Indland Ísland 4. mars 2006 00:01 Indland hefur töluvert verið í sviðsljósinu hér undanfarna daga, einkum af tveimur ástæðum. Íslendingar hafa opnað þar sendiráð og var tími til kominn að það yrði gert. Í annan stað hafa heimsmiðlarnir mjög beint sjónum sínum að Indlandi vegna heimsóknar George Bush Bandaríkjaforseta þangað og þá ekki síst vegna samningsins um kjarnorkumál sem forsetinn undirritaði ásamt forsætisráðherra Indlands á fimmtudag. Þetta er talinn tímamótasamningur, en eftir að hann var undirritaður hafa víða heyrst efasemdarraddir um hann, ekki aðeins í nágrannaríkjunum Pakistan og Kína heldur víða um heim í fjölmiðlum og hjá stjórnmálamönnum. Indland er annað fjölmennasta ríki heims með rösklega 1,1 milljarð íbúa og kemur þar fast á hæla Kína. Fyrir löngu var orðið tímabært fyrir okkur Íslendinga að opna þar sendiráð, hvað sem hver segir um útþenslu utanríkisþjónustunnar. Það er auðvitað alltaf matsatriði fyrir okkur Íslendinga sem fámenna þjóð hvar við eigum að hafa sendiráð með öllum þeim kostnaði sem því fylgir. En hvar eigum við að hafa sendiráð ef ekki í fjölmennustu ríkjum heims eins og Kína og Indlandi? Í þessum tveimur löndum telja margir að felist einhver mestu tækifæri framtíðarinnar á sviði viðskipta. Þótt þessi lönd eigi það sameiginlegt að vera mjög fjölmenn og þar sé mikill efnahagslegur uppgangur er annað sem skilur þau að fyrir utan tungumál, trúmál og fleira, en það er stjórnskipulagið. Í Indlandi er töluvert löng lýðræðishefð, allt frá því landið hlaut sjálfstæði frá Bretum árið 1947, og þar eru samsteypustjórnir eiginlega regla. Í Kína er þessum málum öðruvísi farið sem kunnugt er. Heimsókn forseta Indlands hingað til lands á síðsta ári markaði tímamót í samskiptum landanna og það vakti athygli víða að forsetinn skyldi leggja leið sína hingað með sínu mikla föruneyti. Þar með var Indlandsforseti að endurgjalda heimsókn forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, til Indlands á sínum tíma og báðar þessar heimsóknir má rekja til tengsla forseta Íslands við Indland. Ísensk fyrirtæki hafa nú þegar haslað sér völl á Indlandi. Dæmi um það er lyfjafyrirtækið Actavis sem í vikunni opnaði nýja starfsstöð í Bangalore og Sæplast sem rekur verksmiðju í landinu. Aðeins þessi tvö fyrirtæki hafa mörg hundruð manns í þjónustu sinni og er þess að vænta að fleiri fyrirtæki fylgi í kjölfarið í ýmsum greinum. Sturla Sigurjónsson sendiherra og hans fólk fá nú það hlutverk að þróa og bæta samband landanna eftir að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og staðgengill utanríkisráðherra, opnaði sendiráð Íslands á Indlandi. Jafnframt því sem við höfum opnað sendiráð þar hljótum við að gera þá kröfu til Indverja að þeir opni sendiráð hér til að jafnræði ríki milli landanna í þeim efnum eins og venjan er í samskiptum landa. Þótt mikil tækifæri séu fyrir hendi á Indlandi má þó segja að þar mætist tveir heimar - aldagamlir siðir og tækniveröldin. Í sumum héruðum er fátækt á Indlandi og Hjálparstofnun kirkjunnar hér hefur haldið uppi hjálparstarfi þar um árabil og stuðlað að menntun og uppeldi barna. Við fjölfarnar umferðaræðar í stórborgum landsins má stundum sjá kýr á beit á umferðareyjum við hlið glæsibifreiða og má segja að þar sé komið eitt af því sem einkenni landið í augum Vesturlandabúa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Indland hefur töluvert verið í sviðsljósinu hér undanfarna daga, einkum af tveimur ástæðum. Íslendingar hafa opnað þar sendiráð og var tími til kominn að það yrði gert. Í annan stað hafa heimsmiðlarnir mjög beint sjónum sínum að Indlandi vegna heimsóknar George Bush Bandaríkjaforseta þangað og þá ekki síst vegna samningsins um kjarnorkumál sem forsetinn undirritaði ásamt forsætisráðherra Indlands á fimmtudag. Þetta er talinn tímamótasamningur, en eftir að hann var undirritaður hafa víða heyrst efasemdarraddir um hann, ekki aðeins í nágrannaríkjunum Pakistan og Kína heldur víða um heim í fjölmiðlum og hjá stjórnmálamönnum. Indland er annað fjölmennasta ríki heims með rösklega 1,1 milljarð íbúa og kemur þar fast á hæla Kína. Fyrir löngu var orðið tímabært fyrir okkur Íslendinga að opna þar sendiráð, hvað sem hver segir um útþenslu utanríkisþjónustunnar. Það er auðvitað alltaf matsatriði fyrir okkur Íslendinga sem fámenna þjóð hvar við eigum að hafa sendiráð með öllum þeim kostnaði sem því fylgir. En hvar eigum við að hafa sendiráð ef ekki í fjölmennustu ríkjum heims eins og Kína og Indlandi? Í þessum tveimur löndum telja margir að felist einhver mestu tækifæri framtíðarinnar á sviði viðskipta. Þótt þessi lönd eigi það sameiginlegt að vera mjög fjölmenn og þar sé mikill efnahagslegur uppgangur er annað sem skilur þau að fyrir utan tungumál, trúmál og fleira, en það er stjórnskipulagið. Í Indlandi er töluvert löng lýðræðishefð, allt frá því landið hlaut sjálfstæði frá Bretum árið 1947, og þar eru samsteypustjórnir eiginlega regla. Í Kína er þessum málum öðruvísi farið sem kunnugt er. Heimsókn forseta Indlands hingað til lands á síðsta ári markaði tímamót í samskiptum landanna og það vakti athygli víða að forsetinn skyldi leggja leið sína hingað með sínu mikla föruneyti. Þar með var Indlandsforseti að endurgjalda heimsókn forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, til Indlands á sínum tíma og báðar þessar heimsóknir má rekja til tengsla forseta Íslands við Indland. Ísensk fyrirtæki hafa nú þegar haslað sér völl á Indlandi. Dæmi um það er lyfjafyrirtækið Actavis sem í vikunni opnaði nýja starfsstöð í Bangalore og Sæplast sem rekur verksmiðju í landinu. Aðeins þessi tvö fyrirtæki hafa mörg hundruð manns í þjónustu sinni og er þess að vænta að fleiri fyrirtæki fylgi í kjölfarið í ýmsum greinum. Sturla Sigurjónsson sendiherra og hans fólk fá nú það hlutverk að þróa og bæta samband landanna eftir að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og staðgengill utanríkisráðherra, opnaði sendiráð Íslands á Indlandi. Jafnframt því sem við höfum opnað sendiráð þar hljótum við að gera þá kröfu til Indverja að þeir opni sendiráð hér til að jafnræði ríki milli landanna í þeim efnum eins og venjan er í samskiptum landa. Þótt mikil tækifæri séu fyrir hendi á Indlandi má þó segja að þar mætist tveir heimar - aldagamlir siðir og tækniveröldin. Í sumum héruðum er fátækt á Indlandi og Hjálparstofnun kirkjunnar hér hefur haldið uppi hjálparstarfi þar um árabil og stuðlað að menntun og uppeldi barna. Við fjölfarnar umferðaræðar í stórborgum landsins má stundum sjá kýr á beit á umferðareyjum við hlið glæsibifreiða og má segja að þar sé komið eitt af því sem einkenni landið í augum Vesturlandabúa.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun