Bókmenning frá Berlín 17. október 2006 16:30 Bóklist í þjóðmenningarhúsinu Þýsk listaverk í bókaformi. Sýning á bókum þýska forlagsins Edition Mariannenpresse verður opnuð í bókasal Þjóðmenningarhússins í dag. Með sýningunni sem kallast Berlin Excursion er boðið til skoðunarferðar um þann geira menningarlífs Berlínar sem getur af sér sérstæðar bækur, sannkölluð listaverk. Sýndar verða um 40 bækur eftir jafn marga höfunda og myndlistarmenn. Þær eru sérstaklega hannaðar skrautbækur sem gefnar eru út í mjög takmörkuðu tölusettu upplagi. Forlagið gefur að meðaltali út fjórar bækur á ári og flestar af þeim bókum sem sýndar verða á sýningunni eru ófáanlegar. Hugmyndin að baki sýningunni er að vekja athygli á sérstæðri bókaútgáfu sem tvinnar saman fjölbreytt efni, gamaldags prenttækni en einnig nútímalegar hugmyndir. Bækurnar eru flestar skreyttar grafíkmyndum, en margar af myndunum eru í teiknimyndastíl. Allt útlit bókanna er mjög sérstakt og er hver útgáfa fyrir sig listaverk. Sýning verður opnuð kl. 18 en við opnunina flytja Hr. Johann Wenzel sendiherra Þýskalands, Hannes Schwenger útgefandi Mariannenpresse og Guðríður Sigurðardóttir forstöðumaður Þjóðmenningarhússins ávörp. Menning Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Sýning á bókum þýska forlagsins Edition Mariannenpresse verður opnuð í bókasal Þjóðmenningarhússins í dag. Með sýningunni sem kallast Berlin Excursion er boðið til skoðunarferðar um þann geira menningarlífs Berlínar sem getur af sér sérstæðar bækur, sannkölluð listaverk. Sýndar verða um 40 bækur eftir jafn marga höfunda og myndlistarmenn. Þær eru sérstaklega hannaðar skrautbækur sem gefnar eru út í mjög takmörkuðu tölusettu upplagi. Forlagið gefur að meðaltali út fjórar bækur á ári og flestar af þeim bókum sem sýndar verða á sýningunni eru ófáanlegar. Hugmyndin að baki sýningunni er að vekja athygli á sérstæðri bókaútgáfu sem tvinnar saman fjölbreytt efni, gamaldags prenttækni en einnig nútímalegar hugmyndir. Bækurnar eru flestar skreyttar grafíkmyndum, en margar af myndunum eru í teiknimyndastíl. Allt útlit bókanna er mjög sérstakt og er hver útgáfa fyrir sig listaverk. Sýning verður opnuð kl. 18 en við opnunina flytja Hr. Johann Wenzel sendiherra Þýskalands, Hannes Schwenger útgefandi Mariannenpresse og Guðríður Sigurðardóttir forstöðumaður Þjóðmenningarhússins ávörp.
Menning Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira