International Herald Tribune segir á vefsíðu sinni að hrakspár um íslensku bankana hafi verið ótímabærar og vitnar í álit matsfyrirtækisins Moody"s sem birt var fyrir verslunarmannahelgi. Þá segir að öllu tali um bankakreppu megi vísa á bug.
Fram kemur í greininni að þrátt fyrir að íslenska krónan hafi veikst um átján prósent gagnvart evru á árinu, gríðarlegar erlendar skuldir, metviðskiptahalla, hárra vaxta auk 8,4 prósenta verðbólgu sé ekki hætta á bankakrísu á Íslandi.
"Fólk er að átta sig á því að íslensku bankarnir standa hreint ágætlega," hefur blaðið eftir Beat Sigenthaler, sérfræðingi TD Securities í Lundúnum. "Aðilar markaðarins virðast líka reiðubúnir að taka smá áhættu og mér sýnist sem fjárfestar séu að taka við sér."