Tuttugufaldast í virði á einu ári 1. júlí 2006 06:30 Magnús Þorsteinsson, Avion Group Félagið stefnir að því að selja helming eignarhlutar síns flugfjárfestingafélagi með vænum söluhagnaði. MYND/Pjetur Avion Group selur að öllum líkindum yfir meirihluta hlutafjár í dótturfélaginu Avion Aircraft Trading á næstu dögum. Ef af sölunni verður er ljóst að gríðarlegur söluhagnaður fellur til, enda er allt félagið metið á 7,5 milljarða króna (100 milljarða dala) en bókfært verðmæti bara brot af matsvirði, eða 375 milljónir króna. Avion Aircraft Trading er félag sem var stofnað fyrir tæpu einu ári utan um kaup og sölu flugvéla af öllum gerðum en heildareignir félagsins í flugvélum eru yfir tveir milljarðar dala. Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður Avion Group, segir að hlutirnir gerist hratt í heimi flugvélafjárfestinga og með sölu hlutarins hagnist félagið um 3,6 milljarða við söluna og eigi enn eftir verðmætan hlut. Jafnframt er ljóst að miklar eignir fara út úr efnahagsreikningi sem eru bundnar í þessu félagi. Heilt yfir er Magnús ánægður með afkomu félagsins á fyrstu sex mánuðum reikningsársins. Gangi salan á Avion Aircraft eftir er ljóst að áætlanir félagsins á árinu breytast til hins betra. Við erum í fínum vexti með þær einingar sem við erum með. Avion er sérhæft félag á sviði flutninga og við höldum okkur við það. Dótturfélagið Excel Airways er að fara í gegnum sitt stærsta sumar frá upphafi og Eimskip hefur á dagskránni að fjór- til fimmfalda veltu á næstu árum. Á fyrstu sex mánuðum ársins tapaði Avion Group 5,4 milljörðum króna á tímabilinu en hafa ber í huga að stórar árstíðarsveiflur eru í rekstri félagsins; allur hagnaður félagsins myndast til að mynda á seinni hluta ársins. Áætlanir gera ráð fyrir að heildarvelta félagsins nemi tæpum 160 milljörðum króna á árinu og rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) verði 12,3 milljarðar króna. Félagið ákvað að bakfæra samninga Excel Airways við Alpha Airports Group um 750 milljónir króna vegna ágreinings sem stendur um bókhaldslega meðferð samningsins. Þessi varúðarfærsla mun ekki hafa áhrif á sjóðsstöðu eða áætlanir félagsins. Viðskipti Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Sjá meira
Avion Group selur að öllum líkindum yfir meirihluta hlutafjár í dótturfélaginu Avion Aircraft Trading á næstu dögum. Ef af sölunni verður er ljóst að gríðarlegur söluhagnaður fellur til, enda er allt félagið metið á 7,5 milljarða króna (100 milljarða dala) en bókfært verðmæti bara brot af matsvirði, eða 375 milljónir króna. Avion Aircraft Trading er félag sem var stofnað fyrir tæpu einu ári utan um kaup og sölu flugvéla af öllum gerðum en heildareignir félagsins í flugvélum eru yfir tveir milljarðar dala. Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður Avion Group, segir að hlutirnir gerist hratt í heimi flugvélafjárfestinga og með sölu hlutarins hagnist félagið um 3,6 milljarða við söluna og eigi enn eftir verðmætan hlut. Jafnframt er ljóst að miklar eignir fara út úr efnahagsreikningi sem eru bundnar í þessu félagi. Heilt yfir er Magnús ánægður með afkomu félagsins á fyrstu sex mánuðum reikningsársins. Gangi salan á Avion Aircraft eftir er ljóst að áætlanir félagsins á árinu breytast til hins betra. Við erum í fínum vexti með þær einingar sem við erum með. Avion er sérhæft félag á sviði flutninga og við höldum okkur við það. Dótturfélagið Excel Airways er að fara í gegnum sitt stærsta sumar frá upphafi og Eimskip hefur á dagskránni að fjór- til fimmfalda veltu á næstu árum. Á fyrstu sex mánuðum ársins tapaði Avion Group 5,4 milljörðum króna á tímabilinu en hafa ber í huga að stórar árstíðarsveiflur eru í rekstri félagsins; allur hagnaður félagsins myndast til að mynda á seinni hluta ársins. Áætlanir gera ráð fyrir að heildarvelta félagsins nemi tæpum 160 milljörðum króna á árinu og rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) verði 12,3 milljarðar króna. Félagið ákvað að bakfæra samninga Excel Airways við Alpha Airports Group um 750 milljónir króna vegna ágreinings sem stendur um bókhaldslega meðferð samningsins. Þessi varúðarfærsla mun ekki hafa áhrif á sjóðsstöðu eða áætlanir félagsins.
Viðskipti Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Sjá meira