Hjálpum þeim! 23. október 2005 17:50 Tugir þúsunda deyja í jarðskjálftum í Pakistan og við gerum ekki neitt. Fjársöfnun fyrir nauðstadda skilar litlum árangri, ekki bara hér heldur út um allan heim. Samúð heimsins er stundum mjög valkvæð. Ég hitti kunningja minn sem er frá Pakistan og hann bað mig að hjálpa. Hann sagði að heil kynslóð skólabarna hefði þurrkast út á jarðskjálftasvæðunum. Kaldir vetrarvindar gnauða nú þarna í fjöllunum og fólk hefur lítið húsaskjól. Ég lofaði að koma þessu áleiðis. Hér er síða Rauða krossins þar sem er hægt að gefa í söfnunina, en einnig er hægt að hringja í síma 907 2020 og þá dragast 1000 krónur frá símreikningi. Kannski er dæmi um hugarfarið að í einum fjölmiðli Bandaríkjunum var spurt: "Hversu margir al queida-menn dóu í skjálftanum?" Svarið: Kannski enginn, kannski fimm, ekkert sem skiptir máli. En það dóu líka mörg þúsund börn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson Skoðun
Tugir þúsunda deyja í jarðskjálftum í Pakistan og við gerum ekki neitt. Fjársöfnun fyrir nauðstadda skilar litlum árangri, ekki bara hér heldur út um allan heim. Samúð heimsins er stundum mjög valkvæð. Ég hitti kunningja minn sem er frá Pakistan og hann bað mig að hjálpa. Hann sagði að heil kynslóð skólabarna hefði þurrkast út á jarðskjálftasvæðunum. Kaldir vetrarvindar gnauða nú þarna í fjöllunum og fólk hefur lítið húsaskjól. Ég lofaði að koma þessu áleiðis. Hér er síða Rauða krossins þar sem er hægt að gefa í söfnunina, en einnig er hægt að hringja í síma 907 2020 og þá dragast 1000 krónur frá símreikningi. Kannski er dæmi um hugarfarið að í einum fjölmiðli Bandaríkjunum var spurt: "Hversu margir al queida-menn dóu í skjálftanum?" Svarið: Kannski enginn, kannski fimm, ekkert sem skiptir máli. En það dóu líka mörg þúsund börn.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun