Vátryggingafélag Íslands hagnaðist um 468 milljónir króna á fyrri árshelmingi og nam eigið fé félagsins 15,7 milljörðum króna. Allt árið í fyrra hagnaðist VÍS um 8,4 milljarða króna.
Á sama tíma hagnaðist Lítryggingafélag Íslands (Lífís) um tæpar 154 milljónir króna.
Exista eignaðist bæði félögin í maí en þá voru þau undir merkjum VÍS eignarhaldsfélags sem samanstóð einnig af fleiri félögum. Nam kaupverðið á eignarhaldsfélaginu 53 milljörðum króna og fengu seljendur hlutabréf í Exista sem gagngjald.