Nýtt afl í þágu aldraðra 29. mars 2006 02:05 Ekki er seinna vænna að menn taki rækilega við sér varðandi aðbúnað og kjör aldraðra í allsnægtaþjóðfélaginu hér á landi. Samtök aldraðra hafa á undanförnum árum með markvissum hætti bent á hvað megi betur fara varðandi aldraða og á það bæði við um húsnæðismál þeirra og kjör almennt, ekki síst hvað varðar skattamál. Margt hefur verið gert á undanförnum árum til að bæta aðbúnað aldraðra og margt er í farvatninu, en betur má ef duga skal og á það sérstaklega við um höfuðborgarsvæðið. Víða um land hafa verið reist heimili fyrir aldraða, en þróunin er sú að fleiri og fleiri flytja á höfuðborgarsvæðið og þeirra á meðal eru margir aldraðir. Á sunnudaginn var stofnað í Hafnarfirði Aðstandendafélag aldraðra - AFA - þar sem blásið var í herlúðra til stuðnings þjóðarátaki í búsetu- og kjaramálum aldraðra. Þar með er komið til sögunnar nýtt afl í þessum málum sem vonandi á eftir að láta gott af sér leiða í þessum efnum. Nýkjörinn formaður þessara samtaka, Reynir Ingibjartsson, segist hafa trú á því að hægt sé að breyta hlutunum: "Ástandið er til skammar. Biðlistar eftir húsnæði eru langir og meiri fjölbreytni skortir í valkostum. Skattlagning aldraðra er þjóðarskömm. Það skortir ekki fjármagn á Íslandi og lífeyrissjóðirnir eiga að líta á það sem skyldu sína að koma þessum málum að," sagði Reynir í viðtali við Fréttablaðið. Búsetumál aldraðra eru á forræði ríkisins en ættu að flytjast til sveitarfélaganna rétt eins og grunnskólarnir voru færðir þangað fyrir nokkrum árum. Reynslan af flutningi grunnskólans frá ríkinu virðist í flestum tilfellum vera góð og ekki við öðru að búast en að svo yrði einnig varðandi málefni aldraðra. Þegar er fengin reynsla af því í nokkrum tilraunasveitarfélögum á landsbyggðinni. Jafnframt því sem þessi málaflokkur yrði færður yfir þarf ríkið að sjá til þess að nægir fjármunir verði fluttir yfir til sveitarfélaganna, svo þau geti séð um þessi mál með sómasamlegum hætti. Þessi mál verða væntanlega ofarlega á málefnaskrám flokka og framboða við sveitarstjórnarkosningarnar í vor um land allt. Sjálfstæðismenn í Reykjavík hafa þegar kynnt afstöðu sína til þessara mála og fleiri eiga eftir að fylgja í kjölfarið. Þá hefur Kópavogsbær nýlega kynnt nýstárlegar hugmyndir varðandi þessi mál, og þannig er gott að sem flestir leggi í hugmyndasjóðinn, en menn bíði ekki eftir uppskrift frá ríkinu í þesum efnum. Frjáls félagasamtök hafa á undanförnum árum unnið stórvirki varðandi búsetumál aldraðra og má nefna Hrafnistuheimilin í þeim efnum. Þar hefur happdrættisfé verið varið til uppbyggingar margs konar heimila fyrir aldraða, en reksturinn er svo greiddur úr ríkissjóði. Þótt málaflokkur vegna húsnæðismála aldraðra verði færður yfir til sveitarfélaganna er ekki þar með sagt að frjáls félagasamtök eigi að hætta því uppbyggingarstarfi sem þau hafa staðið að í þessum efnum, heldur þarf að ýta undir einstaklingsframtakið á þessu sviði, svo allir kraftar nýtist sem best. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun
Ekki er seinna vænna að menn taki rækilega við sér varðandi aðbúnað og kjör aldraðra í allsnægtaþjóðfélaginu hér á landi. Samtök aldraðra hafa á undanförnum árum með markvissum hætti bent á hvað megi betur fara varðandi aldraða og á það bæði við um húsnæðismál þeirra og kjör almennt, ekki síst hvað varðar skattamál. Margt hefur verið gert á undanförnum árum til að bæta aðbúnað aldraðra og margt er í farvatninu, en betur má ef duga skal og á það sérstaklega við um höfuðborgarsvæðið. Víða um land hafa verið reist heimili fyrir aldraða, en þróunin er sú að fleiri og fleiri flytja á höfuðborgarsvæðið og þeirra á meðal eru margir aldraðir. Á sunnudaginn var stofnað í Hafnarfirði Aðstandendafélag aldraðra - AFA - þar sem blásið var í herlúðra til stuðnings þjóðarátaki í búsetu- og kjaramálum aldraðra. Þar með er komið til sögunnar nýtt afl í þessum málum sem vonandi á eftir að láta gott af sér leiða í þessum efnum. Nýkjörinn formaður þessara samtaka, Reynir Ingibjartsson, segist hafa trú á því að hægt sé að breyta hlutunum: "Ástandið er til skammar. Biðlistar eftir húsnæði eru langir og meiri fjölbreytni skortir í valkostum. Skattlagning aldraðra er þjóðarskömm. Það skortir ekki fjármagn á Íslandi og lífeyrissjóðirnir eiga að líta á það sem skyldu sína að koma þessum málum að," sagði Reynir í viðtali við Fréttablaðið. Búsetumál aldraðra eru á forræði ríkisins en ættu að flytjast til sveitarfélaganna rétt eins og grunnskólarnir voru færðir þangað fyrir nokkrum árum. Reynslan af flutningi grunnskólans frá ríkinu virðist í flestum tilfellum vera góð og ekki við öðru að búast en að svo yrði einnig varðandi málefni aldraðra. Þegar er fengin reynsla af því í nokkrum tilraunasveitarfélögum á landsbyggðinni. Jafnframt því sem þessi málaflokkur yrði færður yfir þarf ríkið að sjá til þess að nægir fjármunir verði fluttir yfir til sveitarfélaganna, svo þau geti séð um þessi mál með sómasamlegum hætti. Þessi mál verða væntanlega ofarlega á málefnaskrám flokka og framboða við sveitarstjórnarkosningarnar í vor um land allt. Sjálfstæðismenn í Reykjavík hafa þegar kynnt afstöðu sína til þessara mála og fleiri eiga eftir að fylgja í kjölfarið. Þá hefur Kópavogsbær nýlega kynnt nýstárlegar hugmyndir varðandi þessi mál, og þannig er gott að sem flestir leggi í hugmyndasjóðinn, en menn bíði ekki eftir uppskrift frá ríkinu í þesum efnum. Frjáls félagasamtök hafa á undanförnum árum unnið stórvirki varðandi búsetumál aldraðra og má nefna Hrafnistuheimilin í þeim efnum. Þar hefur happdrættisfé verið varið til uppbyggingar margs konar heimila fyrir aldraða, en reksturinn er svo greiddur úr ríkissjóði. Þótt málaflokkur vegna húsnæðismála aldraðra verði færður yfir til sveitarfélaganna er ekki þar með sagt að frjáls félagasamtök eigi að hætta því uppbyggingarstarfi sem þau hafa staðið að í þessum efnum, heldur þarf að ýta undir einstaklingsframtakið á þessu sviði, svo allir kraftar nýtist sem best.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun