Vandræðin virðast aldrei hætta 1. ágúst 2005 00:01 Það sem byrjaði með Hot Coffee hneykslinu virðist engan enda ætla að taka. Leikur sem Rockstar Games eru að vinna að þarf núna að sæta hörðum árásum frá Bullying Online, vegna þess að hann er sagður ýta undir einelti í skólum. Leikurinn, sem heitir því einfalda nafni Bully, snýst um ungann mann i framhaldsskóla sem þarf að standa í hárinu á hrekkjusvínum, þola einelti af höndum kennara, stríða öðrum krökkum, reyna við stelpur, og á endanum að komast heill í gegnum skóladagana. Bullying Online er stuðningshópur í Bretlandi fyrir börn sem verða fyrir einelti. Þau taka málið mjög alvarlega því þau óttast það að ung börn muni herma eftir því sem þau sjá í leiknum. Þótt að leikurinn hafi ekki enn verið dæmdur, er talið líklegt að hann verði bannaður innan 17 ára, en það sem veldur mestum áhyggjum er sú staðreynd að margir leikjasalar hafa verið að selja leikinn í forsölu án þess að forvitnast um aldur kaupanda. Lögmaður að nafni Jack Thompson sem hefur barist harkalega gegn útgáfu leikjarins hefur óskað eftir fundi við Rockstar Games og ESRB til að koma í veg fyrir útgáfu leiksins. Hann hefur einnig tilkynnt það að tvær fullar rútur af skólabörnum í Bandaríkjunum munu mæta fyrir utan fundarstaðinn til að mótmæla leiknum. Vandræðin virðast elta Rockstar uppi, en Geim mun alltaf fylgjast vel með. Árni Pétur Leikjavélar Leikjavísir Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Fleiri fréttir Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira
Það sem byrjaði með Hot Coffee hneykslinu virðist engan enda ætla að taka. Leikur sem Rockstar Games eru að vinna að þarf núna að sæta hörðum árásum frá Bullying Online, vegna þess að hann er sagður ýta undir einelti í skólum. Leikurinn, sem heitir því einfalda nafni Bully, snýst um ungann mann i framhaldsskóla sem þarf að standa í hárinu á hrekkjusvínum, þola einelti af höndum kennara, stríða öðrum krökkum, reyna við stelpur, og á endanum að komast heill í gegnum skóladagana. Bullying Online er stuðningshópur í Bretlandi fyrir börn sem verða fyrir einelti. Þau taka málið mjög alvarlega því þau óttast það að ung börn muni herma eftir því sem þau sjá í leiknum. Þótt að leikurinn hafi ekki enn verið dæmdur, er talið líklegt að hann verði bannaður innan 17 ára, en það sem veldur mestum áhyggjum er sú staðreynd að margir leikjasalar hafa verið að selja leikinn í forsölu án þess að forvitnast um aldur kaupanda. Lögmaður að nafni Jack Thompson sem hefur barist harkalega gegn útgáfu leikjarins hefur óskað eftir fundi við Rockstar Games og ESRB til að koma í veg fyrir útgáfu leiksins. Hann hefur einnig tilkynnt það að tvær fullar rútur af skólabörnum í Bandaríkjunum munu mæta fyrir utan fundarstaðinn til að mótmæla leiknum. Vandræðin virðast elta Rockstar uppi, en Geim mun alltaf fylgjast vel með.
Árni Pétur Leikjavélar Leikjavísir Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Fleiri fréttir Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira