Jón Baldvin í Silfrinu 9. desember 2005 09:32 Jón Baldvin Hannibalsson verður sérlegur gestur í Silfri Egils á sunnudag. Í viðtalinu verður farið vítt og breitt yfir hið pólitíska svið, bæði hér heima og utanlands. Jón Baldvin er nýkominn heim eftir að hafa starfað sem sendiherra í mörg ár, en vangaveltur hafa verið uppi um hvort hann hyggist láta til sín taka í stjórnmálunum aftur. Í þættinum verður einnig fjallað um gagnmerka bók, Collapse: How Societies Choose to Fail or Succeed eftir bandaríska fjölfræðinginn Jared Diamond. Bókin kom út fyrra á þessu ári og vakti heimsathygli. Þar rekur Diamond sögu samfélaga sem hnigu til viðar vegna þess að þau eyðilögðu umhverfi sitt eða kunnu ekki að lifa í samræmi við það – og skoðar ýmsar sögulegar hliðstæður sem hljóta að brenna á nútímamönnum. Það eru Jónas Kristjánsson ritstjóri og Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra, sem koma í þáttinn til að fjalla um bókina. Silfur Egils er nú á dagskrá klukkan 12.30 á sunnudögum og er sent út hvort tveggja á Stöð 2 og NFS, en svo er auðvitað líka hægt að horfa á þáttinn hér í Veftívíinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun
Jón Baldvin Hannibalsson verður sérlegur gestur í Silfri Egils á sunnudag. Í viðtalinu verður farið vítt og breitt yfir hið pólitíska svið, bæði hér heima og utanlands. Jón Baldvin er nýkominn heim eftir að hafa starfað sem sendiherra í mörg ár, en vangaveltur hafa verið uppi um hvort hann hyggist láta til sín taka í stjórnmálunum aftur. Í þættinum verður einnig fjallað um gagnmerka bók, Collapse: How Societies Choose to Fail or Succeed eftir bandaríska fjölfræðinginn Jared Diamond. Bókin kom út fyrra á þessu ári og vakti heimsathygli. Þar rekur Diamond sögu samfélaga sem hnigu til viðar vegna þess að þau eyðilögðu umhverfi sitt eða kunnu ekki að lifa í samræmi við það – og skoðar ýmsar sögulegar hliðstæður sem hljóta að brenna á nútímamönnum. Það eru Jónas Kristjánsson ritstjóri og Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra, sem koma í þáttinn til að fjalla um bókina. Silfur Egils er nú á dagskrá klukkan 12.30 á sunnudögum og er sent út hvort tveggja á Stöð 2 og NFS, en svo er auðvitað líka hægt að horfa á þáttinn hér í Veftívíinu.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun