Áfram samdráttur á fasteignamarkaði 9. ágúst 2006 06:00 "Við reiknum með fimm til tíu prósenta lækkun íbúðaverðs á næstu tveimur árum. Ég tel ekki útilokað að merki um verðlækkanir sjáist nú strax á haustdögum," segir Ingvar Arnarson, sérfræðingur greiningardeildar Glitnis. Hundrað og sjö fasteignasamningum var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu vikuna 28. júlí til 3. ágúst og nam heildarveltan rúmum 2,7 milljörðum króna. Rúmlega tuttugu og sjö prósenta meiri velta var á fasteignamarkaði vikuna fyrir verslunarmannahelgi í fyrra; 148 kaupsamningum var þinglýst og veltan nam 3,5 milljörðum króna. Ingvar segir kólnun á fasteignamarkaði þegar komna fram í minni veltu. Eftirspurn sé minni en áður en framboð umtalsvert. "Það er þrýstingur í átt að verðlækkun. Það sem liggur að baki eru vaxtahækkanir, minni aðgangur að fjármagni auk þess sem verðbólga hefur látið á sér kræla. Allt þetta stuðlar að minni eftirspurn eftir íbúðum á sama tíma og framboð er meira en áður." Tvisvar hefur velta á fasteignamarkaði farið yfir 4,9 milljarða króna á viku; í desember 2004 og vikuna 11. til 17. nóvember 2005. Veltan hefur því dregist saman um fjörutíu og fimm prósent frá því þegar mest lét. Þorleifur Guðsmundsson, einn eigenda fasteignasölunnar Eignamiðlunar, segir markaðinn líflegri heldur en fréttir hafi gefið í skyn. Hann telur verð hafa náð nokkru jafnvægi, minna sé um að eignir séu verðlagðar upp úr öllu valdi "Markaðurinn er vissulega ekki jafn líflegur og í fyrra. Góðar eignir á réttu verði seljast þó sem fyrr." Þorleifur segist telja að nafnverð komi til með að haldast nokkuð stöðugt. "Það er mikil tregða í markaðnum og verðlækkanir sjaldgæfar. Ef kemur til verðlækkana að raunvirði má rekja þær til verðbólgu." Velta á fasteignamarkaði hefur dregist saman víðar en á höfuðborgarsvæðinu; 144 samningum var þinglýst í síðustu viku á Akureyri samanborið við 638 þegar mest lét snemma á þessu ári. Þá var sjö samningum þinglýst í Árborg en níu samningum hefur verið þinglýst að meðaltali á viku undanfarna þrjá mánuði. Viðskipti Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Sjá meira
"Við reiknum með fimm til tíu prósenta lækkun íbúðaverðs á næstu tveimur árum. Ég tel ekki útilokað að merki um verðlækkanir sjáist nú strax á haustdögum," segir Ingvar Arnarson, sérfræðingur greiningardeildar Glitnis. Hundrað og sjö fasteignasamningum var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu vikuna 28. júlí til 3. ágúst og nam heildarveltan rúmum 2,7 milljörðum króna. Rúmlega tuttugu og sjö prósenta meiri velta var á fasteignamarkaði vikuna fyrir verslunarmannahelgi í fyrra; 148 kaupsamningum var þinglýst og veltan nam 3,5 milljörðum króna. Ingvar segir kólnun á fasteignamarkaði þegar komna fram í minni veltu. Eftirspurn sé minni en áður en framboð umtalsvert. "Það er þrýstingur í átt að verðlækkun. Það sem liggur að baki eru vaxtahækkanir, minni aðgangur að fjármagni auk þess sem verðbólga hefur látið á sér kræla. Allt þetta stuðlar að minni eftirspurn eftir íbúðum á sama tíma og framboð er meira en áður." Tvisvar hefur velta á fasteignamarkaði farið yfir 4,9 milljarða króna á viku; í desember 2004 og vikuna 11. til 17. nóvember 2005. Veltan hefur því dregist saman um fjörutíu og fimm prósent frá því þegar mest lét. Þorleifur Guðsmundsson, einn eigenda fasteignasölunnar Eignamiðlunar, segir markaðinn líflegri heldur en fréttir hafi gefið í skyn. Hann telur verð hafa náð nokkru jafnvægi, minna sé um að eignir séu verðlagðar upp úr öllu valdi "Markaðurinn er vissulega ekki jafn líflegur og í fyrra. Góðar eignir á réttu verði seljast þó sem fyrr." Þorleifur segist telja að nafnverð komi til með að haldast nokkuð stöðugt. "Það er mikil tregða í markaðnum og verðlækkanir sjaldgæfar. Ef kemur til verðlækkana að raunvirði má rekja þær til verðbólgu." Velta á fasteignamarkaði hefur dregist saman víðar en á höfuðborgarsvæðinu; 144 samningum var þinglýst í síðustu viku á Akureyri samanborið við 638 þegar mest lét snemma á þessu ári. Þá var sjö samningum þinglýst í Árborg en níu samningum hefur verið þinglýst að meðaltali á viku undanfarna þrjá mánuði.
Viðskipti Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Sjá meira