Skynsemi á bjargbrúninni 27. febrúar 2006 00:01 Síðasta vika var um margt fróðleg á hlutabréfa- og gjaldeyrismarkaði. Sveiflurnar voru þörf áminning um ýmsa þætti sem lúta að hagsæld hér á landi. Meðal þess sem viðbrögð vikunnar leiddu í ljós er að þótt við séum okkar eigin gæfu smiðir í efnahagslegu tilliti erum við ekki óháð kröftum á mörkuðum heimsins og þeim lögmálum sem um þá gilda. Á margan hátt má segja að markaður hér á landi hafi sýnt styrk og þroska með viðbrögðum sínum. Markaðurinn sveiflast með sama hætti og hann myndi gera á flestum mörkuðum heimsins, lækkaði við vondar fréttir og leiðrétti þá lækkun þegar í ljós kom að fréttirnar voru ekki jafn vondar og virtist í fyrstu. Hreyfingin var líka þörf áminning um að ekki er á vísan að róa á markaði. Þannig hefur almenningur sýnt hlutabréfum vaxandi áhuga að undanförnu, án þess að meta til fulls að ávinningur og áhætta eru samofin fyrirbæri. Vondar fréttir geta svipt menn viðunandi ávöxtun til margra ára ef tímasetning kaupa er röng. Slík hætta er meiri þegar hagkerfi nálgast topp hagsveiflu. Full ástæða er því fyrir venjulegt fólk að fara varlega á markaði nú og vera þess meðvitað að hægt er að tapa á fjárfestingu í hlutabréfum. Fjármálakerfið og staða þjóðarinnar í efnahagslegu tilliti er sterk, en mikilvægt er að halda skynsamlega á málum. Ríkið þarf að halda aftur af útgjöldum sínum og nota tímann í uppsveiflunni til að hagræða í rekstri. Það er sársaukaminnst að taka til þegar næg atvinna er í landinu. Þegar rykið settist eftir lánshæfismat Fitch einkenndist umræðan hér á landi af yfirvegun og stillingu. Í erlendum fjölmiðlum, einkum í Danmörku, mátti greina feginleikatón um það að teikn væru á lofti um að fyrri fullyrðingar um bóluhagkerfi væru réttar. Það kann að vera að hlutabréfamarkaður eigi eftir að lækka og nokkuð ljóst er að gengi krónunnar mun gefa eftir þegar til lengri tíma er litið. Það er hins vegar fjarri lagi að einhvers konar hrun sé í spilunum. Einkavæðing og kerfisbreytingar í hagkerfinu hafa gert það að verkum að meiri sveigjanleiki er í hagkerfinu en áður. Aðlögun ætti því að taka skemmri tíma og vera sársaukaminni en áður. Í útlöndum hefur mönnum gengið illa að skilja rætur þeirrar efnahagssprengju sem orðið hefur á Íslandi. Þar er verk að vinna fyrir íslensk fyrirtæki og stjórnvöld. Hitt er svo verra að innanlands eru margir þeir sem hafa áhrif á umræðuna jafn fullvissir og erlendir fjölmiðlar um að útrás íslensks viðskiptalífs og vöxtur fjármálafyrirtækja séu byggð á misskilningi. Það má því vel spyrja að því hvort ekki sé frekleg tilætlunarsemi að ætla erlendum fjölmiðlum að skilja íslenskan efnahagsveruleika, þegar við á heimavelli sáum ranghugmyndum og villandi áherslum inn í umræðuna. Breytingar í efnahagsumhverfi okkar og atvinnulífi síðustu ár hafa verið gríðarlegar. Ekki er því að furða að einhverjar eftirlegukindur séu áttavilltar í þessum breytta heimi. Það er sjálfsagt og eðlilegt að við tökum viðvaranir um að ekki sé nægjanlega varlega farið og metum þær af skynsemi. Öllum er ljóst að við fetum veginn eftir bjargbrún þenslunnar. Við slíkar kringumstæður geta tvenns konar tilfinningar orðið okkur til tjóns. Önnur er fífldirfska og hin er lofthræðsla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Skoðanir Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun
Síðasta vika var um margt fróðleg á hlutabréfa- og gjaldeyrismarkaði. Sveiflurnar voru þörf áminning um ýmsa þætti sem lúta að hagsæld hér á landi. Meðal þess sem viðbrögð vikunnar leiddu í ljós er að þótt við séum okkar eigin gæfu smiðir í efnahagslegu tilliti erum við ekki óháð kröftum á mörkuðum heimsins og þeim lögmálum sem um þá gilda. Á margan hátt má segja að markaður hér á landi hafi sýnt styrk og þroska með viðbrögðum sínum. Markaðurinn sveiflast með sama hætti og hann myndi gera á flestum mörkuðum heimsins, lækkaði við vondar fréttir og leiðrétti þá lækkun þegar í ljós kom að fréttirnar voru ekki jafn vondar og virtist í fyrstu. Hreyfingin var líka þörf áminning um að ekki er á vísan að róa á markaði. Þannig hefur almenningur sýnt hlutabréfum vaxandi áhuga að undanförnu, án þess að meta til fulls að ávinningur og áhætta eru samofin fyrirbæri. Vondar fréttir geta svipt menn viðunandi ávöxtun til margra ára ef tímasetning kaupa er röng. Slík hætta er meiri þegar hagkerfi nálgast topp hagsveiflu. Full ástæða er því fyrir venjulegt fólk að fara varlega á markaði nú og vera þess meðvitað að hægt er að tapa á fjárfestingu í hlutabréfum. Fjármálakerfið og staða þjóðarinnar í efnahagslegu tilliti er sterk, en mikilvægt er að halda skynsamlega á málum. Ríkið þarf að halda aftur af útgjöldum sínum og nota tímann í uppsveiflunni til að hagræða í rekstri. Það er sársaukaminnst að taka til þegar næg atvinna er í landinu. Þegar rykið settist eftir lánshæfismat Fitch einkenndist umræðan hér á landi af yfirvegun og stillingu. Í erlendum fjölmiðlum, einkum í Danmörku, mátti greina feginleikatón um það að teikn væru á lofti um að fyrri fullyrðingar um bóluhagkerfi væru réttar. Það kann að vera að hlutabréfamarkaður eigi eftir að lækka og nokkuð ljóst er að gengi krónunnar mun gefa eftir þegar til lengri tíma er litið. Það er hins vegar fjarri lagi að einhvers konar hrun sé í spilunum. Einkavæðing og kerfisbreytingar í hagkerfinu hafa gert það að verkum að meiri sveigjanleiki er í hagkerfinu en áður. Aðlögun ætti því að taka skemmri tíma og vera sársaukaminni en áður. Í útlöndum hefur mönnum gengið illa að skilja rætur þeirrar efnahagssprengju sem orðið hefur á Íslandi. Þar er verk að vinna fyrir íslensk fyrirtæki og stjórnvöld. Hitt er svo verra að innanlands eru margir þeir sem hafa áhrif á umræðuna jafn fullvissir og erlendir fjölmiðlar um að útrás íslensks viðskiptalífs og vöxtur fjármálafyrirtækja séu byggð á misskilningi. Það má því vel spyrja að því hvort ekki sé frekleg tilætlunarsemi að ætla erlendum fjölmiðlum að skilja íslenskan efnahagsveruleika, þegar við á heimavelli sáum ranghugmyndum og villandi áherslum inn í umræðuna. Breytingar í efnahagsumhverfi okkar og atvinnulífi síðustu ár hafa verið gríðarlegar. Ekki er því að furða að einhverjar eftirlegukindur séu áttavilltar í þessum breytta heimi. Það er sjálfsagt og eðlilegt að við tökum viðvaranir um að ekki sé nægjanlega varlega farið og metum þær af skynsemi. Öllum er ljóst að við fetum veginn eftir bjargbrún þenslunnar. Við slíkar kringumstæður geta tvenns konar tilfinningar orðið okkur til tjóns. Önnur er fífldirfska og hin er lofthræðsla.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun