Sjálfbær perla í Eyjafirði 23. júní 2005 00:01 Umhverfisvakningin sem átt hefur sér stað víða um lönd tekur á sig margs konar myndir. Það er ekki bara að fólk sé að mótmæla stórframkvæmdum víða, heldur hefur orðið mikil vakning varðandi verðmætamat, mengun og betri nýtingu náttúruauðlinda. Nú er farið að nýta margs konar úrgang og sorp til ýmissa hluta, starfsmenn Sorpu á höfuðborgarsvæðinu eru iðnir við að venja fólk á að flokka margs konar úrgang sem til fellur í daglegu lífi og að blanda ekki saman ólíkum efnum í sorpgámana. Allt er þetta af hinu góða og augu margra opnast fyrir því að nýta hlutina á annan hátt en áður, og vinna verðmæti úr því sem til fellur. Það tekur töluverðan tíma að kenna fólki og opna augu þess fyrir ýmsu varðandi sorphirðu og förgun ýmiss konar úrgangs, en svo virðist sem töluvert hafi áunnist í þeim efnum. Nýjustu hugmyndirnar á þessum vettvangi varða sjálfbær samfélög svokölluð. Þá er átt við það að nýta orkulindir og annað á staðnum og hafa sem minnst aðflutt. Það verður þó aldrei hægt að hafa fullkomið sjálfbært samfélag, því nútímamaðurinn vill að sjálfsögðu njóta nútímatækni og þæginda, og getur vart verið án ýmissa hluta sem tilheyra nútímasamfélagi. Það er hins vegar hægt að nýta sér þessa hluti á ýmsan hátt og fara vel með. Sú hugmynd hefur verið reifuð að í Hrísey á Eyjafirði verði rekið sjálfbært samfélag. Hrísey er nefnd perla Eyjafjarðar og þar hafa menn um langan aldur hugað að umhverfi sínu. Norðurhluti eyjarinnar hefur um langan aldur verið alfriðaður og þar hafa verið miklar rjúpnalendur, enda er það ekki óalgeng sjón að sjá rjúpur á gangstígum og við hús í Hrísey. Ein meginforsendan fyrir sjálfbæru samfélagi í Hrisey er jarðhitinn sem er þar í iðrum jarðar og er nú þegar notaður við húshitun. Það er margt fleira sem mælir með því að gerð verði tilraun með sjálfbært samfélag í Hrísey, en efst á blaði er kannski að hér er um að ræða eyju sem er laus við meindýr ýmiss konar, og að hér er um nokkuð sérstakt samfélag að ræða. Nú þegar er allur lífrænn úrgangur endurunninn í Hrísey og gerð úr honum næringarrík mold. Fyrir nokkrum árum bárust sífelldar vandræðafréttir úr Hrísey varðandi atvinnumál, en það er eins og menn þar hafi farið að hugsa á allt öðrum nótum eftir að ekki var lengur hægt að treysta á kaupfélagsveldið í eynni. Nú eru gerðar þar athyglisverðar tilraunir með kræklingarækt. Nefndar hafa verið háar tölur í þeim efnum, en þótt aðeins hluti af því yrði að veruleika er ljóst að um mjög áhugvert mál er að ræða. Það virðist ljóst að aðstæður til slikrar starfsemi eru hagstæðar við Hrísey, en svo er eftir að selja afurðirnar og koma þeim á markað. Stjórnvöld þurfa að veita þessari tilraun til sjálfbærs samfélags í Hrísey athygli og veita henni nauðsynlegan stuðning. Þessi tilraun gæti orðið fyrirmynd að öðrum sjálfbærum samfélögum og betri nýtingu á ýmsum verðmætum í samfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun
Umhverfisvakningin sem átt hefur sér stað víða um lönd tekur á sig margs konar myndir. Það er ekki bara að fólk sé að mótmæla stórframkvæmdum víða, heldur hefur orðið mikil vakning varðandi verðmætamat, mengun og betri nýtingu náttúruauðlinda. Nú er farið að nýta margs konar úrgang og sorp til ýmissa hluta, starfsmenn Sorpu á höfuðborgarsvæðinu eru iðnir við að venja fólk á að flokka margs konar úrgang sem til fellur í daglegu lífi og að blanda ekki saman ólíkum efnum í sorpgámana. Allt er þetta af hinu góða og augu margra opnast fyrir því að nýta hlutina á annan hátt en áður, og vinna verðmæti úr því sem til fellur. Það tekur töluverðan tíma að kenna fólki og opna augu þess fyrir ýmsu varðandi sorphirðu og förgun ýmiss konar úrgangs, en svo virðist sem töluvert hafi áunnist í þeim efnum. Nýjustu hugmyndirnar á þessum vettvangi varða sjálfbær samfélög svokölluð. Þá er átt við það að nýta orkulindir og annað á staðnum og hafa sem minnst aðflutt. Það verður þó aldrei hægt að hafa fullkomið sjálfbært samfélag, því nútímamaðurinn vill að sjálfsögðu njóta nútímatækni og þæginda, og getur vart verið án ýmissa hluta sem tilheyra nútímasamfélagi. Það er hins vegar hægt að nýta sér þessa hluti á ýmsan hátt og fara vel með. Sú hugmynd hefur verið reifuð að í Hrísey á Eyjafirði verði rekið sjálfbært samfélag. Hrísey er nefnd perla Eyjafjarðar og þar hafa menn um langan aldur hugað að umhverfi sínu. Norðurhluti eyjarinnar hefur um langan aldur verið alfriðaður og þar hafa verið miklar rjúpnalendur, enda er það ekki óalgeng sjón að sjá rjúpur á gangstígum og við hús í Hrísey. Ein meginforsendan fyrir sjálfbæru samfélagi í Hrisey er jarðhitinn sem er þar í iðrum jarðar og er nú þegar notaður við húshitun. Það er margt fleira sem mælir með því að gerð verði tilraun með sjálfbært samfélag í Hrísey, en efst á blaði er kannski að hér er um að ræða eyju sem er laus við meindýr ýmiss konar, og að hér er um nokkuð sérstakt samfélag að ræða. Nú þegar er allur lífrænn úrgangur endurunninn í Hrísey og gerð úr honum næringarrík mold. Fyrir nokkrum árum bárust sífelldar vandræðafréttir úr Hrísey varðandi atvinnumál, en það er eins og menn þar hafi farið að hugsa á allt öðrum nótum eftir að ekki var lengur hægt að treysta á kaupfélagsveldið í eynni. Nú eru gerðar þar athyglisverðar tilraunir með kræklingarækt. Nefndar hafa verið háar tölur í þeim efnum, en þótt aðeins hluti af því yrði að veruleika er ljóst að um mjög áhugvert mál er að ræða. Það virðist ljóst að aðstæður til slikrar starfsemi eru hagstæðar við Hrísey, en svo er eftir að selja afurðirnar og koma þeim á markað. Stjórnvöld þurfa að veita þessari tilraun til sjálfbærs samfélags í Hrísey athygli og veita henni nauðsynlegan stuðning. Þessi tilraun gæti orðið fyrirmynd að öðrum sjálfbærum samfélögum og betri nýtingu á ýmsum verðmætum í samfélaginu.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun