Afkoma Straums Burðaráss vel yfir spám 19. júlí 2006 08:30 Hafliði Helgason skrifar Hagnaður Straums Burðaráss fjárfestingarbanka eftir skatta á öðrum ársfjórðungi nam 307 milljónum króna. Afkoman er mun betri en spár bankanna gerðu ráð fyrir en allir spáðu þeir tapi á rekstri Straums á ársfjórðungnum á bilinu 1,4 til 3,1 milljarðs króna. Hagnaður annars ársfjórðungs í fyrra nam þremur milljörðum en nítján á þeim fyrsta. Straumur hefur verið umsvifamikill á innlendum markaði og á Norðurlöndunum, en hlutabréfamarkaðir hér og á Norðurlöndum hafa gáfu lítið af sér á fjórðungnum. Friðrik Jóhannsson sem nýverið tók við stjórn bankans segir uppgjörið gott. "Það er ánægjulegt að sjá hagnað á fjórðungnum þrátt fyrir skarpa lækkun á helstu mörkuðum." Hann segir þetta staðfestingu á stefnu bankans að leggja áherslu á að efla aðra tekjustofna en gengishagnað hlutabréfa. "Vaxta- og þóknunartekjur eru rúmir 5,3 milljarðar á fyrstu sex mánuðum ársins sem er fjórfaldur rekstrarkostnaður bankans á tímabilinu." Greiningardeild KB banka velti vöngum yfir því hvort viðskiptavild vegna sameiningar Straums og Burðaráss yrðir afskrifuð, en Friðrik segir ekki um slíka afskrift að ræða í uppgjörinu. Gera má ráð fyrir að viðskiptavildin sé metin þannig að við sameiningu sé bankinn í stakk búinn til takast á við stærri og viðameiri verkefni. Ljóst er að bankinn er mjög sterkur með ríflega 128 milljarða í eigin fé og eiginfjárhlutfall á CAD grunni er 31,7% sem gefur svigrúm til töluverðrar lánastarfsemi til viðbótar. "Það er ljóst að staða bankans er sterk." Milli fyrsta og annars ársfjórðungs drógust fjárfestingartekjur verulega saman. Liðurinn aðrar fjárfestingartekjur gaf rúma sautján milljarða af sér á fyrsta ársfjórðungi en afkoman af þeirri starfsemi var neikvæð um fimm milljarða á öðrum ársfjórðungi. Hreinar vaxtatekjur námu tæpum 1.400 milljónum á öðrum ársfjórðungi samanborið við tæpar fimm hundruð á þeim fyrsta. Straumur hagnaðist á veikingu krónunnar bæði á fyrsta og öðrum ársfjórðungi. Viðskipti Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Hafliði Helgason skrifar Hagnaður Straums Burðaráss fjárfestingarbanka eftir skatta á öðrum ársfjórðungi nam 307 milljónum króna. Afkoman er mun betri en spár bankanna gerðu ráð fyrir en allir spáðu þeir tapi á rekstri Straums á ársfjórðungnum á bilinu 1,4 til 3,1 milljarðs króna. Hagnaður annars ársfjórðungs í fyrra nam þremur milljörðum en nítján á þeim fyrsta. Straumur hefur verið umsvifamikill á innlendum markaði og á Norðurlöndunum, en hlutabréfamarkaðir hér og á Norðurlöndum hafa gáfu lítið af sér á fjórðungnum. Friðrik Jóhannsson sem nýverið tók við stjórn bankans segir uppgjörið gott. "Það er ánægjulegt að sjá hagnað á fjórðungnum þrátt fyrir skarpa lækkun á helstu mörkuðum." Hann segir þetta staðfestingu á stefnu bankans að leggja áherslu á að efla aðra tekjustofna en gengishagnað hlutabréfa. "Vaxta- og þóknunartekjur eru rúmir 5,3 milljarðar á fyrstu sex mánuðum ársins sem er fjórfaldur rekstrarkostnaður bankans á tímabilinu." Greiningardeild KB banka velti vöngum yfir því hvort viðskiptavild vegna sameiningar Straums og Burðaráss yrðir afskrifuð, en Friðrik segir ekki um slíka afskrift að ræða í uppgjörinu. Gera má ráð fyrir að viðskiptavildin sé metin þannig að við sameiningu sé bankinn í stakk búinn til takast á við stærri og viðameiri verkefni. Ljóst er að bankinn er mjög sterkur með ríflega 128 milljarða í eigin fé og eiginfjárhlutfall á CAD grunni er 31,7% sem gefur svigrúm til töluverðrar lánastarfsemi til viðbótar. "Það er ljóst að staða bankans er sterk." Milli fyrsta og annars ársfjórðungs drógust fjárfestingartekjur verulega saman. Liðurinn aðrar fjárfestingartekjur gaf rúma sautján milljarða af sér á fyrsta ársfjórðungi en afkoman af þeirri starfsemi var neikvæð um fimm milljarða á öðrum ársfjórðungi. Hreinar vaxtatekjur námu tæpum 1.400 milljónum á öðrum ársfjórðungi samanborið við tæpar fimm hundruð á þeim fyrsta. Straumur hagnaðist á veikingu krónunnar bæði á fyrsta og öðrum ársfjórðungi.
Viðskipti Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira