Boðberar aukinna ríkisafskipta 19. janúar 2006 01:48 Ýmsir hafa orðið til að hylla þá ákvörðun Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra að skipa ekki nýja fjölmiðlanefnd án þátttöku stjórnarandstöðuflokkanna. Vissulega er sú leið gæfuríkari að fela sérfræðingum að semja tillögur um ný fjölmiðlalög út frá skýrslu þverpólitísku fjölmiðlanefndarinnar frá síðasta ári og í samráði við alla flokka, í stað þess að leggja upp í aðra vegferð án stjórnarandstöðunnar eins og gert var í byrjun árs 2004 og endaði með synjun forseta á fjölmiðlalögum ríkisstjórnarinnar. Þetta samráð má lofa en það er hins vegar allt annað mál hvort skýrsla fjölmiðlanefndarinnar frá síðasta ári sé heppilegt vinnugagn. Það er í raun illskiljanlegt af hverju menntamálaráðherra hafnaði hugmynd stjórnarandstöðunnar um nýja fjölmiðlanefnd sem tæki fjölmiðlamarkaðinn í heild til skoðunar, þar með talið stöðu og hlutverk RÚV. Því hefur áður verið haldið hér fram að þátttaka ríkisljósvakamiðlanna á auglýsingamarkaði sé í raun samkeppnishindrun sem komi í veg fyrir að fleiri aðilar geti spreytt sig á ljósvakamarkaði. Í skýrslu þverpólitísku nefndarinnar frá því í fyrra kemur fram að "aðgangsþröskuldurinn" inn á íslenskan fjölmiðlamarkað sé enn mjög hár og er talið upp því til stuðnings að nýir ljósvakamiðlar og prentmiðlar þurfi að tryggja sér dreifingu á efni sínu til almennings og að verð á ýmsu ljósvakaefni sé orðið mjög hátt. Þessi atriði eru hins vegar bæði yfirstíganleg. Útsendingarásir sjónvarps eru ekki lengur takmörkuð auðlind og framboð af sjónvarpsefni er yfirdrifið nóg. Íslenskt auglýsingafé er hins vegar takmarkað og um það berjast ríkisfjölmiðlarnir við einkafyrirtæki með kjafti og klóm. Í skýrslu nefndarinnar frá því í fyrra er í fjölmörgum atriðum tæpt á mikilvægi þess að hér starfi fjölbreyttir fjölmiðlar. Í skýrslunni kemur líka fram sú skoðun að með arðsemiskröfu til fjölmiðla verði þeir háðir auglýsendum og reyni þar af leiðandi að ná til sem flestra sem aftur komi niður á almannaþjónustukröfunni. Ef gengið er út frá þessum punktum sem hér hafa verið nefndir úr skýrslunni væri hægt að slá tvær flugur í einu höggi ef RÚV færi af auglýsingamarkaði, annars vegar skapaðist stóraukið svigrúm fyrir samkeppni á ljósvakamarkaði og hins vegar gæti stofnunin einbeitt sér að almannaþjónustu í stað þess að standa í vinsældakeppni við einkastöðvarnar. Hitt er svo ekki síður umhugsunarefni hversu heppileg þessi skýrsla er sem bakgrunnur fyrir ný fjölmiðlalög. Einn helsti heimildarmaður síðustu fjölmiðlaskýrslu er bandaríski fjölmiðlafræðiprófessorinn Robert McChesney. Um hann hefur meðal annars verið skrifað að sem fjölmiðlafræðingur hafi hann fyrst og fremst áhyggjur af því sem hann álítur vera ósamkvæmni milli annars vegar fjölmiðlasamsteypna sem eru mettaðar af auglýsingum og drifnar áfram af einbeittri hagnaðarvon, og tjáskiptakröfum lýðræðisþjóðfélags hins vegar. Hugmyndafræði McChesney gengur út á að leysa þessa meintu ósamkvæmni með stórfelldum niðurgreiðslum til fjölmiðla sem eru ekki gerðar arðsemiskröfur til, öflugum auðhringamálarekstri til höfuðs fjölmiðlasamsteypum og strangri reglusetningu um fjölmiðla sem eru ekki í ríkiseign. Þessi einn helsti heimildarmaður fjölmiðlaskýrslunnar, sem forsvarsmenn Sjálfstæðisflokksins hafa sagt að gangi að þeirra mati of skammt, er sem sagt langt til vinstri við bandaríska Demókrataflokkinn og talsmaður mikilla ríkisafskipta og niðurgreiðslustjórnmála. Er nema von að maður klóri sér í kollinum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Jón Kaldal Skoðanir Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun
Ýmsir hafa orðið til að hylla þá ákvörðun Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra að skipa ekki nýja fjölmiðlanefnd án þátttöku stjórnarandstöðuflokkanna. Vissulega er sú leið gæfuríkari að fela sérfræðingum að semja tillögur um ný fjölmiðlalög út frá skýrslu þverpólitísku fjölmiðlanefndarinnar frá síðasta ári og í samráði við alla flokka, í stað þess að leggja upp í aðra vegferð án stjórnarandstöðunnar eins og gert var í byrjun árs 2004 og endaði með synjun forseta á fjölmiðlalögum ríkisstjórnarinnar. Þetta samráð má lofa en það er hins vegar allt annað mál hvort skýrsla fjölmiðlanefndarinnar frá síðasta ári sé heppilegt vinnugagn. Það er í raun illskiljanlegt af hverju menntamálaráðherra hafnaði hugmynd stjórnarandstöðunnar um nýja fjölmiðlanefnd sem tæki fjölmiðlamarkaðinn í heild til skoðunar, þar með talið stöðu og hlutverk RÚV. Því hefur áður verið haldið hér fram að þátttaka ríkisljósvakamiðlanna á auglýsingamarkaði sé í raun samkeppnishindrun sem komi í veg fyrir að fleiri aðilar geti spreytt sig á ljósvakamarkaði. Í skýrslu þverpólitísku nefndarinnar frá því í fyrra kemur fram að "aðgangsþröskuldurinn" inn á íslenskan fjölmiðlamarkað sé enn mjög hár og er talið upp því til stuðnings að nýir ljósvakamiðlar og prentmiðlar þurfi að tryggja sér dreifingu á efni sínu til almennings og að verð á ýmsu ljósvakaefni sé orðið mjög hátt. Þessi atriði eru hins vegar bæði yfirstíganleg. Útsendingarásir sjónvarps eru ekki lengur takmörkuð auðlind og framboð af sjónvarpsefni er yfirdrifið nóg. Íslenskt auglýsingafé er hins vegar takmarkað og um það berjast ríkisfjölmiðlarnir við einkafyrirtæki með kjafti og klóm. Í skýrslu nefndarinnar frá því í fyrra er í fjölmörgum atriðum tæpt á mikilvægi þess að hér starfi fjölbreyttir fjölmiðlar. Í skýrslunni kemur líka fram sú skoðun að með arðsemiskröfu til fjölmiðla verði þeir háðir auglýsendum og reyni þar af leiðandi að ná til sem flestra sem aftur komi niður á almannaþjónustukröfunni. Ef gengið er út frá þessum punktum sem hér hafa verið nefndir úr skýrslunni væri hægt að slá tvær flugur í einu höggi ef RÚV færi af auglýsingamarkaði, annars vegar skapaðist stóraukið svigrúm fyrir samkeppni á ljósvakamarkaði og hins vegar gæti stofnunin einbeitt sér að almannaþjónustu í stað þess að standa í vinsældakeppni við einkastöðvarnar. Hitt er svo ekki síður umhugsunarefni hversu heppileg þessi skýrsla er sem bakgrunnur fyrir ný fjölmiðlalög. Einn helsti heimildarmaður síðustu fjölmiðlaskýrslu er bandaríski fjölmiðlafræðiprófessorinn Robert McChesney. Um hann hefur meðal annars verið skrifað að sem fjölmiðlafræðingur hafi hann fyrst og fremst áhyggjur af því sem hann álítur vera ósamkvæmni milli annars vegar fjölmiðlasamsteypna sem eru mettaðar af auglýsingum og drifnar áfram af einbeittri hagnaðarvon, og tjáskiptakröfum lýðræðisþjóðfélags hins vegar. Hugmyndafræði McChesney gengur út á að leysa þessa meintu ósamkvæmni með stórfelldum niðurgreiðslum til fjölmiðla sem eru ekki gerðar arðsemiskröfur til, öflugum auðhringamálarekstri til höfuðs fjölmiðlasamsteypum og strangri reglusetningu um fjölmiðla sem eru ekki í ríkiseign. Þessi einn helsti heimildarmaður fjölmiðlaskýrslunnar, sem forsvarsmenn Sjálfstæðisflokksins hafa sagt að gangi að þeirra mati of skammt, er sem sagt langt til vinstri við bandaríska Demókrataflokkinn og talsmaður mikilla ríkisafskipta og niðurgreiðslustjórnmála. Er nema von að maður klóri sér í kollinum?
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun