Viðskipti innlent

Laun hækka enn

Við vinnu. Laun í landinu hafa hækkað um 8,8 prósent síðustu tólf mánuði.
Við vinnu. Laun í landinu hafa hækkað um 8,8 prósent síðustu tólf mánuði.

Laun hækkuðu um 0,4 prósent í júní samkvæmt tölum frá Hagstofunni. Ekki hefur orðið viðlíka hækkun milli mánaða síðan snemma árs 2002. Tólf mánaða hækkun nemur 8,8 prósentum.

Laun opinberra starfsmanna og bankamanna hækkuðu mest, um 9,8 prósent, en laun á almennum vinnumarkaði um átta prósent.

Í Morgunkorni Glitnis segir að launahækkanir séu langt umfram vöxt framleiðni vinnuafls og því ekki að undra þótt verðbólga láti á sér kræla. Þá reiknar greiningardeild Glitnis með auknum hraða launahækkana á næstu misserum enda áhrif samkomulags aðila vinnumarkaðarins ekki enn sýnileg í opinberum tölum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×