Sitja eftir í séreigninni 6. september 2006 00:01 Sjóðsfélagar í séreignardeildum eru aðeins þriðjungur af sjóðsfélögum sameignardeilda Framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða bendir á að mikil samkeppni sé við aðra vörsluaðila um séreignarsparnað. Fréttablaðið/Hari Um síðustu áramót var fjöldi sjóðsfélaga í lífeyrissjóðakerfinu yfir 174 þúsund en á sama tíma greiddu tæplega 59 þúsund séreignarsparnað til lífeyrissjóðanna, samkvæmt tölum sem Fjármálaeftirlitið tók saman og birti nýverið. Hlutfall sjóðsfélaga séreignardeilda er því um þriðjungur af sjóðsfélögum sameignardeildanna. Þetta hlutfall er jafnvel enn lægra hjá stærstu lífeyrissjóðum landsins, Gildi, LSR og LV, eða sjö til fjórtán prósent. Í samantekt FME kemur fram að séreignarsparnaður í vörslu lífeyrissjóða og annarra vörsluaðila var um 146 milljarðar króna í árslok 2005 og hafði hækkað um tæpan þriðjung á milli ára. Þetta jafngildir tólf prósentum af heildareignum lífeyrissjóðanna. Lífeyrissjóðir, sem voru hreinir séreignarsjóðir fyrir gildistöku laga frá 1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, skera sig mjög úr í þessum efnum, en tæp sextíu prósent af öllum séreignarsparnaði landsmanna liggur hjá þessum sjóðum, eða 86,5 milljarðar. Þessir sjóðir bjóða einnig lágmarkstryggingavernd. Vörsluaðilar, aðrir en lífeyrissjóðir, höfðu í sinni vörslu 40,8 milljarða í séreign en aðrir lífeyrissjóðir, sem byggja eignir sínar að stórum hluta á samtryggingu, voru aðeins með 18,7 milljarða í vörslu. Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, segir að bankar, sparisjóðir og aðrir vörsluaðilar séu í mikilli samkeppni við lífeyrissjóðina um viðbótarlífeyrissparnað fólks. Það hefur ekki verið rætt sameiginlega innan lífeyrissjóðanna hvernig hækka megi þetta hlutfall, enda eru sjóðirnir líka í innbyrðis samkeppni um viðbótarlífeyrissparnaðinn. Lífeyrissjóðirnir kvarta ekki undan samkeppninni við aðra vörsluaðila, enda geta sjóðirnir oft sýnt betri ávöxtun og lægri kostnað. Endanlegt val er hins vegar alltaf hjá einstaklingunum. Þegar Hrafn var inntur eftir því hvort lífeyrissjóðir auglýsi sig of lítið svaraði hann að þótt stjórnendur lífeyrissjóða leggi sig fram við að halda rekstrarkostnaði í lágmarki þýði það ekki að sjóðirnir séu ósýnilegir, enda sendi þeir fréttabréf til sjóðsfélaga og auglýsi sig í blöðum stéttarfélaga. Ég hef meiri áhyggjur af að fólk skuli ekki taka þátt í séreignarsparnaði. Það er mikið hagræði í því, segir Hrafn og vísar þar til íslenskrar könnunar sem sýndi að aðeins helmingur launþega borgi í viðbótarlífeyrissparnað. Hann segir að séreignardeildir lífeyrissjóðanna hafi vaxið á þeim tíma þegar þeir sem greiddu ekki í séreignarsparnað fengu samt sem áður eitt prósent í viðbótarlífeyrissparnað frá atvinnurekendum. Þetta fyrirkomulag var afnumið árið 2005 er sparnaðurinn varð valfrjáls. Viðskipti Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Um síðustu áramót var fjöldi sjóðsfélaga í lífeyrissjóðakerfinu yfir 174 þúsund en á sama tíma greiddu tæplega 59 þúsund séreignarsparnað til lífeyrissjóðanna, samkvæmt tölum sem Fjármálaeftirlitið tók saman og birti nýverið. Hlutfall sjóðsfélaga séreignardeilda er því um þriðjungur af sjóðsfélögum sameignardeildanna. Þetta hlutfall er jafnvel enn lægra hjá stærstu lífeyrissjóðum landsins, Gildi, LSR og LV, eða sjö til fjórtán prósent. Í samantekt FME kemur fram að séreignarsparnaður í vörslu lífeyrissjóða og annarra vörsluaðila var um 146 milljarðar króna í árslok 2005 og hafði hækkað um tæpan þriðjung á milli ára. Þetta jafngildir tólf prósentum af heildareignum lífeyrissjóðanna. Lífeyrissjóðir, sem voru hreinir séreignarsjóðir fyrir gildistöku laga frá 1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, skera sig mjög úr í þessum efnum, en tæp sextíu prósent af öllum séreignarsparnaði landsmanna liggur hjá þessum sjóðum, eða 86,5 milljarðar. Þessir sjóðir bjóða einnig lágmarkstryggingavernd. Vörsluaðilar, aðrir en lífeyrissjóðir, höfðu í sinni vörslu 40,8 milljarða í séreign en aðrir lífeyrissjóðir, sem byggja eignir sínar að stórum hluta á samtryggingu, voru aðeins með 18,7 milljarða í vörslu. Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, segir að bankar, sparisjóðir og aðrir vörsluaðilar séu í mikilli samkeppni við lífeyrissjóðina um viðbótarlífeyrissparnað fólks. Það hefur ekki verið rætt sameiginlega innan lífeyrissjóðanna hvernig hækka megi þetta hlutfall, enda eru sjóðirnir líka í innbyrðis samkeppni um viðbótarlífeyrissparnaðinn. Lífeyrissjóðirnir kvarta ekki undan samkeppninni við aðra vörsluaðila, enda geta sjóðirnir oft sýnt betri ávöxtun og lægri kostnað. Endanlegt val er hins vegar alltaf hjá einstaklingunum. Þegar Hrafn var inntur eftir því hvort lífeyrissjóðir auglýsi sig of lítið svaraði hann að þótt stjórnendur lífeyrissjóða leggi sig fram við að halda rekstrarkostnaði í lágmarki þýði það ekki að sjóðirnir séu ósýnilegir, enda sendi þeir fréttabréf til sjóðsfélaga og auglýsi sig í blöðum stéttarfélaga. Ég hef meiri áhyggjur af að fólk skuli ekki taka þátt í séreignarsparnaði. Það er mikið hagræði í því, segir Hrafn og vísar þar til íslenskrar könnunar sem sýndi að aðeins helmingur launþega borgi í viðbótarlífeyrissparnað. Hann segir að séreignardeildir lífeyrissjóðanna hafi vaxið á þeim tíma þegar þeir sem greiddu ekki í séreignarsparnað fengu samt sem áður eitt prósent í viðbótarlífeyrissparnað frá atvinnurekendum. Þetta fyrirkomulag var afnumið árið 2005 er sparnaðurinn varð valfrjáls.
Viðskipti Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira