Einkavæðing eða þjóðnýting? 10. júní 2006 00:01 Í samfélagi okkar er nokkuð breið sátt um drýgstan hluta skiptinga verksviða milli hins opinbera annars vegar og einkaaðila hins vegar. Þó er talsvert svæði í athafnalífi landsmanna þar sem hugmyndafræðilegur ágreiningur er um hvernig eignarhaldi eigi að vera háttað. Við einkavæðingu bankanna var ekki mikið deilt um grundvallarsjónarmið, heldur um framkvæmdina, sem ekki var nægjanlega gagnsæ. Fyrir utan Vinstri græna var tiltölulega mikil sátt um það að fjármálakerfinu væri betur komið í höndum einkaaðila. Sú ráðstöfun hefur reynst happadrjúg og skapað mikil verðmæti. Aftur þegar kom að sölu Símans voru flokkadrættir nokkuð svipaðir og við sölu bankanna. Mikill meirihluti vildi selja Símann. Nú var ekki deilt með sama hætti um söluferlið, sem var mun gagnsæjara og betur útfært. Deilan snerist fyrst og fremst um hvort selja ætti grunnnetið með fyrirtækinu. Núverandi stjórnarflokkar komust að þeirri niðurstöðu að grunnnetið ætti að einkavæða. Fyrirtækið er eign skattborgara í Reykjavík og það væri auðvitað afar kostulegt, ef ekki í hrópandi mótsögn, ef meirihluti sömu flokka og einkavæddu grunnnetið tæki þátt í einhvers konar þjóðnýtingu þess á ný. Nú er komin upp sérkennileg staða. Grunnetið, sem í rökstuðningi ríkisstjórnarinnar var samofið annarri starfsemi Símans, er til sölu og fyrir liggja drög að samkomulagi við Orkuveitu Reykjavíkur um kaup á grunnnetinu fyrir hátt í tuttugu milljarða króna eftir því sem heimildir herma. Frá sjónarhóli eigenda Símans eru þessi viðskipti afar skiljanleg. Fyrirtækið myndi losa um mikla fjárbindingu, sem gæfi því afl til að takast á við ný verkefni. Ekki er heldur ólíklegt að þessi viðskipti kunni að vera afar snjöll frá sjónarhóli fyrirtækisins Orkuveitu Reykjavíkur. Vandinn er bara sá að Orkuveita Reykjavíkur er í almannaeigu og byggir hluta starfsemi sinnar á einokunaraðstöðu. Fyrirtækið er eign skattborgara í Reykjavík og það væri auðvitað afar kostulegt, ef ekki í hrópandi mótsögn, ef meirihluti sömu flokka og einkavæddu grunnnetið tæki þátt í einhvers konar þjóðnýtingu þess á ný. Stjórnmál eiga að snúast um grundvallaratriði. Deildar meiningar kunna að vera um þessi viðskipti og sitt getur hverjum sýnst um þau. Hitt er einnig ljóst að menn geta ekki gagnrýnt Orkuveituna fyrir uppbyggingu eigin nets árum saman í stjórnarandstöðu og látið það síðan verða sitt fyrsta verk að kaupa net samkeppnisaðila fyrir vel á annan tug milljarða. Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur stóðu að sölunni meðal annars á þeirri forsendu að fjármunum sem hefðu fengist fyrir Símann væri betur varið í önnur verkefni. Það er því ekki ósanngjörn krafa til þessara flokka að sama afstaða sé skýr í afstöðu til fjármuna borgarbúa og hún var til fjármuna landsmanna allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Skoðanir Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun
Í samfélagi okkar er nokkuð breið sátt um drýgstan hluta skiptinga verksviða milli hins opinbera annars vegar og einkaaðila hins vegar. Þó er talsvert svæði í athafnalífi landsmanna þar sem hugmyndafræðilegur ágreiningur er um hvernig eignarhaldi eigi að vera háttað. Við einkavæðingu bankanna var ekki mikið deilt um grundvallarsjónarmið, heldur um framkvæmdina, sem ekki var nægjanlega gagnsæ. Fyrir utan Vinstri græna var tiltölulega mikil sátt um það að fjármálakerfinu væri betur komið í höndum einkaaðila. Sú ráðstöfun hefur reynst happadrjúg og skapað mikil verðmæti. Aftur þegar kom að sölu Símans voru flokkadrættir nokkuð svipaðir og við sölu bankanna. Mikill meirihluti vildi selja Símann. Nú var ekki deilt með sama hætti um söluferlið, sem var mun gagnsæjara og betur útfært. Deilan snerist fyrst og fremst um hvort selja ætti grunnnetið með fyrirtækinu. Núverandi stjórnarflokkar komust að þeirri niðurstöðu að grunnnetið ætti að einkavæða. Fyrirtækið er eign skattborgara í Reykjavík og það væri auðvitað afar kostulegt, ef ekki í hrópandi mótsögn, ef meirihluti sömu flokka og einkavæddu grunnnetið tæki þátt í einhvers konar þjóðnýtingu þess á ný. Nú er komin upp sérkennileg staða. Grunnetið, sem í rökstuðningi ríkisstjórnarinnar var samofið annarri starfsemi Símans, er til sölu og fyrir liggja drög að samkomulagi við Orkuveitu Reykjavíkur um kaup á grunnnetinu fyrir hátt í tuttugu milljarða króna eftir því sem heimildir herma. Frá sjónarhóli eigenda Símans eru þessi viðskipti afar skiljanleg. Fyrirtækið myndi losa um mikla fjárbindingu, sem gæfi því afl til að takast á við ný verkefni. Ekki er heldur ólíklegt að þessi viðskipti kunni að vera afar snjöll frá sjónarhóli fyrirtækisins Orkuveitu Reykjavíkur. Vandinn er bara sá að Orkuveita Reykjavíkur er í almannaeigu og byggir hluta starfsemi sinnar á einokunaraðstöðu. Fyrirtækið er eign skattborgara í Reykjavík og það væri auðvitað afar kostulegt, ef ekki í hrópandi mótsögn, ef meirihluti sömu flokka og einkavæddu grunnnetið tæki þátt í einhvers konar þjóðnýtingu þess á ný. Stjórnmál eiga að snúast um grundvallaratriði. Deildar meiningar kunna að vera um þessi viðskipti og sitt getur hverjum sýnst um þau. Hitt er einnig ljóst að menn geta ekki gagnrýnt Orkuveituna fyrir uppbyggingu eigin nets árum saman í stjórnarandstöðu og látið það síðan verða sitt fyrsta verk að kaupa net samkeppnisaðila fyrir vel á annan tug milljarða. Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur stóðu að sölunni meðal annars á þeirri forsendu að fjármunum sem hefðu fengist fyrir Símann væri betur varið í önnur verkefni. Það er því ekki ósanngjörn krafa til þessara flokka að sama afstaða sé skýr í afstöðu til fjármuna borgarbúa og hún var til fjármuna landsmanna allra.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun