna peningum með því að sigra í hinum ýmsum keppnum til að kaupa nýja búninga á hetjurnar fyrir þá sem fíla það, getur samt orðið nokkuð fyndin útkoma á þeim. Tékkið á því. Einnig sem er skemmtilegt við þennan frábæra leik er möguleikinn að fara aftur í tímann og spila Tekken eins og hann kom fyrst út á Playstation fyrir næstum 10 árum síðan ásamt Tekken 2 og 3 og fleiri keppnum til að fá hina ýmsu bardagamenn. Tónlistin í leiknum er allt í lagi en frekar þreytandi til lengdar finnst mér. Grafík Vígvellirnir eru mjög flottir og mjög mikið lagt í þá eins og öll umgjörðin á leiknum t.d. smáatriðunum fjölgar sem um munar og til að gera umhverfið sem raunverulegast getur maður t.d fleygt blómum með snöggu hreyfingum. Niðurstaða Besti slagsmála leikur sem ég hef spilað hingað til! K-man gefur þessu 4,5 af 5 ekki spurning.K-man Tips . Ef þið fáið leið á tónlistini lækið þá bara og setjið ykkar stöff. Framleiðandi: Namco Útgefandi: Namco Heimasíða: www.tekken-official.jp Þessi dómur er gestadómur skrifaður af Krúsa. Ef þú vilt eiga séns á að skrifa gestadóm, skráðu þig í Geimklúbbinn og sendu sýnisdóm á geim@visir.is. Þú gætir fengið nýjan leik til að dæma. Franz Gestadómarar Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fleiri fréttir Láta reyna á heilasellurnar og samvinnuna Leikirnir sem beðið er eftir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Sjá meira
Jæja þá er hann loksins kominn Tekken 5. Eftir hrikalega bardaga svefnlausar nætur og mikið Adrenalín var maður sannfærður um að ekki væri hægt að toppa þetta...Það voru tímarnir. Adrenalínið byrjar þegar maður heldur á leiknum og er að setja hann í tölvuna. Að spila þennan leik er hreint út sagt magnað, hraðinn og grafíkin er geðveik. Greinilegt er að þeir nýta Playstation 2 tæknina í botn og hvað gerist þegar PS3 kemur.. uss! Spilun Það er hægt að velja yfir 30 bardagamenn og þrjár nýjar persónur líta dagsins ljós, Raven (bullandi Blade) greinilegt er að þeir halda áfram að notast við þekktar persónur úr hinum ýmsu áttum, FengWei og Asuka Kazama en ég hef grun um að það leynist einhver í viðbót! Einnig gamlar hetjur sem snúa aftur í nýju útliti, ásamt nýjum brögðum. Hægt er að safna peningum með því að sigra í hinum ýmsum keppnum til að kaupa nýja búninga á hetjurnar fyrir þá sem fíla það, getur samt orðið nokkuð fyndin útkoma á þeim. Tékkið á því. Einnig sem er skemmtilegt við þennan frábæra leik er möguleikinn að fara aftur í tímann og spila Tekken eins og hann kom fyrst út á Playstation fyrir næstum 10 árum síðan ásamt Tekken 2 og 3 og fleiri keppnum til að fá hina ýmsu bardagamenn. Tónlistin í leiknum er allt í lagi en frekar þreytandi til lengdar finnst mér. Grafík Vígvellirnir eru mjög flottir og mjög mikið lagt í þá eins og öll umgjörðin á leiknum t.d. smáatriðunum fjölgar sem um munar og til að gera umhverfið sem raunverulegast getur maður t.d fleygt blómum með snöggu hreyfingum. Niðurstaða Besti slagsmála leikur sem ég hef spilað hingað til! K-man gefur þessu 4,5 af 5 ekki spurning.K-man Tips . Ef þið fáið leið á tónlistini lækið þá bara og setjið ykkar stöff. Framleiðandi: Namco Útgefandi: Namco Heimasíða: www.tekken-official.jp Þessi dómur er gestadómur skrifaður af Krúsa. Ef þú vilt eiga séns á að skrifa gestadóm, skráðu þig í Geimklúbbinn og sendu sýnisdóm á geim@visir.is. Þú gætir fengið nýjan leik til að dæma.
Franz Gestadómarar Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fleiri fréttir Láta reyna á heilasellurnar og samvinnuna Leikirnir sem beðið er eftir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Sjá meira