Veðbankinn opnaður 26. janúar 2005 00:01 Landsbankinn, Icelandair og Vísir eru styrktaraðilar Íslensku tónlistarverðlaunanna sem verða afhent í Þjóðleikhúsinu 2. febrúar 2005. Þessi fyrirtæki standa nú fyrir þeirri nýjung að bjóða almenningi að giska á hver vinnur í hverjum flokki og eru vegleg verðlaun í boði fyrir þann sem nær flestum réttum. Einnig er hægt að taka þátt í kosningu á vinsælasta flytjanda íslands með netkosningu á visir.is og verða sérstök verðlaun veitt í þessum flokki á hátíðinni. Vinsælasti flytjandinn - Val almennings Vísir annast almenna netkosningu í vali á vinsælasta flytjanda ársins sem hægt er að velja úr hópi þeirra sem hlutu tilnefningu í Popp og Rokk-flokki og Jazzflokki. Netkosning á Vísi stendur til klukkan 18:00 að kvöldi þriðjudagsins 1. febrúar. Að morgni 2. febrúar hefst síma- og SMS-kosning og stendur valið þá á milli þeirra sem verða í fimm efstu sætunum í netkosningunni. Niðurstaðan í vali almennings á vinsælasta flytjanda ársins 2004 verður síðan kynnt í lok útsendingar frá hátíðarsamkomu tónlistarmanna í Þjóðleikhúsinu. Þátttakendur í kosningunni fara í pott sem dregið verður úr að kvöldi 1. febrúar. Tveir heppnir þátttakendur fá miða fyrir tvo á hátíð Íslensku tónlistarverðlaunanna. Veðbanki - Vinningur á tónleika með U2 í Kaupmannahöfn Dómnefndir hafa valið verk og flytjendur í fjórum flokkum 1) Popp og Rokk-flokki, 2) Sígild tónlist og samtíma tónlist, 3) Jazzflokki og 4) önnur verðlaun. Nú hefur Í FYRSTA SINN verið opnaður ?veðbanki? á Vísi í tengslum við Íslensku tónlistarverðlaunin en þar gefst kostur á að spá fyrir um úrslit í öllum flokkum.Sá eða sú sem kemst næst því að spá fyrir um verðlaunahafa hlýtur að launum ferð til Kaupmannahafnar með Icelandair ásamt gistingu fyrir tvo, miða á tónleika með U2 á Parken og 2000 krónur danskar í gjaldeyri frá Landsbankanum. Upplýsingar um vinningshafa verða birtar hér á Vísi föstudaginn 4. febrúar 2005. Atburðir Íslensku tónlistarverðlaunin Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Landsbankinn, Icelandair og Vísir eru styrktaraðilar Íslensku tónlistarverðlaunanna sem verða afhent í Þjóðleikhúsinu 2. febrúar 2005. Þessi fyrirtæki standa nú fyrir þeirri nýjung að bjóða almenningi að giska á hver vinnur í hverjum flokki og eru vegleg verðlaun í boði fyrir þann sem nær flestum réttum. Einnig er hægt að taka þátt í kosningu á vinsælasta flytjanda íslands með netkosningu á visir.is og verða sérstök verðlaun veitt í þessum flokki á hátíðinni. Vinsælasti flytjandinn - Val almennings Vísir annast almenna netkosningu í vali á vinsælasta flytjanda ársins sem hægt er að velja úr hópi þeirra sem hlutu tilnefningu í Popp og Rokk-flokki og Jazzflokki. Netkosning á Vísi stendur til klukkan 18:00 að kvöldi þriðjudagsins 1. febrúar. Að morgni 2. febrúar hefst síma- og SMS-kosning og stendur valið þá á milli þeirra sem verða í fimm efstu sætunum í netkosningunni. Niðurstaðan í vali almennings á vinsælasta flytjanda ársins 2004 verður síðan kynnt í lok útsendingar frá hátíðarsamkomu tónlistarmanna í Þjóðleikhúsinu. Þátttakendur í kosningunni fara í pott sem dregið verður úr að kvöldi 1. febrúar. Tveir heppnir þátttakendur fá miða fyrir tvo á hátíð Íslensku tónlistarverðlaunanna. Veðbanki - Vinningur á tónleika með U2 í Kaupmannahöfn Dómnefndir hafa valið verk og flytjendur í fjórum flokkum 1) Popp og Rokk-flokki, 2) Sígild tónlist og samtíma tónlist, 3) Jazzflokki og 4) önnur verðlaun. Nú hefur Í FYRSTA SINN verið opnaður ?veðbanki? á Vísi í tengslum við Íslensku tónlistarverðlaunin en þar gefst kostur á að spá fyrir um úrslit í öllum flokkum.Sá eða sú sem kemst næst því að spá fyrir um verðlaunahafa hlýtur að launum ferð til Kaupmannahafnar með Icelandair ásamt gistingu fyrir tvo, miða á tónleika með U2 á Parken og 2000 krónur danskar í gjaldeyri frá Landsbankanum. Upplýsingar um vinningshafa verða birtar hér á Vísi föstudaginn 4. febrúar 2005.
Atburðir Íslensku tónlistarverðlaunin Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira