Viðskipti innlent

Horfur easyJet fara batnandi

easyjet endurskoðar áætlanir í ár
Búist við allt að helmingi meiri hagnaði.
easyjet endurskoðar áætlanir í ár Búist við allt að helmingi meiri hagnaði.

Stjórnendur easyJet búast við mun meiri hagnaðaraukningu á yfirstandandi rekstrarári en áður var talið. Gera þeir ráð fyrir að hagnaður aukist um 40-50 prósent á milli ára en fyrri áætlanir í maí bentu til 10-15 prósenta aukningu.

Á þriðja ársfjórðungi, sem lauk þann 30. júní, jókst velta um 34 prósent á milli ára og nam 62 milljörðum króna. Tekjur á hvert sæti hækkuðu um 17,3 prósent og borgaði farþegi að meðaltali 45 pund fyrir sætið eða rúmlega sex þúsund krónur.

Á þriðja ársfjórðungi ferðuðust 8,8 milljón farþegar með easyJet sem er sextán prósenta fjölgun frá árinu áður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×