Villi Vill vill flugvöllinn burt 2. september 2005 00:01 Allt í einu virðast allir í borgarstjórn Reykjavíkur vera sammála um að flugvöllurinn eigi að fara. Ef ekki kæmu til flokkadrættir væri hægt að sæta lagi, hafa atkvæðagreiðslu í borgarstjórninni og samþykkja þetta einróma. Um leið sér maður ekki betur en að Sjálfstæðisflokkurinn í borginni - sem að líkindum kemst til valda eftir kosningar - sé á leiðinni í bullandi stjórnarandstöðu við Sturlu Böðvarsson og hið upprennandi ráðherraefni, Einar Kr. Guðfinnsson, helstu varðmenn flugvallarins. --- --- --- Sjálfstæðismenn sem voru á móti flugvellinum en þorðu ekki að gefa sig fram, hvísluðu áður um andstöðu sína í hálfum hljóðum, tala nú opinskátt gegn honum við hvern sem þeir hitta. Merkilegastur er þó viðsnúningur Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar sem hefur algjörlega snúist hugur eins og Sál forðum á veginum til Damaskus. Vilhjálmur hefur alla tíð séð mikil tormerki á að flugvöllurinn fari, en vill nú helst losna við mannvirkið strax á næsta kjörtímabili. Hann hefur tekið forystu í málinu, er orðinn róttækari en allir aðrir. Þetta er að sönnu nokkuð óvænt. --- --- --- En það eru ýmis ljón í veginum. Vandinn er að borgarstjórnin hefur talað mjög óskýrt; stefnt í margar áttir í einu. Tilgangurinn er auðvitað að reyna að hafa alla góða - þetta er lægsti samnefnarinn sem ræður alltof miklu í stjórnarháttum R-listans. En afleiðingin er sú að maður hefur ekki hugmynd um hver stefnan er. Nýbúið er að gera samning milli ríkis og borgar um stóreflis samgöngumiðstöð í Vatnsmýrinni. Á sama tíma er talað um brotthvarf flugvallarins og samkeppni um framtíð Vatnsmýrarinnar. Það er búið að leggja nýja Hringbraut, miklu stærra mannvirki en menn grunaði, og það á að reisa blokkahverfi upp við Valsvöll. Á sama tíma er eilíflega verið að tala um byggð í Vatnsmýri sem verði framhald af Miðbænum. Er furða þó menn séu dálítið ringlaðir? --- --- --- Það er auðvelt að gera grín að ístöðuleysi og tækifærismennsku pólitíkusa - líklega hefur aldrei verið meira í tísku en nú að líta niður á stjórnmálamenn -en mig langar samt meira til ad hrósa Vilhjálmi, Gísla Marteini og öllum hinum sem hafa verið ad læra af reynslunni og taka nú afstöðu sem kannski er forystu flokksins ekki þóknanleg. Þeir verða samt að gera sér grein fyrir því að R-listinn er ekki vandamálið í borginni, heldur vanahugsunin sem hefur ráðið ríkjum í borgarstjórninni, hjá öllum flokkum. Það er kominn tími til að borgarfulltrúar fari að skilja að þeir búa í borg - að það séu ekki byltingarkenndar hugmyndir að hverfa frá úthverfastefnunni og stöðva útþenslu byggðarinnar. Þvert á móti er það nauðsyn ef á að vera lífvænlegt í borginni. Við verðum að hætta að láta verkfræðinga, vinnuvélaeigendur og landsbyggðarþingmenn ráða ferðinni. Reykvíkingum mun fjölga um tugi þúsunda næstu áratugi: viljum við setja þetta fólk niður uppi í Úlfarsfelli eða viljum við hafa það inni í borginni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun
Allt í einu virðast allir í borgarstjórn Reykjavíkur vera sammála um að flugvöllurinn eigi að fara. Ef ekki kæmu til flokkadrættir væri hægt að sæta lagi, hafa atkvæðagreiðslu í borgarstjórninni og samþykkja þetta einróma. Um leið sér maður ekki betur en að Sjálfstæðisflokkurinn í borginni - sem að líkindum kemst til valda eftir kosningar - sé á leiðinni í bullandi stjórnarandstöðu við Sturlu Böðvarsson og hið upprennandi ráðherraefni, Einar Kr. Guðfinnsson, helstu varðmenn flugvallarins. --- --- --- Sjálfstæðismenn sem voru á móti flugvellinum en þorðu ekki að gefa sig fram, hvísluðu áður um andstöðu sína í hálfum hljóðum, tala nú opinskátt gegn honum við hvern sem þeir hitta. Merkilegastur er þó viðsnúningur Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar sem hefur algjörlega snúist hugur eins og Sál forðum á veginum til Damaskus. Vilhjálmur hefur alla tíð séð mikil tormerki á að flugvöllurinn fari, en vill nú helst losna við mannvirkið strax á næsta kjörtímabili. Hann hefur tekið forystu í málinu, er orðinn róttækari en allir aðrir. Þetta er að sönnu nokkuð óvænt. --- --- --- En það eru ýmis ljón í veginum. Vandinn er að borgarstjórnin hefur talað mjög óskýrt; stefnt í margar áttir í einu. Tilgangurinn er auðvitað að reyna að hafa alla góða - þetta er lægsti samnefnarinn sem ræður alltof miklu í stjórnarháttum R-listans. En afleiðingin er sú að maður hefur ekki hugmynd um hver stefnan er. Nýbúið er að gera samning milli ríkis og borgar um stóreflis samgöngumiðstöð í Vatnsmýrinni. Á sama tíma er talað um brotthvarf flugvallarins og samkeppni um framtíð Vatnsmýrarinnar. Það er búið að leggja nýja Hringbraut, miklu stærra mannvirki en menn grunaði, og það á að reisa blokkahverfi upp við Valsvöll. Á sama tíma er eilíflega verið að tala um byggð í Vatnsmýri sem verði framhald af Miðbænum. Er furða þó menn séu dálítið ringlaðir? --- --- --- Það er auðvelt að gera grín að ístöðuleysi og tækifærismennsku pólitíkusa - líklega hefur aldrei verið meira í tísku en nú að líta niður á stjórnmálamenn -en mig langar samt meira til ad hrósa Vilhjálmi, Gísla Marteini og öllum hinum sem hafa verið ad læra af reynslunni og taka nú afstöðu sem kannski er forystu flokksins ekki þóknanleg. Þeir verða samt að gera sér grein fyrir því að R-listinn er ekki vandamálið í borginni, heldur vanahugsunin sem hefur ráðið ríkjum í borgarstjórninni, hjá öllum flokkum. Það er kominn tími til að borgarfulltrúar fari að skilja að þeir búa í borg - að það séu ekki byltingarkenndar hugmyndir að hverfa frá úthverfastefnunni og stöðva útþenslu byggðarinnar. Þvert á móti er það nauðsyn ef á að vera lífvænlegt í borginni. Við verðum að hætta að láta verkfræðinga, vinnuvélaeigendur og landsbyggðarþingmenn ráða ferðinni. Reykvíkingum mun fjölga um tugi þúsunda næstu áratugi: viljum við setja þetta fólk niður uppi í Úlfarsfelli eða viljum við hafa það inni í borginni?
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun