Mugison kom, sá og sigraði 2. febrúar 2005 00:01 Tónlistarmaðurinn Mugison kom sá og sigraði á Íslensku tónlistarverðlaununum sem veitt voru í kvöld og fór heim með fern verðlaun. Mugison sigraði í flokkunum besta poppplatan, besta lagið, besta plötuumslagið og vinsælasti flytjandinn en kosning í síðasttalda flokknum fór fram hér á Vísi. Aðrir flytjendur sem gátu unað vel við sitt voru meðal annars Ragnheiður Gröndal sem vann til tvennra verðlauna, fyrir bestu dægurlagaplötuna og sem söngkona ársins. Reggíhljómsveitin Hjálmar þótti hafa gefið út bestu rokkplötuna og vera bjartasta vonin. Páll Rósinkranz var valinn söngvari ársins en hljómsveitin Jagúar flytjandi ársins. Samúel Jón Samúelsson, Sammi í Jagúar, var einnig sigursæll. Hann var valinn flytjandi ársins í jazzflokki ásamt hljómsveitinni Jagúar, átti bestu plötuna ásamt Tómasi R. Einarssyni auk þess sem Jagúar var valin flytjandi ársins í popp,- rokk- og dægurtónlistarflokki. Tómas R. vann síðan verðlaun fyrir besta tónverkið, sem nefnist Ást og er að finna á plötu hans og Samúels, Dansaðu fíflið þitt dansaðu! Þess má geta að Tómas R. vann einnig verðlaun fyrir bestu jazzplötuna á síðasta ári, Havana. Í flokknum Ýmis tónlist vann Ellen Kristjánsdóttir íslensku tónlistarverðlaunin fyrir plötuna Sálmar, sem naut gríðarlegra vinsælda fyrir síðustu jól. Heiðursverðlaunin féllu að þessu sinni í skaut Helgu Ingólfsdóttur semballeikara. Þá hlaut Barði Jóhannsson og hljómsveit hans Bang Gang útflutningsverðlaun Reykjavíkur - Loftbrúar fyrir eftirtektarverða útrás á erlendri grundu á síðasta ári. Íslensku tónlistarverðlaunin Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Mugison kom sá og sigraði á Íslensku tónlistarverðlaununum sem veitt voru í kvöld og fór heim með fern verðlaun. Mugison sigraði í flokkunum besta poppplatan, besta lagið, besta plötuumslagið og vinsælasti flytjandinn en kosning í síðasttalda flokknum fór fram hér á Vísi. Aðrir flytjendur sem gátu unað vel við sitt voru meðal annars Ragnheiður Gröndal sem vann til tvennra verðlauna, fyrir bestu dægurlagaplötuna og sem söngkona ársins. Reggíhljómsveitin Hjálmar þótti hafa gefið út bestu rokkplötuna og vera bjartasta vonin. Páll Rósinkranz var valinn söngvari ársins en hljómsveitin Jagúar flytjandi ársins. Samúel Jón Samúelsson, Sammi í Jagúar, var einnig sigursæll. Hann var valinn flytjandi ársins í jazzflokki ásamt hljómsveitinni Jagúar, átti bestu plötuna ásamt Tómasi R. Einarssyni auk þess sem Jagúar var valin flytjandi ársins í popp,- rokk- og dægurtónlistarflokki. Tómas R. vann síðan verðlaun fyrir besta tónverkið, sem nefnist Ást og er að finna á plötu hans og Samúels, Dansaðu fíflið þitt dansaðu! Þess má geta að Tómas R. vann einnig verðlaun fyrir bestu jazzplötuna á síðasta ári, Havana. Í flokknum Ýmis tónlist vann Ellen Kristjánsdóttir íslensku tónlistarverðlaunin fyrir plötuna Sálmar, sem naut gríðarlegra vinsælda fyrir síðustu jól. Heiðursverðlaunin féllu að þessu sinni í skaut Helgu Ingólfsdóttur semballeikara. Þá hlaut Barði Jóhannsson og hljómsveit hans Bang Gang útflutningsverðlaun Reykjavíkur - Loftbrúar fyrir eftirtektarverða útrás á erlendri grundu á síðasta ári.
Íslensku tónlistarverðlaunin Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira