Á flugi 4. október 2005 00:01 Var í flugvél um daginn og hlustaði á flugmanninn spjalla við farþegana á ósköp skiljanlegri og nútímalegri íslensku. Það heyrðist greinilega hvað hann var að segja. Einu sinni töluðu flugmenn sérstakt flugmannamál; með hreim sem líklega var amerískur, svona captain speaking-mál, maður heyrði óglöggt orðaskil og hljóðið var mjög lélegt. Nú eru máski breyttir tímar – það hljómar næstum eins og flugmenn fari á námskeið í að tala við farþega. Þetta eru ábyggilega framfarir, en gamla aðferðin var óneitanlega svolítið karlmannleg – svona eins og flugið var í eina tíð. Flugkarlar sem kunnu að tala svona voru í ákveðinni elítu.--- --- ---En sumstaðar er afturför. Einu sinni þótti manni næstum hátíðlegt að fá að borða í flugvélum. Í þetta skipti var flugið sex tíma langt. Það eina sem við farþegarnir fengum til að bíta og brenna á leiðinni var örsmár biti af kjúklingi, súrsuð gúrka, rúnstykki og eitt KitKat. Fólkið var orðið aðframkomið af næringarskorti þegar kom til Keflavíkur, svo mjög að ég sá að flestir fylltu innkaupavagnana hjá sér af sælgæti þegar þeir loks náðu inn í fríhöfnina. Það voru bara eins og ósjálfráð viðbrögð við sultinum. Flug gengur dálítið nærri skrokknum á manni.Framvegis verður maður líklega að taka með sér nesti í flugvélar, smyrja nesti í gríð og erg, nema þá að Flugleiðir hefji barasta sölu á mat í vélum sínum. Það er náttúrlega einfaldast. Svona fyrst þeir tíma ekki lengur að bera hann fram.--- --- ---Gamla Alþýðubandalagið sýndi aldeilis styrk sinn í forvali Vinstri grænna um helgina. Þetta er ekkert yfirmáta ferskt. Fyrstu sætin á framboðslistanum í Reykjavík verða skipuð fólki úr gamla flokknum. Hins vegar er tæpast hægt að segja að græningjar séu áberandi á listanum; það er eiginlega á mörkunum að maður geti sagt að VG sé sérstakur umhverfisverndarflokkur – hann er fremur samansafn sósíalista sem þótti henta að íklæðast grænum lit þegar gömlu hugsjónirnar fóru að falla úr gildi.Forvalið segir heldur lítið um fylgi flokksins, en hann verður tæplega kallaður fjöldahreyfing. Ekki nema um fjögur hundruð manns tóku þátt. Það er eins og íbúafjöldinn við meðalstóra götu í bænum. Virkni stuðningsmanna flokksins er allavega ekki mikil.--- --- ---Breski Íhaldsflokkurinn, flokkur Churchills og Thatcher, er í skrítinni stöðu. Verkamannaflokkurinn er búinn að stela af honum stefnunni og líka vináttunni við Bandaríkin sem hefur verið eitt lífsakkeri flokksins. Íhaldsflokkurinn á í raun enga vini lengur; í Evrópu er flestum í nöp við hann og nú er vináttan við Bandaríkin farin veg allrar veraldar. George W. Bush hefur til dæmis ekki ljáð máls á að hitta Michael Howard, leiðtoga flokksins. Það er Blair sem er gæslumaður hins "sérstaka sambands" milli Lundúna og Washington.Því er svo einkennilega komið að farinn er að heyrast sterkur andamerískur tónn innan úr úr Íhaldsflokknum – þaðan sem maður hefði talið að hans væri síst að vænta. Kannski eru það fyrst og fremst ofnæmisviðbröð við Blair og brölti hans. Hér er til dæmis hægt að benda á grein sem Boris Johnson, einn áhrifamesti þingmaður flokksins, skrifaði í Daily Telegraph um helgina. Þar kallar hann George W. Bush "rangeygðan stríðsæsingamann frá Texas" – the cross-eyed Texan warmonger. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun
Var í flugvél um daginn og hlustaði á flugmanninn spjalla við farþegana á ósköp skiljanlegri og nútímalegri íslensku. Það heyrðist greinilega hvað hann var að segja. Einu sinni töluðu flugmenn sérstakt flugmannamál; með hreim sem líklega var amerískur, svona captain speaking-mál, maður heyrði óglöggt orðaskil og hljóðið var mjög lélegt. Nú eru máski breyttir tímar – það hljómar næstum eins og flugmenn fari á námskeið í að tala við farþega. Þetta eru ábyggilega framfarir, en gamla aðferðin var óneitanlega svolítið karlmannleg – svona eins og flugið var í eina tíð. Flugkarlar sem kunnu að tala svona voru í ákveðinni elítu.--- --- ---En sumstaðar er afturför. Einu sinni þótti manni næstum hátíðlegt að fá að borða í flugvélum. Í þetta skipti var flugið sex tíma langt. Það eina sem við farþegarnir fengum til að bíta og brenna á leiðinni var örsmár biti af kjúklingi, súrsuð gúrka, rúnstykki og eitt KitKat. Fólkið var orðið aðframkomið af næringarskorti þegar kom til Keflavíkur, svo mjög að ég sá að flestir fylltu innkaupavagnana hjá sér af sælgæti þegar þeir loks náðu inn í fríhöfnina. Það voru bara eins og ósjálfráð viðbrögð við sultinum. Flug gengur dálítið nærri skrokknum á manni.Framvegis verður maður líklega að taka með sér nesti í flugvélar, smyrja nesti í gríð og erg, nema þá að Flugleiðir hefji barasta sölu á mat í vélum sínum. Það er náttúrlega einfaldast. Svona fyrst þeir tíma ekki lengur að bera hann fram.--- --- ---Gamla Alþýðubandalagið sýndi aldeilis styrk sinn í forvali Vinstri grænna um helgina. Þetta er ekkert yfirmáta ferskt. Fyrstu sætin á framboðslistanum í Reykjavík verða skipuð fólki úr gamla flokknum. Hins vegar er tæpast hægt að segja að græningjar séu áberandi á listanum; það er eiginlega á mörkunum að maður geti sagt að VG sé sérstakur umhverfisverndarflokkur – hann er fremur samansafn sósíalista sem þótti henta að íklæðast grænum lit þegar gömlu hugsjónirnar fóru að falla úr gildi.Forvalið segir heldur lítið um fylgi flokksins, en hann verður tæplega kallaður fjöldahreyfing. Ekki nema um fjögur hundruð manns tóku þátt. Það er eins og íbúafjöldinn við meðalstóra götu í bænum. Virkni stuðningsmanna flokksins er allavega ekki mikil.--- --- ---Breski Íhaldsflokkurinn, flokkur Churchills og Thatcher, er í skrítinni stöðu. Verkamannaflokkurinn er búinn að stela af honum stefnunni og líka vináttunni við Bandaríkin sem hefur verið eitt lífsakkeri flokksins. Íhaldsflokkurinn á í raun enga vini lengur; í Evrópu er flestum í nöp við hann og nú er vináttan við Bandaríkin farin veg allrar veraldar. George W. Bush hefur til dæmis ekki ljáð máls á að hitta Michael Howard, leiðtoga flokksins. Það er Blair sem er gæslumaður hins "sérstaka sambands" milli Lundúna og Washington.Því er svo einkennilega komið að farinn er að heyrast sterkur andamerískur tónn innan úr úr Íhaldsflokknum – þaðan sem maður hefði talið að hans væri síst að vænta. Kannski eru það fyrst og fremst ofnæmisviðbröð við Blair og brölti hans. Hér er til dæmis hægt að benda á grein sem Boris Johnson, einn áhrifamesti þingmaður flokksins, skrifaði í Daily Telegraph um helgina. Þar kallar hann George W. Bush "rangeygðan stríðsæsingamann frá Texas" – the cross-eyed Texan warmonger.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun