Í Kraká 6. desember 2005 11:44 Nú er ég staddur í Kraká í Póllandi, i þessari fallegu gömlu borg. Kom hingað síðast 1986, þá var Jaruselski forseti Póllands. Þjónar á veitingahúsum byrjuðu yfirleitt að romsa upp úr sér því sem var ekki til á matseðlunum. Samt tókst mér að smakka villigölt og dádýrasteik í fyrsta skipti á ævinni - þetta var haustið eftir Tsjernobyl og ábyggilega ekki hollt að leggja sér skógardýr til munns. Né heldur niðursoðnu ávextina sem víða voru á boðstólum. Ég ætla að rifja upp kynnin við Kraká í nokkra daga. Þetta er nátturlega borg Jóhannesar Páls páfa - hér eru myndir af honum um allt. En hér var líka Tadeusz Kantor, einn stórkostlegasti leikhúsmaður síðustu aldar, sem ég átti þátt í að koma á Listahátíð 1990. Og svo gamla gyðingahverfið, kirkjurnar og söfnin. Ég er samt svolítið tvístígandi hvort ég eigi að fara þennan stutta bíltúr til Auschwitz sem er stutt hér frá. Er það ekki skylda manns? En hefur maður taugar í það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Nú er ég staddur í Kraká í Póllandi, i þessari fallegu gömlu borg. Kom hingað síðast 1986, þá var Jaruselski forseti Póllands. Þjónar á veitingahúsum byrjuðu yfirleitt að romsa upp úr sér því sem var ekki til á matseðlunum. Samt tókst mér að smakka villigölt og dádýrasteik í fyrsta skipti á ævinni - þetta var haustið eftir Tsjernobyl og ábyggilega ekki hollt að leggja sér skógardýr til munns. Né heldur niðursoðnu ávextina sem víða voru á boðstólum. Ég ætla að rifja upp kynnin við Kraká í nokkra daga. Þetta er nátturlega borg Jóhannesar Páls páfa - hér eru myndir af honum um allt. En hér var líka Tadeusz Kantor, einn stórkostlegasti leikhúsmaður síðustu aldar, sem ég átti þátt í að koma á Listahátíð 1990. Og svo gamla gyðingahverfið, kirkjurnar og söfnin. Ég er samt svolítið tvístígandi hvort ég eigi að fara þennan stutta bíltúr til Auschwitz sem er stutt hér frá. Er það ekki skylda manns? En hefur maður taugar í það.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun