Hlakkar til að vinna að frekari prófunum á lyfinu Óli Kristján Ármannsson skrifar 27. júní 2006 06:00 Kári Stefánsson Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að jákvæðar niðurstöður prófana sem hér fóru fram á tilraunalyfinu CEP-1347 hafi verið kynntar fyrir samstarfsaðila fyrirtækisins í lok síðustu viku og við taki frekari prófanir. Fréttablaðið/E.Ól Íslensk erfðagreining er langt komin með að þróa lyf við astma upp úr lyfi sem upphaflega var ætlað að fást við Parkinson-sjúkdóm. Í gær voru kynntar niðurstöður rannsóknar sem fram fór hér á landi meðal 160 sjúklinga. Tilraunalyfið CEP-1347 hefur jákvæð áhrif á ýmsa þætti lungnastarfsemi og á bólguþátt sem tengist astma án alvarlegra aukaverkana. Þetta kemur fram í kynningu Íslenskrar erfðagreiningar á helstu niðurstöðum úr fyrstu prófunum fyrirtækisins á lyfinu, en upplýst var um niðurstöðurnar í gær. Lyfið var upphaflega þróað af alþjóðlega lyfjafyrirtækinu Cephalon við Parkinson-sjúkdómi og tóku yfir þúsund manns þátt í prófunum Cephalon á lyfinu við þeim sjúkdómi. Niðurstöður erfðarannsókna Íslenskrar erfðagreiningar hafa hins vegar sýnt að bólguferlið sem lyfið hefur áhrif á gegnir mikilvægu hlutverki í astma. Því hófu fyrirtækin samstarf um frekari þróun á lyfinu við astma, segir í tilkynningu Íslenskrar erfðagreiningar, en prófanir meðal íslenskra astmasjúklinga hófust í maí í fyrra. Þar var um að ræða tvíblinda rannsókn með þátttöku 160 sjúklinga, en þeim var skipt í fjóra jafnstóra hópa þar sem þrír fengu misstóra skammta af lyfinu og sá fjórði lyfleysu til viðmiðunar. Hvorki þátttakendur né stjórnendur rannsóknanna vissu fyrirfram hvaða meðferðarflokki hver þátttakandi tilheyrði. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir útlit fyrir að erfðafræðirannsóknir fyrirtækisins á astma hafi leitt það að mikilvægu lífefnaferli í sjúkdómnum og að lyfið, sem upphaflega var þróað við allt öðrum sjúkdómi, hafi þau áhrif sem vonast hafi verið til á það ferli. „Afskaplega spennandi er að vera komin þetta langt í að þróa lyf við jafn algengum sjúkdómi og astma. Við kynntum niðurstöðurnar fyrir samstarfsaðila okkar í lok síðustu viku og við hlökkum til að ræða við þá um hvernig við getum notað þessar jákvæðu niðurstöður við frekari prófanir, segir hann og bætir við að á síðustu árum hafi fyrirtækið náð góðu forskoti í erfðarannsóknum á algengum sjúkdómum. „Markmiðið hefur verið að nota niðurstöður þeirra til að þróa ný lyf. Sú vinna hefur gengið afskaplega vel undanfarið og ég held að fá fyrirtæki séu að fást við jafn spennandi verkefni í lyfjaþróun. Mjög ánægjulegt er að geta núna í annað sinn kynnt jákvæðar niðurstöður úr prófunum á sjúklingum á lyfi sem við erum að þróa á grundvelli erfðarannsókna.“ Viðskipti Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Sjá meira
Íslensk erfðagreining er langt komin með að þróa lyf við astma upp úr lyfi sem upphaflega var ætlað að fást við Parkinson-sjúkdóm. Í gær voru kynntar niðurstöður rannsóknar sem fram fór hér á landi meðal 160 sjúklinga. Tilraunalyfið CEP-1347 hefur jákvæð áhrif á ýmsa þætti lungnastarfsemi og á bólguþátt sem tengist astma án alvarlegra aukaverkana. Þetta kemur fram í kynningu Íslenskrar erfðagreiningar á helstu niðurstöðum úr fyrstu prófunum fyrirtækisins á lyfinu, en upplýst var um niðurstöðurnar í gær. Lyfið var upphaflega þróað af alþjóðlega lyfjafyrirtækinu Cephalon við Parkinson-sjúkdómi og tóku yfir þúsund manns þátt í prófunum Cephalon á lyfinu við þeim sjúkdómi. Niðurstöður erfðarannsókna Íslenskrar erfðagreiningar hafa hins vegar sýnt að bólguferlið sem lyfið hefur áhrif á gegnir mikilvægu hlutverki í astma. Því hófu fyrirtækin samstarf um frekari þróun á lyfinu við astma, segir í tilkynningu Íslenskrar erfðagreiningar, en prófanir meðal íslenskra astmasjúklinga hófust í maí í fyrra. Þar var um að ræða tvíblinda rannsókn með þátttöku 160 sjúklinga, en þeim var skipt í fjóra jafnstóra hópa þar sem þrír fengu misstóra skammta af lyfinu og sá fjórði lyfleysu til viðmiðunar. Hvorki þátttakendur né stjórnendur rannsóknanna vissu fyrirfram hvaða meðferðarflokki hver þátttakandi tilheyrði. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir útlit fyrir að erfðafræðirannsóknir fyrirtækisins á astma hafi leitt það að mikilvægu lífefnaferli í sjúkdómnum og að lyfið, sem upphaflega var þróað við allt öðrum sjúkdómi, hafi þau áhrif sem vonast hafi verið til á það ferli. „Afskaplega spennandi er að vera komin þetta langt í að þróa lyf við jafn algengum sjúkdómi og astma. Við kynntum niðurstöðurnar fyrir samstarfsaðila okkar í lok síðustu viku og við hlökkum til að ræða við þá um hvernig við getum notað þessar jákvæðu niðurstöður við frekari prófanir, segir hann og bætir við að á síðustu árum hafi fyrirtækið náð góðu forskoti í erfðarannsóknum á algengum sjúkdómum. „Markmiðið hefur verið að nota niðurstöður þeirra til að þróa ný lyf. Sú vinna hefur gengið afskaplega vel undanfarið og ég held að fá fyrirtæki séu að fást við jafn spennandi verkefni í lyfjaþróun. Mjög ánægjulegt er að geta núna í annað sinn kynnt jákvæðar niðurstöður úr prófunum á sjúklingum á lyfi sem við erum að þróa á grundvelli erfðarannsókna.“
Viðskipti Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Sjá meira