Viðskipti innlent

Barr svarar í dag

Auglýsing Actavis í króatíu Svona lítur út heilsíðuauglýsing frá Actavis sem birtist í króatískum dagblöðum fyrir helgi.
Auglýsing Actavis í króatíu Svona lítur út heilsíðuauglýsing frá Actavis sem birtist í króatískum dagblöðum fyrir helgi.
Forstjóri Actavis er vongóður um að hafa betur í slagnum við bandaríska lyfjafyrirtækið Barr Pharmaceuticals um króatíska lyfjafyrirtækið PLIVA. Í dag rennur út fresturinn sem Barr tók sér til að ákveða næstu skref og kemur í ljós hvort nýtt tilboð verði lagt fram. Í viðtali við Mergermarket segist Róbert Wessman, forstjóri Actavis, vera þeirrar skoðunar að samlegðaráhrif yrðu meiri af samruna þeirra við Pliva en hjá Barr, en Actavis bíður með yfirlýsingar um næstu skref þar til eftir útspil Barr í dag. Félagið hefur hins vegar áður sagst telja að Barr ætti erfiðara með að hækka boð sitt, þar sem samlegðaráhrif væru minni. Þá telur Róbert að ríkisstjórn Króatíu, sem á átján prósenta hlut í Pliva, bíði og sjái hvort fyrirtækið nái fimmtíu prósenta hlut áður en hún selur sinn eigin, enda væru tilboðin sambærileg, hvað hag króatíska ríkisins varðaði. Pliva upplýsti í gær hluthafa sína um að Actavis hefði staðið við að auglýsa tilboð sitt í félagið í króatíska lögbirtingarblaðinu og í dagblöðum og birti á vef sínum hlekki á auglýsingarnar og enska þýðingu á tilboðinu. - óká





Fleiri fréttir

Sjá meira


×